Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 4
4 VISIR FimmtuQagur x7. ágúst 1961 Jafnrétti senorít- anna á Spáni. Hinn 16. júli síðastliðinn var mikill dagur í sögu spœnskra kvenréttinda. — Þann dag voru samþykkt einróma í spánska þinginu lög, sem tryggja konum fidlt jafnrétti á við karl- menn hvað snertir stöðuval, stjórnmálaréttindi og launa- greiðslur. Með þessum lög- um hefur þingið bundið endi á aldalanga kúgun kvenna á Spáni. Lög þessi munu ganga í gildi þann 1. ágúst næsta ár og verður konum með þeim tryggt jafnrétti ; launamál- um og einnig í hjúskapar- málum. Ekki munu þó konur njóta algers jafnréttis á við karl- menn. En undantekningarn- ar eru fáar og hafa sáralitla þýðingu. Helztu undantekn- ingarnar eru þær, að konur fá ekki stöður í hernum, né í opinberum nefndum, sem hafa vopnavald til þess að framfylgja hlutverkum sín- um og í dómsmálum lands- ins fá konur ekki sæti, nema í þeim dómum, þar sem fjall- að er um verkalýðsmál eða afbrot ungmenna. Þessi nýju lög veita kon- um kosningarétt og kjör- gengi til allra opinberra starfa án undantekninga. Samkvæmt lögunum er heimilt að skipa konur til allra starfa hjá ríki eða bæj- arfélögum. Annar kafli í lög- unum heimilar konum að starfa að verkalýðsmálum, jafnt og körlum. Giftar kon- ur þurfa þó leyfi eigin- manna sinna, ef þær vilja njóta þeirra réttinda, sem í lögunum er gert ráð fyrir. En fyrir þessu er sá var- nagli sleginn, að giftar kon- ur megi leita til dómstól- anna, ef þær telja, að eig- inmenn þeirra hafi neitað þeim um þessi réttindi af illgirni einni saman. Spánskar konur hafa haft kosningarétt síðan 1931, en gömul lög, sem nú íalla úr gildi, komu í veg fyrir, að þær gætu gegnt öllum opin- berum stöðum og hlndruðu einnig, að þær nytu í mörg- um tilfellum sömu réttinda og karlmenn. s ‘ : - \ .•.y.Vft. ■•v'. * filii ijíai' Cmfietct skórnir eru cinungis framleiddir úr völdu skinni og með styrktum sóla, en sniðin eru gerð af þckktum ítölskum og þýzkum skótízkusérfræðingum. — Spyrjið um EMPEROR skó í vcrzlunum okkar, þá fáið þér gæðaskó í fögrum stíl. (jangtöí Cimifiei'cr Akw %á Aðalstræti 8 — sími 18514 Laugavegi 20A — sími 18515 Snorrabraut 30 — sími 18517 w hjá þeim seim umgangast yður, er ekki sízt háð smekk yðar og snyrtimennsku. ^atntœw í klæðaburði cr því mjög mikilvægt, hvort scni um er að ræða, það sem þér klæðisf við vinnu eða þá cr þér viljið hafa mest við. ^kcmis' eru jafn áberandi og jakki eða buxur, þess vegna er sjálfsagt að vanda val þeirra hið bezta, bæði hvað snertir gcrð, stíl og lit jafnframt gæðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.