Vísir - 12.08.1961, Page 4

Vísir - 12.08.1961, Page 4
/ VlSIR Laugardagur 12. ágúst 1961 Áöur riðu menn í loftinu, en nú fara menn fljúgandi tiabbaö viÖ et&ta siarís- fftrififf Rjoftleiöa áttrveöan. HiS ágæta félag LOFl - LEIÐIR er ungt félag og þótti mér það því næsta ótrúlegt, er mér var sagt fyrir nokkrum dög- um, að elzti starfsmaÖur þess væri að verða áttræður, en þetta var svo sem mér hafði sagt verið, og nú hefi ég syðra á vetrum, en átti fé heima, og var þar á sumrum og heyjaði fyrir því, en flutt- ist alveg suður íyrir 13 árum. Hjá Loftleiðum hefi eg starf- að óslitið í 7 ár, og fallið svo vel að vinna þar, að eg hefi oft óskað mér, að eg hefði komið þar fyrr, og myndi sannast að segja vera hætt- ur, ef eg ynni ekki hjá þessu góða félagi. Eg var þar fyrst heimsótt þennan aldna heiðursmann, Brand Tómasson og rabbað við hann. Eg bað hann fyrst, að segja mér nokkuð frá ætt sinni og bernzku — Eg er fæddur að Kollsá í Hrútafirði, sonur Tómasar Jónssonar bónda þar og konu hans Valdísar Brandsdóttur. Eg var á 15. ári, er hann fluttist að Reykjum í Hrúta- firði, þar næst að Litlu Hvalsá, en svo keypti hann Kollsá og fluttist þangað aftur. Á þessum þremur bæj- um átti eg heima, og bjó faðir minn á Kollsá til ársins 1926. Eg var stundum hér á vöktum við afgreiðslu, en síðan við ýms léttari störf.“ „Er þér ekki eitthvað sér- staklega minnisstætt frá þessum starfstíma hjá fé- laginu?“ „Allar starfsstundirnar þar eru góðar og minnisstæð- ar stundir, en sérstaklega minnisstætt er mér, er okk- ur starfsfólkinu var boðið í flugferð við komu flugvélar- innar SNORRA STURLU- SONAR. Eg hafði af því mikla ánægju, en annars vil eg segja það til marks um velvild þeirra Loftleiða- manna, að þeir hafa marg- sinnis boðið mér að fljúga út í heim, hvort sem eg vildi tií austurs eða vesturs, og er eg þeim þakklátur fyrir þann góðvilja, en ekki hefi eg lagt í það að fara í slíkar ferðir, enda sjónin farin að daprast. Aldrei óraði mig fyrir því forðum daga, eð eg mundi nokkurn tíma koma nálægt flugvélum, og enn síður, að það félli í minn hlut á gam- als aldri, og hefir það verið mér óblandið gleðiefni. Ann- ars þótti mér alla tíð gaman að fylgjast með öllu sem skrifað var í blöð um flug og flugferðir, allt frá þeim tíma er margir voru vantrú- aðir á framtíð flugsins, og allt þar til nú er öllu hefur fleygt svo ótrúlega fram. Mikið hefi eg glaðst yfir að sjá Loftleiðir eflast og eign- ast stærri og betri flugvélar en áður og víst hlakka eg til, er nýja flugvélin kemur innan tíðar, sú fjórða.“ Við létum nú tal detta nið- ur um nútímann, er allir vilja ferðast í loftinu, og spurði Brand um fyrstu ferð hans til Reykjavíkur. „Eg var þá tekinn.að reskj- ast, það var nokkru fyrir . 1930. Þá varð að fara á hest- um yfir Holtavörðuheiði, en frá Dalsmynni fór eg í bíl til Borgarness og suður á bátnum. Sú fljótasta ferð, sem eg hefi heyrt getið um frá þeim tíma, er fara varð að norðan alla leið í Borgar- nes á hestum úr Hrútafirði, var sú er þeir síra Eiríkur Gíslason á Stað og Kristján bróðir hans kaimféiaes- Brandur Tómasson. stjóri, voru 12 tíma á leiðinni suður. Þeir fóru ríðandi í Borgarnes og stigu að heita má af hestunum á skips- fjöl.“ Eg komst að þeirri niður- stöðu, að þeir hefðu riðið í loftinu, eins og stundum er sagt, og hafði orð á því. „Já, en þeir höfðu góða hesta og marga til reiðar. Þegar eg fór fyrst suður var ekki kominn nema einn bíll í mína sýslu, Strandasýslu. Það var vöruflutningabíll, á Borðeyri. a þessum tlma voru öll ferðalög þama á- kaflega erfið og þótti bíllinn mesta þing.“ „Sóttu menn sjó á bæjun- um þarna við fjörðinn á þessum tíma?“ „Fiskur kom oft á Góu í Hrútafjörð. „Trillur“ voru þá engar komnar, en róið til fiskjar af bæjunum, en að eins til matar. Annars eru leifar verbúða víða við fjörðinn frá löngu liðnum tímum, þegar kemur út fyrir Prestbakka. Fiskur gekk oft inn í botn fyrrum og eins síld. Eitt sinn er eg var í vinnu á Borðeyri lagði eg net og fékk 100 tunnur á 4—5 dögum. Þetta var að hausti til og fjörðurinn fullur af síld, en þetta hefur allt breytzt með síldina, eins og kunnugt er, frá því er mikla síld var að fá á Húnaflóa.“ Við röbbuðum áfram um stund um þessa löngu liðnu daga, þótt ekki verði frekar rakið. Eg spurði Brand að lokum, hvort hann væri ekki farinn að hugleiða, að taka sér hvíld, því að langur væri vinnudagurinn orðinn. „Mér fellur svo vel hjá Loftleiðum, að eg býst við að starfa eitthvað lengur, meðan heilsan leyfir, og þeir Loftleiðamenn geta haft af mér einhver not, og vildi eg ljúka þessu rabbi með beztu þökkum til félagsins og alls starfsfólks þess. Eg óska því og félaginu alls góðs í nútíð og framtíð.“ Eg þakka Brandi viðtalið og éinkadóttur hans, Valdísi, fyrir ágætar viðtökur, en á hinu fagra og viðkunnanlega heimili hennar og manns hennar, Guðmundar Krist- jánssonar, býr hann við bezta atlæti. — A. Th. Ég hefi orðið var við að sum- ir veitingamenn hafa tekið um- mæli mín um staði þeirra held- ur óstinnt upp. Einn talaði við. mig með mikilli þykkju um að ég hefði skammað stað hans ósekju, þar væri allt í lagi, annar mun hafa haft orð á því, ekki í mín eyru, að mér myndi áreiðanlega borgað fyrir að hæla ákveðnum veitingastöð- um. Þetta ber svo sem að sama brunni og venjulega hér á ís- landi, það má yfirleitt aldrei segja kost og löst á hlutunum, allra sízt má narta í hinar heil- ögu kýr, óskabörn þjóðarinn- ar og þá, sem eru svo fullkomn- ir að þeir eru hafnir yfir krit- ik. Ástæðan fyrár því að ég geri þetta að umtalsefni nú er fyrst og fremst sú að það eru alltof margir hér á landi í öllum stétt um og störfum, sem eru haldn- ir blindu á eigin ágalla og taka öllum umvöndunum, hversu hógværar sem þær eru, sem persónulegri móðgun og árás. Og oft nota slíkir menn pers- ónuleg áhrif, stundum fjár- muni, til að firra sig réttmæt- um ákúrum. Þetta er áreiðan- lega einhver leiðasti ágalli okk ar þjóðfélags og sá, sem þarf að uppræta hið bráðasta. Hvað viðvíkur þeirri ásökun að það sé borið fé í mig til hóls þá er hún aðeins viðbrögð þess, sem slíkt finnst handhægt, og hefur það um hönd. Ég skal segja það íslenzkum veitinga- mönnum til verðugs hróss að þeir hafa aldrei ymprað á slíku við mig, ekki einn einasti. Máske hefur þeim fundizt við- kynningin við mig slík að það kæmi ekki til greina, en fyrst og fremst álít ég að það sé vegna þess að yfirleitt eru þetta heiðursmenn. Ég skal viðurkenna það að mér er Ijúft að fara viðurkenn- ingarorðum um þá, sem sýna einlægan vilja til að færa í lag hjá sér, oft við erfiðar aðstæð- ur, og taka vinsamlegum á- bendingum og umvöndunum með velvilja, stundum þakk- læti. Það eru ekki þeir, sem eru í góðum húsakynnum og hafa sterkar aðstæður, er eiga mest- an heiður skilið, heldur þeir, sem búa í þröngum stakk en láta hann fara vel. Við erum að reyna að hæna til okkar út- lenda ferðamenn og berumst töluvert á, dreifum út auglýs- ingum og áróðri víða um lönd. Margt af því er skrumkennt og ýkjum blandið. Það eru gefn- ar út áætlanir, sem ekki geta staðizt, fullyrðingar alveg út í bláinn, sjálfshól og raup. A sama tíma er allt hér heima í nöturlegu ástandi. Skortur á hótelum, veitingastöðum, góð- um leiðsögumönnum og máske það ömurlegasta, maður verður að aka óraleið án þess að finna þokkalegan stað til að ganga örna sinna. Þó að íslendingar sætti sig oft við víðavanginn, þá þýðir ekki að bjóða útlend- ingum upp á hann. í kvöld sýnir leikflokkur Þjóðleikhússins leikritið Horfðu reiðum um öxl í 70. sinn og verð ur sú sýning í Keflavík í Fé- lagsbíói. Á morgun verður leikurinn sýndur í hinu nýja og glæsilega félagsheimili í Biskupstungum, Aratungu, en á sunnudag á Hellu. Auk þess verður leikur- inn sýndur á Kirkjubæjar- klaustri, Vík í Mýrdal og í Að sioustu vn eg segja þetta. Á meðan ég skrdfa þennan dálk mun ég halda áfram að segja kost og löst á hlutunum. Ég mun reyna að gera það án rætni eða öfga og persónuleg vinátta eða óvild mun þar engu ráða. Og auk þess mun dálk- urinn alltaf opinn þeim, sem vilja bera hönd fyrir höfuð sér til andsvara. Þanndg hefur það verið hingað til og mun hald- ast. Vestmannaeyjum á næstunni. Horðu reiður um öxl hefur verið sýnt í flestum samkomu- húsum landsins á þessu sumri og er þetta lengsta leikferð Þjóðleikhússins um margra ára bil. Leiknum hefur allsstaðar verið mjög vel tekið og sýndur við ágæta aðsókn. Leikár Þjóð- leikhússins hefst 20. ágúst að þessu sinni og er það nokkn fyrr en venjulega. ■j. „Horföu reiður“ í 70. sinn

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.