Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 1
 ! • ••'•••:• ; VISIR 51. árg, Jgimmtudagur 17. ágúst 1961. — 186. tbl. Þjóðverjí drukkn- ar í Mvvatni. Sá hörmulegi atburður varð síðdegis í gær á Mývatni, að þar drukknaði sextugur Þjóð- verji, sem var - skemmtiferð í Mývatnssveit. V . Atvik í sambandi við slys þetta voru sem hér segir: Síðdegis í gær fór einn heimamanna á Reykjahlíð með tvo útlendinga, þýzka feðga frá Bad Godesberg, út á vatn- ið á hraðskreiðum vélbát. Nokkur gola var og vindbára, en veður annars hagstætt. Mý- vetningurinn var við stjórn á bátnum, og sat eldri Þjóðverj- inn fremst í bátnum, en sonur hans á miðþóttu. Ágætlega gekk að komast af stað, og var báturinn kominn á 20—30 mílna ferð að dómi Mývetningsins, þegar komið var að svonefndu Teigasundi, en þar er Mývatn mjóst, því að annars vegar gengur út í það Neslandat%ng.i að vestan og norðan, en að austan Land- teigar. Þegar þeir voru um það bil komnir í sundið, reið alda undir bakborðskinnung báts- ins og svifti honum á hliðina. Lentu mennirnir allir undir bátnum, en komust strax und- an honum og reyndu fyrst að koma bátnum á réttan kjöl, en Framh. á 5. síðu. Fort Erie siglir inn á höfnina í morgun. Utar sést Outremont. Freigáturnar komnar. ÞAÐ var heldur líflítið við höfnina í morgun kl. 7,30. þeg- ar blaðamaður og Ijósmyndari fró Vísi komu þangað til þess að ná frétt og myndum af komu kanadisku flotadeildar- innar. Það var húðarrigninp sannkallað vatnsveður. Uti -á 7 ytri höfninni voru Gullfoss og Goðafoss og lengra úti sást móa fyrir kanadisku herskipunum fjórum, en skyggni var slæmt og sást lítið út sundin. Búið var að loka af Ingólfs- garð, þar sem herskipin áttu að liggja og var öllum bílum bönn Gaddavírsgirðingarnar tákna gjaidþrot kommúnismans. Lögreglan í Berlín telur, að yfir hálf milljón manna hafi safnazt saman í gær fyrir fram an ráðhúsið í Vestur-Berlín, til þess að mótmæla aðgerðum austur-þýzkra stjórnarvalda til þess að hindra alla umferð til Vestur-Berlínar. Var Willy Brandt borgarstjóri ákaft hyllt ur, er hann kvaðst hafa skrifað Kennedy Bandaríkjaforseta og krafizt stjómmálalegra að- gerða — og ekki einvörðungu orð. Willy Brandt sagði, að íbúar Vestur-Berlínar ættu fullan rétt á að vita, hversu yrði á mál- um þeirra tekið. Áletranir kröfuspjalda, er menn báru, leiddu og í ljós óþolinmæði manna og gremju yfir aðgerða- leysi. Á eitt spjaldið var letrað: Framh á 5. síðu Öllum hliðum skal lokað. Austur-þýzkur hermaður læsir hliðinu á rimlagirðing- unni í neðanjarðarstöðinni uð umferð um bryggjuna, að því er lögregluþjónar sögðu. Fleiri ráðstafanir höfðu verið gerðar vegna skipanna, m.a. var landhelgisgæzlan búin að flytja varðbátana í vesturhöfn- ina, svo að Kandamenn gætu haft Ingólfsgarð út af fyrir sig. Rétt rúmlega 7,30 sigldi Gullfoss inn á höfnina með að- stoð Magna, sem fór strax út aftur og sigldi nú að forystu- skipi flotadeildarinnar Fort Erie, sem var fánum prýtt og um 15 mínútum fyrir 8 kom Fort Erie í hafnarkjaftinn. Það tók nokkuð langan tíma að koma skipinu að bryggjunni, það var mesti urmull af sjólið- um á dekkinu og virtust marg- ir þeirra eiga heldur náðuga daga. íslendingar á bryggjunni höfðu heldur gaman af því, hve Kanadamönnum gekk illa að koma kastlínu í land að aftan, þeir gerðu fjöldamargar til- raunir með tveimur kastlínum og þegar þeir loks komu lín- unni í land var skipið komið fast að bryggjunni að aftan, en þá var búið að binda að fram- an. Magni sigldi nú beint út aftur og bjóst til að ná í Outre mont, sem var næsta skip. Voru skipin síðan tekin inn í höfnina hvert af öðru. Herskipin fjögur eru öll frei- gátur og öll úr sama herskipa- Framh. á 5. síðu. hún er á borgarmörkunum. Síðastliðna nótt fóru 9 vopnaðir einkennisbúnir austur-þýzkir lögreglu- menn yfir mörkin inn i Vestur-Berlín, afhentu skammbyssur sínár og báðu um hæli sem pólitískir flóttamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.