Vísir - 24.08.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 24.08.1961, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 24. ágúst 1961 Hámeraveið- ar tregar. Frá fréttaritara Vísis. — Patreksfirði í gær. NOKKRIR menn hafa reynt að fá hámeri að undanförnu, en yfirleitt gengið illa. í fyrra var hámeraveiði dá- góð eins og skýrt var frá í fréttum í Vísi, og menn gera ráð fyrir, að þessar veiðar muni glæðast, þegar líður fram á haustið. Aflinn var beztur í fyrra í Látrarötet og vænta menn endurtekningar á því, er frá líður. KJötstríðið eitit halcfta Kaupmenn telja álagn- inguna enn of lága. í gærkvöldi var tilkynnt enn nýtt verð á sumar- slátruðu kjöti. Það lyftist brúnin á húsmæðrum við þessi tíðindi. Var nú lausn fundin á kjötdeilunni? Því miður ekki, því kjötkaupmenn og aðrir dreifingar- aðilar, telja hið nýja verð hvergi nærri til þess að mæta tilkostnaði öllum við dreifingu kjötsins. Kjöt- stríðið heldur því áfram. IIIIIII áíraiii. BLAÐIÐ átti í morgun stutt samtal viö Sigurð Magnússon, kaupmann, formann Kaup- mannasamtakanna. Hann sagði: „Auglýsingin um hið nýja kjöt verð, er að vísu viðurkenning sexmannanefndarinnar á því að álagning af hennar hendi hafi í byrjun verið alltof lág. Hér væri því um að ræða spor í rétta átt. Hinsvegar stæðu rök Félags kjötverzlana um dreif- ingarkostnað óröskuð og þá einföldu staðreynd verður sex- mannanefndin að gera sér Ijósa er hún tekur ákvörðun um þetta mál. — Þið vissuð þá um þetta endurskoðaða kjötverð, sem tilkynnt var um í gærkvöldi? Nei, við okkar samtök hafa engin samráð verið höfð um þessa síðustu vérðlagsákvörð- un. — Hvernig á að leysa hnút- inn? — Það sem hér verður að skef að okkar dómi, til þess að þessu ófremdarástandi ^erði aflétt af fólki, er að þeirri sjálf sögðu skipan verði komið á, að fulltrúar dreifingaraðila séu með í ráðum þegar slíkar verð- ákvarðanir eru teknar. Ekki myndu bændur landsins fella sig við að nokkrir kaupmenn hér suður í Reykjavík . iðnað- armenn og verkamenn, væru kallaðir saman á fund til þess einhliða að ákveða laun þeirra. Menn geta hugleitt þetta, en svona er þetta í pottinn búið hjá okkur. Þrátt fyrir hið nýja verð á kjöti, situr allt við hið sama og bæjarbúar geta ekki vænzt þess að sjá hið sumarslátraða kjöt í verzlunum, fyrr en feng- izt hefur raunhæf lausn þessa mikla vandamáls, sagði Sig- urður Magnússon að lokum. SVF-deild til taks. Slysavarnadeildin s Sandi var lögð af stað með tæki sín og utbúnað síðdegis í fyrradag til þess að vera til taks, ef lít- inn vélbát ræki upp í námunda við Svörtuloft á Snæfellsnesi. Hafði báturinn sent út neyð- arkall vegna vélarbilunar og rak í áttina að landi. En slysavarnadeildin var rétt ný- lögð af stað er skeyti barst um, að vélstjóranum á bátnum hefði tekizt að koma vélinni í gang aftur, og væri báturinn á leið til hafnar. Nærstödd skip voru og til taks bátnum til að- stoðar. Það er haft fyrir satt, að Reykjavíkurstúlkur, sumar kornungar, hafi verið næsta nærgöngular við kanadísku sjóliðana, sem hér voru á dögunum, svo að þeim hafi jafnvel ofboðið, og kalli slík- ir menn þó ekki allt örnrnu sína í þessum efnum. Mynd- in hér að ofan gefur ótvírætt til kynna, að stúlkurnar hafi ekki síður haft áhuga fyrir að skoða skipin en piltar. (Ljósm. G. E.) Norrænt verzl- unarma<ma|»iatg. ÞING Norræna verzlunar- mannasambandsins var að þessu sinni haldið í bænum Visby á Gotlandi í Svíþjóð dag ana 8.—10. ágúst sl. Eins og kunnugt er eiga öll samtök verzlunarfólks á Norðurlönd- um aðild að sambandinu, en Landssamband íslenzkra verzl- unarmanna gerðist aðili 1. jan. 1960. Á þinginu voru rædd öll helztu hagsmunamál verzlunar fólks, svo sem launa- og kjara- mál, fræðslumál, tryggingamál og skipulagsmál. Þá var einnig rædd aðstaða landssamband- anna í hinum einstöku lðndum og afstaða þeirra til annarra launþegasamtaka í viðkomandi löndum. I verzlunarmannasamtökun- um á Norðurlöndum eru nú um 250 þúsund félagar. Formaður Norræna verzlunarmannasam- bandsins var endurkjörinn Al- got Jönsson frá Svíþjóð. Full- trúar LÍV á þinginu voru Sverr ir Hermannsson og Björn Þór- hallsson. (Frá LÍV). Fundist hafa í jörðu í baðm- ullarekru í Alabama stein- runnar leifar risavaxins hvals, sem forstöðumaður jarðfræðideildar Alabama- háskólans segir sennilega vera 40 millj. ára gamlar. Kartöftwr kosta kr. UiO ktj. Uppskeran verður seint á ferðinni. NÚ hefur verið auglýst nýtt verð á kartöflum, er það kr. 4,60 hvert kíló í smásölu, í fyrra var verðið kr. 3,75. — í morgun hafði Vísir sam- band við forstjóra Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, Jó- hann Jónasson, og spurði hann um horfur í kartöfluuppsker- unni. Jóhann sagði: „Það er óhætt að segja, að vegna þeirra kulda sem hér hafa verið í sumar, Vilja sama rétt. Stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hefur boðað til aukaþmgs í nóv- ember til að ræða kjaramál bandalagsmeðlima. Vísir átti stutt viðtal í síma við Kristján Thorlacius, for- mann BSRB í morgun. Hann kvað þingið mundu ræða ný viðhorf sem skapazt hefðu í þessum málumt eftir viðræður fulltrúa bandalagsins við rík- isstjórnina svo og eftir gengis- fellinguna. Þá mundi einnig verða rætt um verkfalls- og samningsréttarmál . meðlima bandalagsins. Eins og á stóð kvaðst Krist- ján ekkert geta sagt um hvað gert yrði beinlínis í þessum málum, stjórn BSRB hefði ekki rætt málið nema mjög lítið. Bíða yrði álits frá stjórnskip- aðri nefnd, sem á að fjalla um þessi réttarmál opinberra starfsmanna. Ríkisstjórnin hef ur lofað að hvetja nefndina til að ljúka störfum fyrir þing- byrjun í haust og táka málið síðan til umræðu innan stjórn arflokkanna- Kristján kvað BSRB hafa markað sér ákveðna stefnu í þessum málum. Þar væri keppt að sama fyrirkomulagi og tek- ið var upp í Noregi 1958. Það er fólgið í því að opinberir starfsmenn hafa takmarkaðan verkfallsrétt og algjöran samn ingsrétt. Hér á landi hafa op- inberir. starfsmenn hvorugt. Hinir norsku starfsmenn hafa algjöran verkfallsrétt þegar deilt væri um almennar launa hækkanir, en ekki þegar á- greiningurinn snerist um breytingar á launaflokkum. Kristján Thorlacíus sagði að sáttastigin væru mjög mörg í Noregi áður en verkfall opin- berra starfsmanna þar gæti hafizt og tæki það marga mán- uði að fara í gegnum þau öll. einkum þó fyrir norðan og aust- an, þá muni uppskeran verða sein á ferðinni. Þessir dagar og þeir allra næstu munu gera út um það, hvort uppskerubrestur verður, eða ef til vill góð upp- skera. Víða, einkum hér sunnan- lands er mjög vel sprottið, en lélegra annarsstaðar. f vor var mjög mikið sett niður, svo að uppskera ætti að geta orðið góð, ef tíðarfar hindrar ekki. Nóg framboð ætti að verða á kartöflum á næstunni, ef tíðar- far hindrar ekki upptöku, eins og nú fyrir helgina, þegar ekki var hægt að taka upp fyrir rigningu. Nýju kartöflurnar komu í búðir í gær.“ Bandarískir ferðamenn hafa notið þeirrar fríðinda að geta flutt heim varning keyptan erlendis fyrir allt að 500 dollara, en ný lög hafa verið afgreidd, og er ofannefnt háinark lækkað niður í 100 dollara. jjS- og SA-gola, lúrkomulaust i ídag — þykkn jar upp mcð |A-átt í nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.