Vísir - 24.08.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. ágúst 1961 VfSIR "3 Frakkar viija brú yfir Ermarsund. ÞEGAR á sl. öld og enda fyrr, höfðu framfaramenn mikinn áhuga fyrir bættiun samgöngum. Þetta kom fram í tillögum uin mikil mannvirki, er í fyrstu þóttu draiunórar og ekki hafa ver- ið framkvæmdar, svo sem að grafa göng undir Ermar- sund — en aðrir draumar um stórkostlegar samgöngu- bætur rættust og má þar til nefna Suezskurðinn og Pan- amaskurðinn, en ekkert hafðist fram án langrar bar- áttu. Nú á tímum skilja menn almennt nauðsyn bættra samgangna. Verið er að grafa jarðgöng undir Mont Blanc og er það risa- vaxið fyrirtæki, og munu göngin að líkindum verða fullgerð á næsta ári. Rætt er um jarðgöng undir Pyrena- f jöll. Og f jarri er, að „draum urinn sé búinn“ um jarð- göng undir Ermarsund. Fjár hagslega sterkir einstakling ar og samtök standa þar að baki nyjum athugunum og tilraunagreftri. Bretar og Frakkar eru þar að sjálf- sögðu höfuðaðilar, ekki að- eins fjármálamenn, heldur og ríkisstjórnir beggja land anna. En þótt tilraunir séu Þannig hugsar listamaður sér, að umhorfs m uni vera á Ermarsundi, þegar brú hefir verið reist þar. gerðar og athuganir varð- andi göngin gæti verið um aðra leið að ræða til þess að tengja saman Bretland og Frakkland, ' þar sem mjóst er milli, eða yfir sundið, og sú leið er að byggja brú yf- ir það í stað þess að grafa göng undir það. Það eru Frakkar, sem frekar vilja fara þá leið, og er þar fremtV.ur í flokki Moch inn- anríkisráðherra og fylgja honum að málum margir á- hrifamenn. Áætlað er, að slík brú, sem þeir hafa í huga myndi kosta 200 millj. sterlingspunda. Þegar und- irbúningsathugunum er lok- ið verður áætlunin lögð fyr- ir brezku stjórnina. Gert er ráð fyrir brús sem hvíldi á 164 steinstöplum. Á henni yrðu bílabrautir cg járnbrautir. Brautin sjálf yrði í 70 metra hæð yfir sjávarflöt, cn brautin 35 m. breið. Á bílabrautinni yrðu 7 akreinar, tvær braut.ir fyr ir bifhjól og járnbrautir yrðu tvær. Sérstök tæki yrðu til þess að draga úr þeim hættum, sem umferð- inni gætu stafað af vindum, og sérstök Ijósatæki tií að sigrast á öðru vandamáli eða hættunni sem umferð- inni stafar af þokum. Þá verða eldingavarar margir. Félag það, sem stofnað hefur verið að undirlagi Mochs til athugunar á áætl- uninni hefur að baki sér fjársterkustu banka Frakk- lands og iðnaðarfyrirtæki og ekki búizt við neinum erfiðleikum á að afla fjár til fyrirtækisins. Mörg rök hafa áhuga- menn fyrir brúnni fram að færa. Þeir segja, að göng undir sundið væru ekki hag kvæm, — þau hentuðu að- eins fyrir járnbrautir. Þá yrði að flytja bifreiðir á lest arvögnum, hámark 1000 á klukkustund, en yfir brúna gætu farið 5000 bílar á klst. hverri. Lestirnar myndu verða 1 klst. og 15 mín. á leiðinni, en bifreiðar þyrftu aðeins 25 mín. til yfirferð- arinnar og er þá miðað við að ekið sé með 80 km. hraða á klst. Nokkrir góðir sólardagar í júlí, en 17 úrkomudagar. Um 100 manns fara í Tungnaárhraun. Náttúrufræðifélagið efndi til 3 daga fræðsluferðar sl. föstu- dagsmorgun og var höfuðtil- gangur fararinnar að skoða svokölluð Tungnaárhraun sem eiga upptök sín við Hófsvað í Tungnaá. Hafa þau runnið það- on um 130 km vegarlengd, alla leið í sjó fram hjá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þátttaka í ferðinni var meiri heldur en í nokkurri annarri langferð, sem Náttúrufræðifé- lagið hefur efnt til fram til þessa. f fyrra fóru 45 manns á vegum félagsins í fræðsluferð norður á Kjöl, en nú voru þátt- jtakendur nær 100 talsins, jafnt ■konur sem karlar, .. Wfvi Fararstjóri og jafnframt leið- beinandi um jarðfræði var GuðmUndur Kjartansson jarð- fræðingur, en auk þess leið- beindi Eyþór Einarsson um grasafræði og Agnar Ingólfsson um dýrafræði. Lagt var af stað frá Reykja- vík kl. 10 árdegis á föstudaginn og gist nóttina eftir við Sig- öldufoss hjá Tungnaá. Seinni nóttina var gist við Veiðivötn. Ferðin gekk í hvívetna vel, enda lagði Guðmundur Jónas- son til farkostinn, sem reynd- JÚLÍMÁNUÐUR var heldur kaldari en í meðallagi. Úrkomu dagar voru alls 17, en nokkrir góðir sólskinsdagar komu. Meðalhiti reyndist 10.8 stig, en meðalhiti fyrir júlí er 11.7 stig. Heitast varð í mánuðinum 17,3 stig og var það 25. júlí, en kaldast 5.4 stig aðfaranótt 28. Úrkomá varð heldur minni en í meðallagi eða 43 mm, en iztM alla staði hinn öruggasti. Veður var gott á föstudaginn og frameftir laugardeginum, en síðasta daginn var dimmviðri og nokkur rigning. dreifð' yfir marga daga. Meðal úrkoma fyrir júlí er 51 mm. — Urðu úrkomudagar alls 17. Mesta úrkoma á sólarhring var frá 9 að morgni 10. júlí til kl. 9 að morgni 11. og reyndist 11 mm. Sólskin var heldur meira en vanalega. 211 klst. en með- altai er 181. í mánuðinum voru þrír aðgreindir sólskinskaflar, fyrst 3 dagar í byrjun mánað- arins, þar næst aftur 11.—15. og loks 24.—28., en lítið sól- skin var aðra daga. (Ailar töl- ur hér að ofan eru fyrir Reykja vík). Á Akureyri var meðal- hiti 10.5 stig, en meðalhiti fyr- ir júlí þar er 10.9 stig. Kirkja vígð. SL. sunnudag var vígð ný sóknarkirkja að Efra-Núpi í Melsstaðarprestakalli 1 Húna- va'tnsprófastsdæmi. Vígslu- biskup Hólastiftis, séra Sigurð- ur Stefánsson, framkvæmdi vígsluna í umboði biskups. Einnig tóku þátt í vígsluat- höfninni, héraðsprófastur, séra Þorsteinn Gíslason og sóknar- prestur staðarins, séra Gísli Kolbeins og fleiri prestar. Fjöl- menni var mjög mikið og var athöfnin öll hin hátíðlegasta og virðulegasta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.