Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 17.08.1961, Blaðsíða 10
V in VtSIR Fimmtudagur 17. ágúst 1961 „Það fer ekki mikið fyrir þessum skápum,“ sagði Skúli Þórðarson, úrsmiður. Mælageymsla Rafveitunnar Islenzkt patent leysti vandann fyrir Rafveituna. Vestur á túnum sunnan við Bráðræðisholt var reist all- mikil bygging fyrir nokkrum árum. Þetta er fyrst og fremst aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir spennistöðv- ar í vesturhluta bæjarins. Þarna er einnig mælageymsla, þar sem viðgerðir og prófanir fara fram á mælum rafveit- unnar. Alls mun Rafmagns- veita Reykjavíkur hafa í tak- inu um 40.000 mælitæki, sem kostað hafa margar milljónir kr. Þarna vinna tíu fastir starfsmenn. Eru þar forsvars- menn þeir Haraldur Lárusson rafvirki og Sigurður ísólfsson úrsmiður. Viðhald og stilling þessara mælitækja kosta mikla vinnu og mikla nákvæmni, því ef út af bæri gætu rafmagnsnot- endur eða rafveitan sjálf skað- azt um stórar fjárhæðir. Sdgurður Ólafsson verkfræð- ingur kvað stöð þessa þurfa að hafa þúsundir mæla í tak- inu til viðgerðar og stillingar. Þessir mælar mega ekki liggja, en þurfa nauðsynlega að hanga á vegg, en hvernig átti að koma þeim öllum fyrir í ein- um sal og hafa þá aðgengilega fyrirhafnarlaust og fyrirvara- laust? Þannig varð þetta að vera og þá var að finna lausn málsins- Mér var kunnugt um, sagði Sigurður, að Kjartan Sveinsson Þegar Reykjavík varö - hafði komið fram með grund- vallarbreytingar á innréttingu bókasafna, og fengið einka- leyfi á því í London. Með þessu kerfi eru gangar breikkaðir, hreinlætisskilyrðin stórum bætt og notagildi húsnæðisins aukið um 100% að minnsta kosti. En hvers vegna mátti ekki jafnt nota þetta kerfi fyr- ir rafmagnsmæla eins og fyrir bækur? 400 mælar í hvcrjum skáp. Þetta var einmitt gert, og allt verkið Jnefur staðizt áætl- un. í staðinn fyrir að fylla salinn af mælum gat nægt að fylla hann rúmlega hálfan til þess að rúma sama fjölda. Þetta er gert á þann hátt, að salnum er skipt í þrennt á langveginn. í miðjunni er gangur, en hvorum megin við hann er samfelldur veggur, sem myndast af hliðum stál- skápa. Hver skápur um sig rennur eftir stálteini á tveim hjólum með innbyggðum kúlu- legum þvert út í ganginn, svó allir mælar sem hann hefur að geyma verða aðgengilegir. Hver skápur rúmar hátt á 4. hundrað mæla af venjulegri gerð. ^ikið pláss sparað. Auðvitað hafa þessar inn- réttingar kostað nokkurt fé. en þær hafa líka sparað dýrmætti Framh. af 9. síöu. smiðjuhúsin, dómkirkjan, kirkjugarðurinn og þurrt og gott tún (Austurvöllur). Ennfremur var þá lagt undir kaupstaðinn jörðin Arnarhóll, sem var á öllu svæðinu fyrir norðan nú- verandi Bankastræti, og loks Örfirisey. En bæði Arn- arhóll og Örfirisey voru skömmu siðar eða 1792 tek- in af kaupstaðnum og þá bætt við hann Þingholtun- um. Einnig var ákveðið að sameigdnl. úthagi Reykja- víkur skyldi ná yfir Sel- tjarnarnesið, frá Lamba- stöðum að vestanverðu og að landi Laugarness að aust- anverðu, eða að línu, sem hefur verið dregin frá Fúlu- tjörn og beint í Öskjuhlíð og þaðan í hamarinn, sem er utan við Nauthólsvíkina. Lóðirnar gefnar — nú milljónavirði. Kaupstaðarréttindin voru ákveðin í tilskipun frá 17. nóvember 1786. Þau voru fólgin í því að kaupmenn og iðnaðarmenn áttu rétt á að fá ókeypis byggingar- stæði undir hús ásamt lítilli garðholu. Þessar lóðir, sem voru þannig hlutaðar úr jörð Reykjavíkur, fengu kaupmennirnir gefins. Þær voru kannski ekki mikils virði í þá daga, og varð þó mikil ásókn og stríð um þær, því að sterkustu kaup- mennirnir sölsuðu undir sig beztu lóðirnar og fengu þær óþarflega stórar til þess að útiloka keppinauta sína. En það er undarlegt, að ýmsar lóðir, sem Reykja- víkurbær hefur nú þurft að kaupa fyrir miljónaupp- hæðir hafði hann upphaf- lega gefið sem verzlunar- lóðir. Hin frjálsa verzlun og samkeppni kaupmanna sem henni fylgdi, hafði skjótlega mikil áhrif á íslandi. Sézt það bezt á því, að árið 1787 komu aðeins 8 skip til lands ins, en næsta ár, þegar verzlunin var að komast í lag, hvorki meira né minna en 55 skip. Og húsunum í Reykjavík tók stórlega að fjölga. Reykjavík | eða Kristjánsborg. Það voru mestallt dansk- ir kaupmenn sem settu upp verzlanir sínar í Reykjavík. Langflestir þeirra voru frá Suður-Jótlandi og bar verzlunin í Reykjavík og við Faxaflóa þess lengi merki. Báru verzlanirnar nöfn staða í Suður-Jótlandi, svo sem Flensborg, Nord- borg og Fáney. Nokkrir norskir kaupmenn komu einnig í hópinn og þrír ís- lendingar voru með frá byrjun. En Reykjavík var dansk- ur bær fyrstu áratugina. Þar blöktu danskir fánar og þar var töluð danska. Það var meira að segja mjög til athugunar að breyta nafni kaupstaðarins og kalla hann Kr.istjánsstað eða Kristjáns- borg til heiðurs konungin- um. En einhvern veginn hélzt Reykjavíkur-nafnið og með 19. öldinni fór islenzk- an að sækja á. Það hefur sannarlega margt breytzt á þessum 175 árum. Fjölbreytt ferðaþjónusta. húspláss. Timburþiljur og milligerðir í allan salinn hefðu líka kostað peninga Hér er um verk til frámbúðar að ræða, sem getur enzt um aldur og ævi, án nokkurs teljandi við- halds, enda velta bæði hjólin að neðan og stýringarnar að ofan á rykþéttum kúlulegum. Ég held ég megi fullyrða, sagði Sigurður að lokum, að starfsmenn þessarar stöðvar séu ánægðir með þetta fyrir- komulag, sem mun létta þeim starfsemina til* stórra muna. Með hverju árinu sem líður, gerist auðveldara fyrir okkur íslendinga að ferðast erlendis, enda fleygir samgöngutækni áfram, samvinna milli þjóða eykst og efnahagurinn batnar smám saman. Þetta sést m. a. á því hve margar ferðaskrif- ur hafa verið stofnsettar hérna í Reykjavík undanfarin ár, og virðast allar liafa nóg að gera. Ein helzta ferðaskrifstofan — Sunna — býður upp á síaukna fjölbreytni með hverju árinu sem líður, fleiri ferðir, meira úrval, betri kjör og bætta þjón- ustu. Sunna skipuleggur marg- ar hópferðir í ár og hafa þegar verið farnar ferðir til Spánar, Madeira, Porúgals, Bretlands og Norðurlanda og um þessar mundir er að leggja af stað hópferð á vegum Sunnu til Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur. Bráðlega mun verða far- in ferð til Parísar, Sviss og Rínarlanda, í september verður farið í mjög glæsilega og fjöl- þætta Ítalíuferð, önnur ferð um sama leyti til Mallorca og til Skotlands á Edinbogarhátíðina í ágúst. Jafnframt því að efna til slíkra hópferða hefir Sunna tök á því að útvega fólki far- seðla með góðum kjörum um allan heim, og einstaklingsferð- ir eru skipulagðar með hóp- ferðakjörum um flest lönd Ev- rópu. Að utan - Framh. af 8 síðu. inn mann, sem var vanalega fær um að stjórna skapi sínu og sýna kunningjum sínum vináttu sína án þess að kyn- villa hans kæmi nokkuð við sögu. Að dómi Irving Stone þá leitaði Michelangelo ekki aðeins sannleika listarinnar heldur einnig að siðgæðis- legri réttsýni, en hann gat aldrei sætt þá viðleitni og innri tilhneigingar sínar, eins og sjá má í verkum hans og margoft hefur verið ritað um og rætt. Þetta kann að verða ásteytingarsteinninn, sem smámunasamir menn og sagnfræðingar hrasa um, en bókin er engu að síður prýðilega rituð og verður á- reiðanlega í flokki þeifra rita eftir Irving Stone, sem víðast eru lesin. Jagan hefst er Michelangelo er þrettán ára gamall og drengurinn er tekinn sem aðstoðarmaður á vinnustofu hins fræga Domneico Ghir- lando. Svo ungur sem hann var að árum hafði hann þeg- ar gert það upp við sig að hinir miklu meistarar högg- myndarinnar hefðu horfið af sjónarsviðinu vegna þess að höggmyndalistin krefðist allra krafta listamannsins líkamlegra og andlegra og málaralistin reyndi minna á manninn. Teikningar hans vöktu brátt aðdáun þeirra, sem sáu og öfund meistarans Ghir- lando. Michelangelo þreytt- ist á starfinu í vinnustofu hans og var tekinn til náms í höggmyndalist við skóla, sem var kostaður af Lorenzo Medici. Þetta var gegn vilja föður piltsins, sem vildi að hann gerðist ullariðnaðar- maður. Aftur vekur hann svo mikla eftirtekt og aðdá- un og orðstír hans berst til eyrna Medici-höfðingjans, sem fær honum herbergi í höll sinni. Þá er Michel- angelo kominn meðal aðals- ins, ekki aðeins hins verald- lega heldur og hins andlega aðals. Þá segir frá baráttu Medici-ættarinnar við kirkju- höfðingjana í Róm, frá Sav- onarola, og öðru því sem tilheyrir mannkynssögunni frá þessum tíma. Inn í þessa frásögn er ofið lýsingum á lífi Michelangelo, rakin þroskaferill hans, sagt frá öðrum miklum listamönnum á þessum tíma, da Vinci, Raphael, Cellini, og sam- bandi þeirra við Michel- angelo. Sagan fjallar um ástir, leit snillingsins eftir útrás, mikill sjónleikur, sem gríp- ur 'esandann og heldur hon- um föstum, allt til þess að bókinni lýkur — og kannske svolítið lengur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.