Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. ágúst 1961 VISIR 15 — Ekki held ég það, sagði Gordon. — Og hann verður ekki lengi þar. Þetta er eins konar kveðjuhátíð, Kata, þér munuð gera yður það ljóst? Hann vill ekki fara án þess að kveðja yður. Ég held að hann voni að þér getið komið á eftir honum, ef allt gengur að óskum. Og hvers vegna ætti það ekki að ganga að óskum. Ég svaraði engu um stund — þetta var allt svo óvænt að ég varð að íhuga gaum- gæfilega hvað ég ætti að gera. Svo kom Gordon með skýr- inguna, sem hann hafði lof- að mér. — Ég get líklega ekki gert yður skiljanlegt hvaða tilfinn- ing greip mig þegar ég heyrði röddina hans — til allrar lukku hafði ég ofurlítinn grun um hver sannleikurinn væri í málinu. Ég trúi ekki á afturgöngur, skal ég segja yður. Þó að minnstu munaði þegar þér duttuð í gatið í gólfinu og leið yfir yður. Svo slokaði ég í mig áfengi til þess að reyna að hrekja á burt gruninn, sem ég hafði fengið. En það dugði ekki, og ég fór aftur til Camperdown —- daginn eftir. Ég mun hafa sagt yður frá því — var ekki svo? En ég fann ekkert — nema fallegu fótaförin yðar. Og svo höguðuð þér yður af- ar einkennilega og töluðuð alls konar bull. Loks skildist 47 mér að ég væri alls ekki að- almaðurinn í Brettfjölskyld- ,unni, en aðeins yngri bróðir, I eins og áður. Og þegar Adam símaði lá að vísu við að ég missti fótanna, en að vissu leyti var ég undir þetta bú- inn. Hann stakk upp á að við hittumst í klúbb í Clapham og það gerðum við svo. Gordon varð að hægja ferð- ina til þess að komast fram- ihjá vörubíl, og hélt.ekki á- | fram fyrr en því var lokið. — Hann sagði mér alla sög- una. Af Seamon, sem þving- aði af honum peninga — þó hann væri spar á upplýsingar um hvers vegna hann gerði það, en lét mig gera mínar á- lyktanir sjálfur, og að hann kyrkti Seamon og ók síðan burt eins og hundeltur í bláa Monareh-bílnum. Hann varð benzínlaus i Cotswolds og komst svo til Camperdown og j hélt að sér væri óhætt þar. Svo komum við þangað bæði, og sama kvöldið fóruð þér til hans aftur og reynduð að j telja honum trú um að hann | hefði ekki drepið Seamon . . . Gordon hristi höfuðið. — Það var í rauninni ekki alveg heið- arlegt af yður, Kata — að vera að vekja tálvonir hjá aumum manni, þegar allir hljóta að sjá, að enginn.get- ur hafa drepið Seamon nema hann. — Hann er saklaus af þvi, sagði ég með kökk í hálsinum. ■— Hann er alls ekki sekur. Gordon leit af akbrautinni sem snöggvast og horfði á mig. — Þér fáið engan til að trúa 'því, Kata. Annars fékkst hann ekki til að segja mér hvar þér földuð hann alla síðustu viku. — Það segi ég yður ekki heldur, sagði ég. Við horfð- umst fast í augu um stund. Augu hans voru óvenjulega blá þessa stundina. Hann leit út eins og áhyggjulaust ung- menni í skemmtiferð. Það var hlýja og sólskin og hann var í hvítri ermastuttri skyrtu og I með litríkan silkiklút um j hálsinn. Sólin skein á Ijóst hárið á honum. Þetta var ó- trúlegt, en honum hafði auð- j sjáanlega ekki tekizt að hafa uppi á Nichols og gistiheim- ili hans. Hann hló: — Ekki svo að skilja að j það skipti mig nokkru máli,1 sagði hann. — En hann mun hafa verið hræddur við að í að bjarga sér út úr þessum ógöngum mep einhverju móti. Og hann stakk upp á að ég útvegaði sér peninga og hjálpaði sér til að Jcomast úr landi. Og síðan gæti ég notið „arfsins" í friði. Þetta er mjög skynsamleg tillaga, finnst yður það ekki? Ég svaraði ekki strax. Hvað átti ég að gera? Átti ég að reyna að telja Adam á að verða kyrran ? Segjum að mér tækist það, en að njósn- ir mínar í Leicester bæru engan árangur. Nei, þetta var kannsée bezta ráðið. Að láta hann komast úr landi. — Hvernig ætlið þér að fara að því? spurði ég. — Hvernig ætlið þér að koma honum úr landi? — Spyrjið mig ekki of mikið, það er vissast. Það skaðar mann ekki, sem mað- ur ekki veit — þá getur eng- inn pínt mann til sagna. Við ókum þegjandi um stund. Loks sagði Gordon: — Það er í rauninni ó- hyggilegt af mér að aka yð- ur niðureftir. En mér skild- ist að hann vildi það. Hann sagðist þurfa að segja yður dálítið. Síðasta ósk hins dæmda manns, eða hvað ? Mann langar ekki til að fær- ast undan þess háttar. — Þér megið ekki tala svona! sagði ég hvöss. — Afsakið þér ,.. afsakið þér! Það er ekki hægðarleik- ur að gera að gamni sínu und- ir svona kringumstæðum. — Hvað gerðuð þér við hinn bílinn? spurði ég. — Bílinn minn, eigið þér við? Þann, sem ég notaði áð- an ? Það var eitthvað að blöndungnum í honum. Ég fékk þennan léðan meðan verið væri að gera við hinn. Við nálguðumst Camper- down og ég tók eftir að hann beygði út af aðalbrautinni. — Það er aldrei of varlega farið, sagði hann. — Við ætt- um helzt ekki að láta sjást til okkar og maður getur aldr- ei vitað nema .. . Það er bezt að við komum bakdyrameg- in . . . Hann stanzaði ekki fyrr en við sáum tjörnina. Ég sá kof- ann þegar ég kom út úr bíln- um, hann speglaðist í vatn- inu. Allt virtist hljótt, kyrrt og friðsamlegt. Jafnvel skóg- ardúfurnar þögðu. Gordon sagði: — Farið þér á undan. Hann sagðist ætla að bíða í kofan- um. , Ég flýtti mér og hafði ekki augun af kofanum framund- an. Hjartað sló rykkjótt. Ég fann allt í einu að hann hafði þráð að koma hingað aftur. Hurðin stóð í hálfa gátt. Ég ýtti henni upp og fór inn. Stofan virtist dimm þegar inn kom úr birtunni úti, svo að það tók mig dálitla stund að sjá kringum mig. • Bretar hafa sem kunnugt er, í huga að taka upp tugakerfis- fyrirkomulag á sviði peninga- mála. — Einnig er til athug- unar að taka i notkun plast- peninga í stað málmpeninga. • Á Bretlandi er verið að smíða fyrsta smábíiinn, sem liefur hreyfilinn í „skottinu“. Hann er til bráðabirgða a. m. k. kall- aður Apox og framlelðir hreyf- illinn 850 hesttífi. Hann er framleiddur i Coventry. k v i $ r FKVTIURMAR ÞRJ4R 57 Félagarnir fjórir fengu fljótlega stökkt aðkomumönnunum á flótta, og þegár þeir- höfðu full- vissað sig um að flóttamennirnir mundu ekki stöðvast fyrr en inn í borginni aftur, settust þeir nið- ur og borðuðu morgunmatinn. Grimaud tók einn hinna dauðu, setti á hann munnþurrku og stillti honum upp við hlið þeirra. „Þú sagðir, að Mylady hefði fengið leyfi til að drepa mig og væri nú á leiðinni til Englands", sagði d’ Artagnan við Athos. ,,Hvað er hún að gera þar?“ „Koma Buckingham fyrir katt- arnef“, svaraði Athos. „Og þetta segir þú svona kæruleysislega og hertoginn er okkar góði vinur". „Hann er Englendingur og í stríði við okkur Látum hana gera hvað hún vili — en í þessu augnabliki var það meira áríðandi fyrir mig að komast yfir bréfið, sem gerði henni heimilt að drepa þig og kannske- okkur hina líka“. ,,Og fékkstu þetta bréf?" spurði d’ Artagnan. Hendur hans skulfu þegar Athos rétti honum bréfið og hann las orðin: „Velferðar rlk- isins vegna . ..“ „Við verðum að rífa það". „Engan veginn," svaraði Athos. „Nú skrifar hún kardínálanum um að ég hafi bréfið, og hann sting- ur okkur eflaust í fangelsi....“ „Ja hérna, þetta hljómar eins og grín”, sagði Porthos, en nýtt hróp frá Grimaud truflaði samræðurn- ar. Hópur manna stefndi í áttina að virkinu og í þetta skipti \>oru það ekki huglausir dátar, heldur vel vopnaðir og æfðir hermenn. Heilbrigður hlátur er nauðsynlegur hciminum herra ...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.