Vísir - 29.08.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1961, Blaðsíða 2
I Vf SIR Þriðjudagur 29. ágúst 1961 /T th i p mm vj O ; —j Lr— p-~iJ p > w/Æm jusmrn Gób þátttab íij sæmilegur árangnr á unglingameistaramóti Islands. Unglingamcistaramót íslands var háð nú um og yfir helg- ina. Fór kcppnin fram bæði á Laugardals- og Melavellinum. Keppt var í 19 greinum og voru skráðir keppcndur 45. All g'óður árangur náðist L sumum greinum s.s. stuttu hlaupunum og stökkunum. Þorvaldur Jónasson KR, hlaut flcsta meistarapeninga, 5, en Úlfar Teitsson KR og Stein- ar Erlendsson FH urðu báðír fjórfaldir meistarar. Þessir piltar, ásamt Jóni Þ. Ólafssyni ÍR, settu mestan svip á þetta mót. Ættu þeir allir að geta náð mjög langt með réttri og góðri æfingu. Auk þeirra má ncfna Þórhall Sigtryggss. KR, sem reyndar hefur fyrr í sum- ar vakið á sér athygli, sem mikið hlauparaefni; Skafta Þorgrímsson ÍR, kornungan en hráðcfnilcgan hlaupara og Jón Ö. Þormóðsson ÍR, sem setti nýtt unglingamet í sleggju- kasti. Kastaði hann 45,07, cn fyrra metið átti Þórður B. Sig- urðsson 41.63, Samtals hlaut KR 8 meistara FH 6 og ÍR 5. Úrslit: 100 m hlaup: Úlfar Teitsson KR ...... 11,3 Guðm. Vigfússon ÍR ... 11,8 Skafti Þorgrímsson ÍR .. 11,8 Kúluvarp: Jón Þ. Ólafsson ÍR .... 11,98 Kjartan Guðjónsson KR 11,81 Sigurður Sveinsson HSK 11,63 Hástökk: Jón Þ. Ólafsson ÍR....... 1,93 Sigurður Ingólfsson Á . . 1,67 Sigurður Sveinsson HSK 1,55 110 m. grindahlaup: Þorvaldur Jónasson KR 16,5 Jón Ö. Þormóðsson ÍR . . 17,4 Sleggjukast: Jón Ö. Þormóðsson ÍR . . 45,07 Steindór Guðjónsson ÍR 36,15 Finnur Karlsson KR . . 31,85 3000 m hlaup: Steinar Erlendsson FH 9:48,6 Þórarinn Ragnarss. FH 10:24,6 Þrístökk: Þorvaldur Jónasson KR 14,29 Kristján Stefánsson FH 13,81 Jón Þ. Ólafsson ÍR .... 13,75 400 m. grindahlaup: Helgi Hólm ÍR.............60,3 Erlendur SigurÞórss. ÍR 71,2 Langstökk: Þorvaldur Jónasson KR 6,60 Kristján Stefánsson FH 6,32 Páll Eiríksson FH ....... 6.19 1500 m hlaup: Steinar Erlendsson FH 4:25,5 Valur Guðmundsson . . 4:28,6 Þórarinn Ragnarss. FH 4:30,0 Spjótkast: Kristján Stefánsson FH 54,46 Kjartan Guðjónsson KR 48,54 Gunnar Gunnarsson ÍA 47.58 Enska deildarkeppnin. 1. deild: Aston Villa — Chelsea 31 Burnley — Bolton 3:1 Cardiff — Blackpool 3:2 Fulham — Everton 2:1 Ipswich — Manch. C. 2:4 Eeicester — W.B.A. 1:0 Manch. Un. — Blackburn 6:1 Nott. Forest — Sheff. U. 2:0 Bheff. W. — Birmingham 5:1 'T’ottenham — Arsenal 4:3 ■'’olves — West Ham. 3:2 Það sem mest og skemmtileg- ast kemur á óvart þessa helgi er hinn glæsilegi sigur Manch United yfir Blackburn, 6—1. Það er ekki aðeins sigurinn, heldur hvernig leikurinn var unninn, segja ensku blöðin. Tottenham má sannarlega vara sig ef Manc. U. heldur svona áfram. David Herd, sem Manch. keytpi frá Arsenal fyrir 40.000 £ skoraði tvö, Albert Quixall,, keyptur á 45.000 £, skoraði einnig tvö og Charlton og Setters skoruðu sitt hvort markið. Sheff. Wed. og Manch. City eru einu liðin sem enn hafa ekki tapað leik í fyrstu deild og það fyrrnefnda virðist ætla að láta að sér kveða þetta keppnistímabil, því þeir sigruðu Birmingtom 5—1. Fantham skoraði ,,hat trick“. Tottenham marði sigur yfir Arsenal, en allir voru sammála um, að Arsenal hefði a. m. k. átt skilið jafntefli. Dyson skor- aði 3 fyrir Spurs, en Cliarles tvö fyrir Arsenal. Fulham kom mjög á óvart með því að vinna Everton. í annarri deild hefur Liver- pool tekið forystuna með því að sigra í öllum sínum leikjum. Öll önnur lið hafa misst stig. Liverpool sigraði Leeds auð- veldlega 5—0, og virðist vera í mjög góðu „formi“ núna. Stóru liðin Newcastle og Sunderland mörðu bæði sigur með einu marki. 400 m hlaup: Þórhallur Sigtryggss. KR 53,1 Helgi Hólm ÍR ........... 54,3 Páll Eiríksson FH ....... 58,8 200 m hlaup: Úlfar Teitsson KR ..... 23,3 Þórhallur Sigtryggss. KR 23,6 Guðm. Vigfússon ÍR .... 24,2 Kringlukast: Jón Þ. Ólafsson ÍR .... 36,80 Kristján Stefánsson FH 35,54 Sigurður Sveinsson HSK 35,35 Stangarstökk: Páll Eiríksson FH ..... 3,40 Erlendur Sigurþórss. HSK 3,10 Kári Guðmundsson Á . . 2,96 800 m. hlaup: Steinar Erlendsson FH 2:04,3 Valur Guðmundss. ÍR 2:06,8 Þórarinn Ragnarss- FH 2:10,4 4x100 m boðhlaup: Sveit KR ................ 46,0 Sveit ÍR ................ 46,8 Sveit Á (sveinar) ....... 54,1 1000 m boðhlaup: Sveit KR ............... 2:05,9 Sveit ÍR ............... 2:06,9 1500 m hindrunarhlaup: Steinar Erlendsson FH 4:49,1 Valur Guðmundsson ÍR 4:53,9 Þórarinn Ragnarss. FH 4:58,9 Harald hetja dagsins ítalska deildarkeppnin hófst á sunnudaginn. Síðan danskir knattspyrnumenn hafa flykkst suður þangað eru cngu minni áhugi fyrir kcppni þessari hér á Norðurlöndum, en á Ítalíu sjálfir. , Mestur hamagangur hefur verið um Gull-Harald, en hann var scldur til Bologna eins og- kunnugt er. Harald lék sinn fyrsta lcik í gær, Bologna vann og „danski draumurinn“ rætt- ist, Harald skoraði sigurmark- ið. Dönsku blöðin hafa líklega aldrei notað cins stórt letur í fyrirsagnir sínar eins og þegar þau segja frá markinu, og á- nægjan er óskapleg bæði í Dan mörku og Bologna. Juventus gerði jafntefli við Mantova og John Charles, skor aði markið. Milan sigraði Lan- crossi og Greaves skoraði úr vítaspyrnu, Bezt stóð þó sig þó Gerry Hitchens, cn hann skor- aði tvö mörk fyrir Internázion- ale, sem vann 6:0. Ólafur Bjarki Ragnarsson golfmeistari Reykjavíkur. Orslitaleik Reykjavík- meistaramótsins í golfi lauk s.l. laugardag með því að Ólafur Bjarki Ragnarsson sigraði Ingólf Isebarn, var 3 holur yfir, þegar 1 var eftir. Ólafur Bjarki náði snemma forustunni og hélt henni allan leikinn, var oftast 2—4 holur yfir. Það má segja um þessa keppni, að Ólafur Bjarki hafi oftar notað tækifærin og nægði það lionum til sigurs. Ingólfur náði aldrei því öryggi, sem hann er svo þekktur fyrir í holu- keppni. Missti mörg „pútt“ og uppáskotin ónákvæm. — Að loknum fyrstu níu holunum var Bjarki 2 holur yfir, eftir 18 holur var hann 3 yfir og eftir 27 holur var hann 3 yfir. og lauk keppninni eins og fyrr segir með sigri Bjarka; 3 holur yfir þegar 1 var eftir. Úrslitaleik í 1. flokki léku Arnkell B. Guðmundsson og Gunnar Þorleifsson og lauk þeirri keppni með því að Arn- kell sigraði með nokkrum yfir- burðum. Golfmeistaramót Reykjavikur hófst með undirbúningskeppni 19. ágúst. Jafnir urðu Óttar Yngvason og Ingólfur Isebarn á 77 höggum. Háðu þeir fram- haldskeppni, sem lauk með sigri Óttars. í meistaraflokk komust eftirfarandi kylfingar, í þeirri röð sem hér fer á eftir: Óttar Yngvason Ingólfur Ise- barn, Ólafur Ág. Ólafsson, Hall- dór Magnússon, Pétur Björns- son, Ólafur Bjarki Ragnarsson. Sveinn Snorrason og Ólafur Loftsson. Mynd þessi var tekin að loknu Golfmeistaramóti Reykjavíkur s.l. laugardag og er af sigur- vegurunum. Frá vinstri: Gunnar Þorleifsson, nr. 2 í flokki, Arnkell B. Guðmundsson, sigur- veganum í 1. flokki, Ingólfur Isebarn, nr. 2 í meistaraflokki og Ólafur Bjarki Ragnarsson, golf- meistara Reykjavíkur 1961. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.