Vísir - 29.08.1961, Blaðsíða 8
8
Vf SIR
Þriðjudagur 29. ágúst 1961
ÚTsiEtANDI: BIAÐAÚTGÁFAN ‘/ÍSI*
Rílstjórar: Herstelnn Pðlsson Gunnar G Schrara.
Aðstoðarrltstióri \xel rhorstefnsson. Préttast|ór
ar: Sverrir öórðarson. Porsfeinn Ó rhororensen.
Ritsfiórnarskrifstofur: Laugavogi 2? Auglýsingat
og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3. Áskriftorgjald er
krónur 30.00 6 mónuði - f iausasðlu krónur
3.00 eintakíð Slmi 11660 (5 llnur). - Félagv
prentsmiwjar. h.f., Stelndórsprent h.f., Eddo n.l
Prýði borgarinnar.
Á laugardaginn opnaði Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri skrúðgarðinn í Laugardalnum. Mun hann eftir-
leiðis verða opinn til afnota fyrir bæjarbúa. Garður
þess er hinn fegursti og trjágróður mikill í daln-
um, auk grasgarðsins. Er garður þessi að stofni til
gróðrarstöð Eiríks Hjartarsonar kaupmanns, en hann
vann að ræktun garðsins af mikilli alúð, sem garðurinn
ber glöggt vitni um í dag.
Opnun þessa skrúðgarðs er þáttur í þeirri áætlun
borgarstjórnarinnar að fegra og prýða Reykjavík og
veita bæjarbúum sem fjölbreyttust skilyrði til útivistar.
í nánd við hinn nýja almenningsgarð, sem er sá næst
stærsti í Reykjavík, eru fjölmennustu íbúðarhverfi
bæjarins og munu þeir sem þar búa kunna vel að meta
garðinn. Eftir því sem borgin stækkar er nauðsyn á
fleiri slíkum útivistarsvæðum ög ekki sízt munu börn
borgarinnar fagna opnun þeirra.
Gunnarsholt.
I síðustu viku var tekið í notkun endurbyggt
drykkjumannahæli í Gunnarsholti. Er þar nú rúm fyrir
um 40 vistmenn. Endurbygging hælisins hefir tekið
nokkurn tíma og kostað rúmar 4 millj. króna.
Með þessari stækkun drykkjumannahælisins er
miklum áfanga náð. Nú er talið að nægilegt hælisrúm
sé fengið fyrir drykkjusjúka menn. Þeir dagar eru
liðnir að drykkjumenn áttu ekki annað athvarf en
götuna eða kjallara lögreglustöðvarinnar. Skilningur
hefir farið vaxandi á því að ofdrykkja er sjúkdómur,
ekki síður en sjálfsskaparvíti. Þeim samtökum, sem
stutt hafa að því að komið hefir verið upp hælum fyrir
drykkjusjúklinga, Bláa Bandinu og A.A. fyrst og fremst,
ber að þakka vel unnið starf.
Við opnun hins endurbyggða drykkjumannahælis,
sagði Bjarni Benediktsson heilbrigðismálaráðherra, að
löggjöf sú, sem um þessi mál fjallaði væri í molum og
væri endurskoðunar þörf. Er þess vonandi ekki langt
að bíða að þær endurbætur verði gerðar. Er gott til
þess að vita að þessi mál virðast nú vera að komast öll
í örugga höfn.
Tímaspekin.
Spekingarnir á Tímanum hafa vikið að því öðru
hvoru að undanförnu að algjör óþarfi hafi verið að
lækka gengi krónunnar eftir 15—20% kauphækkan-
irnar. Síldin hafi aflazt svo vel að vegi upp á móti
hinum auknu útgjöldum útvegsins vegna kauphækk-
ananna. En Tíminn gleymir einu. Hin góða síldarvertíð
vegur alls ekki upp á móti hinum gífurlega aflabresti
á vetrarvertíðinni. Heildarútkoman verður því óvé-
fengjanlega neikvæð.
,VP.'
Svona eru
Vitið þér hvernig
Adenauer forsætisráð-
herra tekst að halda sér
svo unglegum, þó hann
sé orðin 85 ára
Hann þakkar það
sjálfur mest ísköldum
fótaböðum. — Þegar
Adenauer er orðinn
þreyttur eftir langan og
strangari dag eins og eftir
heimsókn sína til Berlín-
ar á dögunum, þá fær
hann sér djúpt vaskafat
og stingur fótunum nið-
ur í ískalt vatnið og
hefur þær þar í stundar-
fjórðung. Við þetta end-
urnýjast gamli maðurinn
og doðmn og þreytan
hverfur á brott.
.■.■.v.v
í
r stdru.
Vitið þér líka, að Mac-
millan er talinn verst
klæddi forsætisráðherra, er
Bretar hafa átt síðan Glad-
stone gamli var uppi. Vitið
þér ennfremur, að de Gítulle
Frakklandsforseti er riæst-
um blindur, ef hann hefur
ekki gleraugu.
Þetta eru aðeins fáeinar
staðreyndir um heimsfræga
menn, sem koma fram í
nýrri bók bandaríska blaða-
mannsins John Gunthers.
Bókin nefnist „Inside Eur-
De Gaulle er blindur ef hann hefur ekki gleráugu.
Macmillan er verst klæddi forsætisráðherrann.
ope Today“. í henni gægist
Gunther eins og oft áður á
bak við tjöldin í stjórnmál-
um Evrópu. Hann leitar
uppi allt það sem er hulið í
hinum venjulegu fréttaskrif
um, gamansögur og atriði,
sem varða persónulýsingar
kunnra manna.
Fótabað og súkkulaði.
Hvað segir hann fleira um
þessa stóru, frægu menn?
Adenauer er orðinn gam-
all, 85 ára, en Gunther telur
hann að útliti og starfs-
kröftum vera eins og 55 ára
mann. Hér að framan er
búið að nefna fótabaðið, en
hann hefur fleiri ráð. Oft
þarf þessi gamli maður að
sitja á löngum og erfiðum
fundum, sem myndu brjóta
niður yngri menn en hann.
Adenauer situr hinn róleg-
asti og er sama þó hann
borði engan mat í heilt dæg
ur. En hann hefur hjá sér á
borðinu stórt súkkulaði-
stykki og fær sér bita og
bita af því, en súkkulaði er
eins og allir vita mjög nær-
ingarefnaríkt.
Stundum er því haldið
fram, að Adenauer sé hálf-
gerður einræðisherra. Gunt-
her segir eftir að hafa kynnt
sér málið að þetta sé ekki
rétt. Hann sé að vísu vilja-
sterkur maður sem stjórni
stærsta flokknum. En hann
beitir ætíð þingræðislegum
aðferðum og er mjög snjall
Framh. á bls. 10.
■.■.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.'.V.V.V.V.V.V.ViV.VV.Vi