Vísir - 29.08.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1961, Blaðsíða 3
VÍSIR Þriðjudagur 29. ágúst 1961 s ■ m s Flugdagur í fyrradag hélt Flugmálafélag íslands hótíðlegt 25 ára afmæli sitt með því að lialda Flugdag. Nokkur ór eru síðan slíkur dagur hcfur verið haldinn, og sýningin nú flestum kærkomin, því að sannleikurinn er sá, að slíkan dag mætti halda oftar. í gær var sagt frá dcginum í frétt, en nú Iátum við myndirnar tala. Efst til hægri: Allur íslenzki „flugherinn" á lofti í cinu. „Rón“ strýkst við höfuð áhorfcnda, og sýnir hvernig tog- ari er staðsettur. Fyrir neðan: Sex orrustuþotur varnarliðsins, af gerðinni F-86 koma í fylkingu yfir völlinn. Ein þeirra kom síðar í nokkurra metra hæð á 1000 km. hraða. Fyrir ofan: Þyrilvængja fró varnarliðinu var meðal þeirra véla sem komu við sögu ó Flugdeginum. Hún lék ýmsar listir, flaug lárétt og lóðrétt, „bakkaði“ og gerði ýmislegt sem mcnn eru óvanir að sjó er um venjulegar vélar er að ræða. Hún sýndi einnig bjÖrgun, og hér sést maðurinn dreginn upp í vélina í björgunarbelti. Mjóa myndin er af einni þremur svif- flugum sem léku listir sínar. Hún er þarna í togi, en var sleppt lausri skÖmmu síðar. Svif- flugið vakti almenna hrifningu áhorfenda, en mest lof hlaut þó Þórhallur Filippusson fyrir listflug sitt. Loks sjáum við svo ó myndinni til vinstri. er áhorfcndur virða fyrir sér eina furðusmíð nútímans, orrustuþotu, en í bakgrunninum sjáum við þyrilvængjuna um leið og hún rennir sér að áhorfendum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.