Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 16
u **r Fmuutudagur 17. ágúst. Engin síld. 1 morgun var tíðinda- laust að heita áf síldarmið- unum. Veður var ekki sem hagstæðast. Bíll ok yfir dreng. Akureyri í morgun. í fyrradag mjaðmargrindar- brotnaffi 12 ára gamall drengur norður í Fnjóskadal. Hann ligg- ur nú í sjúkrahúsinu á Akureyri og var hress eftir atvikum í gærkveldi. Slysið skeði um klukkan 6 síðdegis í fyrradag. Bóndinn á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal var þá að sækja hey á eyðibýli þar í sveitinni og hafði með sér 12 ára gamlan dreng frá Akureyri, Heiðar Jóhannsson að nafni. Þegar bóndinn var búinn að láta heyið á bílinn og lagður af stað með það, lá leið hans upp bratta brekku, en þar spólaði bíllinn. Heiðar litli fór þá út til að huga að nýrri atrennu bílsins upp brekkuna, en í sama bili og bifreiðin fór fram hjá honum, rann Heiðar til á blautu grasi og datt inn undir annað afturhjól þifreiðarinnar. Fór hjólið yfir hann. Var í fyrstu haldið, að hjólið hefið farið yfir læri drengsins og að hann væri óbrotinn og lítið meiddur. Var þess vegna ekki farið með hann til læknis fyrr en í gærmorgun, en þá þótti sýnt, að Heiðar mundi vera ali- mikið slasaður. Var hann flutt- ur til Akureyrar og lagður inn í sjúkrahúsið. Kom við athugun í ljós, að hann var mjaðmar- grindarbrotinn. Séð yfir hluta af sýningar- ' svæmnu. — Neskirkja er fremst, Hagaskóli til vinstri við hana og Hagaborg til hægri. Myndin er tekin ofan af „Kringlu" Melaskólans og sést einnig á myridinni hið gamla lokomtiv Reykjavík- ur. (Ljósm. Vísir I.M.) jötkaupmenn neita ar i Skátaheimilinu. Eins og undanfarin sumur er Skátaheimilið við Snorrabraut opið á kvöldin til margskonar tómstundagamans fyrir börn og unglinga. Hvert fimmtudags kvöld eru þar kvikmyndasýn- ingar til fróðleiks og skemmt- unar og hafa verið sýndar í sumar margar úrvalsmyndir. í kvöld kl. 9 verður sýnd mynd- in Björgunarafrekið við Látra- I bjarg. Væiú óskandi, að sem flestir unglingar ættu þess i kost að sjá þessá sérstæðu mynd. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. •jr Spanska stjórnin hefur hafnað 25 milljóna dollara láni hjá Efnahagsstofnun Evrópu, á þeim grundvelli, að Iánsins væri ekki lengur þörf. Héraðsmót Sjálfstæiismanna í A.-Barðastrandarsýslu. Sjálfstæðismenn efna til hér- aðsmóts * Félagsheimilinu Króksfjarðarnesi, A-Barða- strandarsýslu, sunnudaginn 20. ágúst kl. 18. Á móti þessu munu þedr Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra og Sigurður Bjarnason, ritstjóri flytja ræður. Flutt verður óperan La Serva Padrona eftir Pergolesi. Með hlutverk fara óperusöngv- ararnir Sigurveig Hjaltested, Kristinn Hallsson og Þorgils Axejsson, leikari. Við hljóðfær ið Ásgeir Beinteinsson, píanó- leikari- Um kvöldið verður dansleik- ur. selja nýj Nýja kjötið kom ekki í kjötbúðirnar í morgun, svo sem vænzt hafði verið. — Kaupmenn neita að selja það, þar sem þeir telja sig ekki fá nógu háa álagningu til þess að standa undir kostnaði. Verðlagsnefndin ákvað í gær álagningu, sem Bv. Sigurður. Einar Sigurðsson útgerðar- maður hringdi til blaðsins. í gær og óskaði þess getið, að það væri ekki rétt, sem haft var eftir Njálí Gunnlaugssyni, útgerðarmanni x gær, að hann væri búinn að leigja honum togarann Sigurð. Þá hefur blaðinu borizt eft- irfarandi yfirlýsing frá Njáli Gunnlaugssyni um mál þetta: „Undirritaður vill upplýsa, að þegar tryggð hefur verið sjö milljón króna ábyrgð, verð ur leigusamningur vegna leigu á b.v. „Sigurður ÍS 33" undir- ritaður. Helmingur ábyrgðar- innar er þegar fyrir hendi. Sóðaskrif vikublaðs nokk- urs um hr. alþingismann Einar Sigurðsson og undirritaðan eru svívirðileg lýgi. Reykjavík, 17. ágúst. Njáll Gunnlaugsson. nemur um 15%, en kaup- mennirnir telja sig þurfa um 25% álag til þess að geta greitt eðlilegan verzl- unarkostnað. Kjötstríðið er því algert og verður engum getum leitt að því hvenær úr rætist. Slátrun hófst hér í Reykja- Vík í gær og var 250—300 slátrað í Sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu. — Einnig var slátrað eitthvað á þriðja hundrað dilkum í Borg- arnesi sem fara áttu á Reykja- víkur markað. Kjötkaupmenn telja sig ekki hafa efni á að selja kjötið sem fyrr segir. Þó vitað sé að S.Í.S.. og Sláturfélag Suðurlands hafi hér nokkra sérstöðu er ekki bú- izt við að þessir aðilar hefji kjötsölu að sinni. Fullt sam- komulag varð í sex manna nefndinni, verðlagsnefndinni. um verðlagið á sumarslátruðu sem tilkyrint var í gær. — 15% álagning, sem nú er heimiluð mun samsvara um kr. 5.60 á kíló. Þegar blaðið átti tal við Svein Snorrason framkv.stj. Kaupmannasamtakanna í morg- un um kjötstríðið skýrði hann Framh. á 5 sifíu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í V.-Barðastrandarsýslu. Sjálfstæðismenn efna til hér aðsmóts á Bíldudal, V-Barða- strandarsýslu, laugardaginn 19. ágúst kl. 20,30. Á móti þessu munu þeir Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð herra og Sigurður Bjarnason, ritstjóri, flytja ræður. Flutt verður óperan La Serva Padrona eftir Pergolesi. Með hlutverk fara óperusöngv ararnir Sigurveig Hjaltested, Kristinn Hallsson og Þorgils Axelsson, leikari. Við hljóð- færið Asgeir Beinteinsson, píanóleikari'. Um kvöldið verður dans- leikur- Hljómsveit Guðmundar Einarssonar • leikur. A-gola og rigning. Styttir upp með NA-átt kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.