Vísir - 29.08.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 29.08.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. ágúst 1961 Ví SIR 9 Þeir vinna að 5 ára framkvæmdaártluninni Viðtal við norsku efnahagssérfræðingana, sem dvelja hér á vegum ríkisstjórnarinnar. Hér á landi hafa um nokkurt skeið dvalið norskir efnahagssér- fræðingar, svo sem áð- ur hefur verið skýrt frá. Þeir dvelja hér á vegum ríkisstjórnarinnar við undirbúning að efna- hagsáætlun til nokkurra næstu ára. Fréttamaður Vísis hitti nýlega þá þrjá, Per Tveite, Olaf Sætersdal og Rolf Thodesen, og ræddi við þá um dvöl þeirra hér, aðdraganda hennar, og nokkra þætti starfs þeirra, svo og gagnsemi slíkra áætlana. Þeir sér- fræðingar sem hér um ræðir, eru allir norskir stjómarstarfsmenn, og hafa að undanförnu unnið að slíkum á- ætlunum í heimalandi sínu, Noregi. Hér hefur einnig dval- izt fjórði Norðmaðurinn, Atle Elsás, sérfræðingur í skýrslum um peninga- mál og bankastarfsemi, en hann er nú nýfarinn. Hér fer á eftir, það sem þeir félagar höfðu að segja um dvöl sína og starf hér: „Slíkar áætlanir sem hér um ræðir, eru almennt ný- tilkomnar í þeim löndum þar sem þeim er beitt. Á Vesturlöndum var ekki um slíkt að ræða fyrr en eftir síðustu styrjöld, en frá þeim tíma hafa fleiri og fleiri lönd 1 V.-Evrópu tekið upp slíkar starfsaðferðir. Af þeim löndum, sem hófu gerð framkvæmdaáætlana fyrir árið 1950, má nefna Holland, Frakkland, Ítalíu, Svíþjóð og Noreg. Fleiri hafa síðan bætzt í hópinn, s.s. Finn- land, Belgía og íriand. f Noregi hefur sá háttur verið hafður á, að láta áætl- anirnar ná til 4 ára í senn, en hér mun ætlunin að nú- verandi áætlun verði til 5 ára. Nokkur mismunur er á því, frá landi til lands. hverjir sjá um áætlanagerð- ina. í Svíþjóð er það t.d sérfræðinganefnd, en í sum- um öðrum löndum er um að ræða opinberar stofnanir, sem leggja þær fram, og sjá síðan um framkvæmd þeirra, þótt ekki sé þetta alls staðar enn komið í fast form, Þótt hér sé um að ræða nýtilkomið fyrirbrigði í efna hagslífi þessara þjóða, þá hefur það þegar fengið góð- an hljómgrunn, og óhætt að segja, að fleiri og fleiri hafa sýnt áhuga fyrir þessum til- raunum. Megintilgangurinn er að fá rétta mynd af hverjum þætti efnahagslífsins fyrir sig, þróun hans og öðrum aðstæðum, og síðan er reynt að byggja upp fasta heildar- mynd, sem sýnir afstöðuna milli þeirra, og hver áhrif hver um sig hefur á hina. Flestir þeir, sem fengið hafa einhverja reynslu í þessum efnum, ef ekki allir, eru á einu máli um, að slíkar á- ætlanir hafi verið mjög gagnlegar. Eins og áður er sagt, hef- ur Frakkland haft þennan hátt á síðan nokkru eftir stríð, og er óhætt að segja að þar hafi áætlanirnar gef- ið góða raun. Frökkum hef- ur tekizt að fá góða mynd af sínu efnahagskerfi, og hefur það sjálfsagt orðið mjög að liði við hina efna- hagslegu uppbyggingu, sem hefur gengið vel, þrátt fyrir all miklar róstur í stjórn- málum á þessu tímabili. ' Sem Njæmi um það, að hverju starfsemin stefnir, má t.d. nefna rannsóknir á fólksfjölda, en það var ein- mitt eitt það fyrsta sem við snerum okkur að er við komum. Hagstofan íslenzka hefur mjög fullkomnar upp- lýsingar um fólksfjöldann í landinu, og standast þær sam anburð við það sem bezt gerist erlendis. Úr þeim skýrslum sem við fengum. komumst við m.a. aðraunum það, að reikna má með því, að íslendingar verði orðnir alls 214.000 árið 1970. Um leið og fólksfjölgunin eykst, breytast hlutföllin milli aldursflokka, og aukn- ingin verður ekki hin sama í hverjum aldursflokki fyrir sig. Þannig lítur úr fyrir að fjölgunin verði tiltölulega minnst fram til 14 ára, eða 180%. Fjölgunin á eðlilegum sarfsaldri, eða frá 15 ára aldri til 69 ára ald- urs verður nokkru meiri, eða um 21%, hin sama og heildarfjölgunin. Hins vegar Einkavibtal Vísis. verður mest fjölgunin í elzta flokknum, þ. e. hjá þeim sem þá verða yfir 70 ára að aldri, eða um 40%. Þetta gefur aftur nokkra hugmynd um það, hverjai hinnar breyttu kröfur þjóð- arinnar verða, og hvaða ráð- stafanir verður að gera til þess að mæta þeim. Það er til dæmis ljóst, að ef mæta skal þörfum hinna elztu verður að svara þeim fyrst og fremst á sviði almanna- trygginga, m. ö. o. þarf að gera ráðstafanir til þess að sjá þessu fólki, sem þá verð- ur komið úr hópi hinna vinnandi, að mestu leyti fyrir eðlilegum ellilífeyri, o. s. frv. Fjölgunin í yngsta flokknum mundi hins vegar koma fram sem breyttar þarfir á sviði skóla og menntamála. Sú tala sem aftur á móti segði til um það, hversu mikils vinnuafls væri að vænta á umræddum tíma til að mæta hinum ýmsum þörf- um athafnalífsins, er sú sem sýnir fjölgunina hjá því fólki sem er á aldrinum 15— 69 ára ára, þ. e. hinum raun- verulega starfsaldri manns- ins. Rannsóknirnar eru hlið- stæðar á öðrum sviðum efna- hagslífsins. Þær gefa til kynna, hvers vænta má á grundvelli fenginna upplýs- inga, og þar sem hver þátt- ur verkar að meira eða minna leyti á annan, þá skýrir þetta afstöðuna, og gerir allar efnahagslegar i'áðstafanir auðveldari. Eins og við höfum áður vikið að, þá eru hagskýrslur þær um mannfjölda, sem við höfum fengið mjög full- komnar. Auk þess höfum við fengið til meðferðar skýrsl- ur um framleiðslu og af- komu sjávarútvegs og land- búnaðar, sem eru mjög til fyrirmyndar, og eru þær sennilega betri en hliðstæð gögn í okkar landi, Noregi. Þá höfum við fengið marg- vísleg gögn önnur frá Hag- stofunni og Framkvæmda- bankanum, sem hefur gert sérstakar rannsóknir fyrir okkur. Nú sem stendur er verið að safna upplýsingum um iðnaðarfyrirtæki, en þar sem iðnaður er þýðingarmik- ill þáttur í efnahagslífinu, varðar miklu að réttar upp- lýsingar fáist um hann. Hagstofan er nú að safna þessum gögnum fyrir okkur, og leitar í því skyni með sér- stökum spurningalistum til einstakra fyrirtækja og sveitarfélaga. Árangurinn af starfi okkar er að miklu leyti kominn undir því, að sem nákvæm- astar og réttastar upplýsing- ar fáist, en m. a. er leitað eftir því hve mikil fram- leiðslan er hjá einstökum að- ilum, og stefnt að því að fá sem nánasta innsýn í rekstur fyrirtækjanna. Fram til þessa höfum við hvarvetna fengið mjög góðar viðtökur, en við getum ekki lagt nógu mikla áherzlu á þýðingu þess, að þeir aðilar sem nú er leitað til gefi sem réttasta og sann- asta mynd af atvinnurekstri sínum. Við fórum nýlega í ferða- lag norður í land og hittum þar og á Austurlandi, þá sem hlut eiga að máli í hinum ýmsu framleiðslugreinum, og var hvarvetnaleystgreiðl. úr vanda okkar og vel tekið á móti okkur. Tilgangurinn með förinni var einmitt að kynnast af eigin raun ein- stökum dæmum hjá kaup- stöðum og sveitarfélögum, en almenn söfnun slíkra upplýsinga stendur nú yfir. Áætlun til langs tíma, sem á að ná til allra greina efnahaslífsins byggir á hag- nýtingu þjóðhagsreikninga. Framkvæmdabankinn hefur á síðari árum unnið allmik- ið að þeim málum, en þó þarf enn að vinna nokkurt starf til þess að þeir verði að góðu hjálpargagni. ís- land á ágæta sérfræðinga á þessu sviði, en hér, eins og víðar, er skortur á sérfróð- um mönnum til þessara starfa. Þetta er eitt af vanda málum lítilla landa sem við þekkjum vel í Noregi.“ Það var ríkisstjórnin ís- lenzka, sem upphaflega fór þess á leit við norsku ríkis- stjórnina, að hún lánaði þessa starfsmenn sína hing- að til lands. Norðmenn veittu greið og góð svör, en það er EPA sem ber kostnaðinn af dvöl þeirra hér. Á. I.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.