Vísir - 24.08.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. ágúst 1961
Vf SIR
^5
*
Astin sigrar
allt.
Mary Burchell.
— Það er allt og sumt,
ungfrú Murril. Bréfið til Joup
& Joup verður að komast fyr-
ir klukkan fimm, ásamt reikn-
ingsyfirlitinu um viðskiptin
frá í fyrra. Hinu bréfinu ligg-
ur ekki eins mikið á.
Oliver Leyne lét ritara
sinn fara með þetta verkefni,
án þess svo mikið sem virða
hana viðlits.
Erica fór inn í skrifstofu-
kompuna sína — þar vann
hún mest af sínu starfi. Hún
var orðin vaxin upp úr því að
taka sér nærri durtsháttinn í
yfirboðara sinum. En fyrst
eftir að hún hafði orðið einka-
ritari hans, hafði hún oft ver-
ið að velta fyrir sér hvað hún
hefði gert á hlut hans, að
hann skyldi vera svona af-
undinn og þurr á manninn.
Það var ekki svo að skilja
að hann réðist á hana ipeð
skömmum. Þetta va.r sífelld-
ur óánægju-kaldrani. En frá
fyrstu stundu hefði eitt vin-
gjarnlegt orð getað orðið
henni til gleði allan daginn,
en kuldalegi þyrkingurinn var
henni hugarkvöl.
— Þú veizt líklega að hann
er kvenhatari? sagði einhver
við Ericu þegar hún byrjaði
í firmanu sem óframfærinn
hraðritari.
— Hvernig veizt þú það?
hafði Erica spurt.
— Það getur nú hvert
barnið séð, var svarað.
— En við sjáum hann ekki
nema hérna í skrifstofunni,
sagði Erica, sem vildi ekki
treysta palJadómum. — Hann
er kannslce allt öðru vísi
heima.
— Heima! sagði hin með
góðlátlegri fyrirlitningu. —
Hefur þú nokkurn tíma séð
heimilið hans?
Erica varð að játa að það
hefði hún ekki gert. Hún
hafði ekld verið nema
skamman tíma 'í bænum og
ekki margt séð.
— Þú ættir að talca rögg
á þig eitthvert kvöldið og
skoða húsið. Það er ekki á
marga fiska að utan, en ég
hef séð það að innan líka! Ég
fór þangað með einhver skjöl
einu sinni, þegar gamli Leyne
hafði eitt hjartveikikastið
sitt.
— Hvað er út á húsið að
setja ? Áttu við að það sé nið-
umítt? spurði Erica.
— Niðumítt? Langt frá
því! Það er stórt eins og graf-
hýsi Tutankamons og álíka
upplífgandi. Hugsaðu þér
gamla Leyne og son hans
sitja inni í miðju húsi og
ræða um stál- og jámmark-
aðinn og annað álika skemmti
legt, án þess að brosa út í
annað munnvikið, hvað þá
meira.
Erica hafði hlegið. En um
ieið hafði hún hugsað með
'ér: Það getur engin lífsgleði
verið í manni, sem er eins og
'Jl’ver Leyne á svipinn!
1 þá daga hafði firmað í
hæsta máta verið „Leyne &
Sonur“, og faðir Olivers ver-
ið öllu ráðandi. Hann hafi
skapað fyrirtækið frá gmnni,
og elskaði þetta afkvæmi sitt.
Það var sagt í bænum að
hann hefði valið heimili sínu
stað þannig, að hann gæti
farið á fætur á nóttinni, ef
hann langaði til þess, og
horft út um gluggana á log-
ana í stálbræðsluofnunum.
Fyrirtækið var honum bæði
rómantík og átrúnaður, og
það eina sem hann bafði á-
huga fyrir í veröldinni.
Hann var harðjaxl, upp á
sína vísu. Ef til vill ekki
vegna þess að honum væri
harðneskjan í blóð borin, en
blátt áfram af því einstreng-
islegir menn, sem alltaf hugsa
um það sama, verða harðir.
Hann sá eklcert annað en sitt
eigið markmið. Og hann vildi
fóma hverju sem vildi og
hverjum sem vildi til þess að
líoma sínu fram.
Stundum var Erica að velta
fyrir sér, hvernig farið hefði
ef einkasonur hans hefði
neitað að ganga í fyrirtækið.
Hún var sannfærð um að þá
hefði orðið mikill árekstur,
en hún var alls ekki viss um
hvor feðganna hefði reynzt
harðari, ef til árekstrar hefði
komið.
Annars var tilgangslaust
að velta þessu fyrir sér, því
að Oliver hafði gengið inn í
SKYTTURMAR PRJÁR 62
fyrirtækið — hann var snar
þáttur í því. Að vísu kom
hann mjög sjaldan í stál-
bræðsluna, hann var auðsjá-
anlega ekkert hrifinn af
henni, eins og faðir hans, en
Oliver Leyne var glöggur
skipulagsmaður, og allt sem
snerti stjórnina og skrifstof-
una var algerlega í hans
höndum.
Þegar Erica hafði starfað
í firmanu kringum eitt ár, fór
gamli Leyne að eiga erfitt út
af hjartanu. Það kom oft fyr-
ir að hann virtist vera í and-
arslitrunum og þá var hann
lengi veikur og lasburða á
eftir. Áhugi hans fyrir firm-
anu var óbilaður. En lækn-
arnir bönnuðu honum að
leggja nokkuð erfiði á sig.
Aldrei munu neinir dáleik-
ar hafa verið með þeim feðg-
unum, en Oliver hefur líklega
skilið raunasögu mannsins
gamla, sem aðeins þráði að
mega halda áfram að starfa,
' en hafði ekki þrek til þess.
Erica hlaut að minnsta kosti
að sjá að Oliver reyndi eftir
megni að sýna föður sínum
þolinmæði þegar hann kom
í skrifstofuna. Og það gerði
hann oft og reyndi þá að jafn-
aði að skipta sér af öllu og
setja út á allt.
Hún hafði gott tækifæri til
að taka eftir samskiptum
þeirra, því að Oliver hafði —
henni til mikillar furðu —
gert hana að einkaritara sín-
um.
Einn daginn hafði hann
kallað á hana.
— Fáið þér yður sæti, img-
frú Murril. Mig langar til að
tala við yður um starfið yð-
ar. . .
Erica mundi enn hve mik-
inn hjartslátt hún hafði
fengið og að hún hafði feng-
ið herping í hálsinn, svo að
henni fannst hún ekki geta
i komið upp nokkru orði.
! — Hvað hef ég gert ? hafði
j hún hugsað með sér. — Hef
I ég trassað það sem ég átti
að gera. Ætlar hann að reka
mig?
— Þér hafið verið héma
hjá okkur í eitt ár, ungfrú
Murril, sagði hann alvarleg-
ur eins og hann var vanur.
— Já, eitt ár og sex vikur.
Hann hafði brosað ofur-
lítið.
— Ég sé að þér eruð ná-
kvæm í þessu sem öðru,
sagði hann.
Þá ætlar hann ekki að
skamma mig, hugsaði hún
með sér.
— Þér munuð vita að ýms-
ar breytingar verða gerðar á
fyrirtækinu í sambandi við að
faðir minn hættir að starfa,
hélt Oliver Leyne áfram.
— Feyron hefur verið tals-
vert nleira en einkaritari
minn, og nú á hann að verða
deildarstjóri. Svo að mig
vantar einkaritara.
Erica beið forvitin eftir
framhaldinu.
— Ég hef fylgzt með yður
og starfi yðar undanfarið ár,
og tekið eftir að þér eruð
fljót, samvizkusöm og greind.
Henni fannst líkast og hann
væri að telja saman kosti á
hesti, en hún gat fyrirgefið
honum það.
— Og umfram allt, hélt
hann hægt áfram, — virðist
mér þér vera húsbóndaholl.
Það er sjaldgæfur kostur.
Miklu sjaldgæfari en hinir
þrír sem ég nefndi.
Erica var orðin kafrjóð.
— Þökk fyrir, hr. Leyne,
gat hún loksins stamað. —
Ég vona að ég eigi þetta skil-
ið, sem þér hafið sagt um
mig.
— Annars hefði ég ekki
sagt það, sagði hann. — Og
það er vegna þessara eigin-
leika sem ég hef afráðið að
bjóða yður að verða einkarit-
ari minn. Þér eruð vitanlega
í yngsta lagi, geri ég ráð fyr-
ir. Hve gömul eruð þér ann-
ars?
— Tuttugu og tveggja —
nærri því, sagði Erica og
fannst það vera talsvert gild-
ara en segja: tuttugu og eins.
Hann hnyklaði brúnimar.
—Svo ung? Jæja, en það
er galli sem batnar af sjálfu
sér. En ég hefði nú fremur
K V I S T
!í!i!iii!i!i!i!i!i!i'jfei
|Í!!!Í!l!l]l!Íil|!i'|®Í!)li|i
ilimiiiiiiliiliiiiiiiiiiliiili!
Þeir voru allir ánœgðir með
bréf Aramis til lord Winter, en
d’Artagnan vildi að þeir tryggðu
sér einnig öryggi hertogans. „Það
verður einnig þitt verk, Aramis",
sagði Athos, „þessi manneskja,
sem þú þekkir í Tours, verður að
segja drottningunni hvað sé á
seyði." Aramis skrifaði: „Kæra
frænka, áætlun Buckinghams um
að heimsækja bæinn La Rochelle
munu ekki standast. Segðu syst-1
ur þinni það. Mig hefur dreymt
að hertoginn væri dauður. Ekki
man ég hver gerði það, en þú
veizt að mínir draumar bregðast
aldrei. Ég mun brátt heimsækja
þig aftur". Utan á bréfið skrif-
aði hann: „Til ungfrú Michon í
Tours". Aðeins Bazin gat farið
með bréfið til' Tours, sagði Ara-
mis, þegar hann hafði lesið bréfið
upphátt. „Frænka mín þekkir
Baxin og ber traust til hans", —
„Gott og vel“, sagði d’Artagnan,
„en ef þetta er þitt mál, þá er
málið i London mitt. Planchet var
þar með mér, og þið getið treyst
því að hann bjargar málinu þar
fyrir okkur.“
... og þér eruð óvenjulega örlátur og gjafmildur ai
eðlisfari — þér getið borgað mér eins og þér viljið.
y.> -'t .vv
>.•.» '•AV-V