Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 4
Vf SIR Þriðjudagur 5. september 1961 „Eg sá eldana úr flugvél, eftir að tekið var að skyggja. 1 rökkr- inu urðu þeir að eldhafi. Annars sá ég aðeins reykinn, á daginn. Þeir voru um allt landið, er mér sagt. Kviknuðu upp á 100 stöðum í einu, og það þykir ekki einleikið um upptökin.“ Jón Arngrímsson, skrif- stofustjóri hjá varnarliðinu er nýkominn frá Nýfundna- landi, þar sem hann var í kynnisför, vegna starfa síns á vegum bandaríska flotans. Hann sá hina miklu skógar- elda, sem geisað hafa um Nýfundnaland og hafa valdið tjóni, sem ekki verður svo auðveldlega virt, en um hundruð milljóna króna er að iræða. Vísir sagði frá þeim fyrir fáeinum dögum og náði í Jón strax og hann kom heim. Hann sagði um Gander-flugvöllinn, sem við þekkjum: — Um tíma leit út fyrir að eldurinn mundi leggja Gander í eyði. Eldlínan var þá kominn með vestanvindin- um stuttan spöl frá flugvell- inum. Þá var flugvellinum lokað og fólkið flutt í burtu. En vindáttin breyttist skyndi lega og snérist til baka í glæpamenn vestur og það varð til að bjarga flugvellinum. En hann var lokaður í tvo daga, á meðan þess var beðið, sem verða vildi:“ Þegar Jón var að koma til Nýfundnalands, frá íslandi, flaug hann inn yfir hálend- ið í- norðurhluta landsins, þar sem heitir Long Range- fjallgarðurinn. Þá voru eld- ar hér og þar um fjalllend- ið, einskonar eldrjóður, sem vörpuðu logalit sínum á himininn og lögðu allt- í eyði. iðnaður er aðalatvinniíveg- ur fólksins á Nýfundnalandi, svo að nærri má geta að tjón- ið er alvarlegra en svo,að það verði bætt á næstu árum, og dugir ekkert til bóta nema erlend aðstoð komi til. Þetta verður þeim mun alvarlegra þegar haft er í huga, að helmingur þjóðarinnar er atvinnulaus og lifir á opin- berum styrkjum. Þorp lögð- ust í eyði, og sögunarmyllur eyðilögðust með öllu, sum- ar voru meðal þeirra stærstu í landinu. — Orsakirnar? — Enginn gat sagt um það með nokkurri vissu. En fólkið hélt því fram, að um glæpastarfsemi hefði verið að ræða. Að vísu höfðu ver- ið þarna óvenjulega miklir — Annars barst eldurinn svo fljótt yfir, að stofnarnir urðu eftir, kolsvartir, en blöðin og nálarnar brunnu. Þetta sá eg greinilega þegar eg ók í bifreið suður frá St. Johns á vesturströndinni til bæjar, sem heitir Argentia, nokkurra klukkustunda akstur. Þá sáust sárin í land- inu bezt. Hæðirnar voru all- ar eyddar, og annars staðar voru sviðnir stofnarnir, og' ekkert líf.“ — Tjónið? — Það nemur hundruð- um milljóna aðeins í tækj- um. Ómetið er landið sem eyddist. Skógarhögg og trjá- þurrkar. Veðrátta hefir verið að breytast svo mikið und- anfarin ár. Ekki hafði komið dropi úr lofti frá því í júní þar til í lok ágústmánaðar. Þá kom tveggja daga rign- ing, og það hjálpaði auðvitað til við slökkvistarfið. Áður hafði verið mjög lítil úr- koma í marga mánuði svo skógurinn var ákaflega við- kvæmur fyrir eldinum. En eins og eg sagði, þá talaði fólkið um glæpastarf- semi. Skömmu áður en eld- arnir kviknuðu hofði forsæt- isráðherra fylkisins haldið ræðu þar sem hann sakaði bandaríska verka- Jón Arngrímsson. lýðsforingjann James Hoffa um undirróðurs- og glæpa- starfsemi í verkalýðsfélög- um landsins. Ráðherrann var ekki að skafa utan af hlutun unum, þegar hann talaði til fólksins og sagði að Hoffa og menn hans væru ,,púkar úr víti, sendir af djöflinum". Enda þótt Nýfundnaland til- heyri Kanada og hafi gert það í rúmlega 20 ár, þá var hinn bandaríski verkalýs- maður að reyna að ná öllum töglum og högldum í verka- lýðsfélögum fylkisins. Hon- um hefir orðið vel ágengt vegna þess að atvinnuleysið er svo mikið og menn hans lofuðu að berjast fyrir hærr: atvinnuleysisstyrk. En eftii að forsætisráðherrann hafðí haldið ræðu sína, sem tók tvær klukkustundir í sjón- varpi og útvarpi, hefir lepp- um Hoffa verið ýtt út úr áhrifastöðum á mjög skömm- um tíma. Eldarnir eru hefnd þessa Hoffa, sagði fólkið. Hann og samtök hans eru gífurlega voldug og rík. En þar fer fram geysileg glæpastarf- semi. Kennedy-stjórnin hef- ir reynt allt, sem hún getur, til að berja starfsemina nið- ur, en ekki tekizt enn þá, þótt eitthvað sé tekið að halla undan fæti fyrir Hoffa. — Er þetta trúlegt? — Eg sá blöðin aldrei skrifa um þetta svona, en það var ekki hægt að mis- skilja fólkið . — Hvernig ætli slökkvi- starfið hafi gengið? — Eftir því sem mér skild- ist voru 5—7000 manns við slökkvistarfið auk 2000 kanadiskra hermanna. Þeir gátu ekkert gert annað en reyna að einangra eldinn. Nokkrir fórust, eitthvað inn- an við tíu menn. En blöðin rómuðu mjög frammistöðu slökkviliðsins. Forsætisráð- herrann hafði lýst yfir neyð- arástandi í landinu svo að heimilt var að kalla út alla þá, sem gátu tekið þátt í slökkvistarfinu. Nú hefir sem sagt tékizt að einangra eld- inn, og hann breiðist yfirleitt ekki meira út, en brennir allt sem fyrir er á þeim svæðum, þar sem hann lifir. Er DC-6B hávaia- samari en fiotur? 2S Reykurinn og eldurinn breiðist út./ Eins og skýrt var frá á sínum tíma, voru gerðar sérstakar hávaðamælingar í sumar, er Caravelle þotan kom hingað til Reykjavík- ur. Notaði hún þá m.a. braut þá sem liggur til norðurs að miðbænum. — Eftir komu hennar voru gerðar mæhngar á hávaða frá þeim flugvélum sem ís- lenzku flugfélögin nota. I ljós kom, að DC-6B vélar íslenzku flugfélaganna valda mestum hávaða í flugtaki, en Caravelle og Viscount gefa frá sér minni hávaða. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar mælingar eru gerðar hér á landi, og var í því skyni not- aður mælir sem fenginn hafði verið að láni hjá ríkisútvarp- inu. Hann er frábrugðinn þeim mælum sem notaðir munu al- mennt við slíkar mælingar er- lendis, að því leyti, að hann mælir allt tíðnisviðið, en ekki hverja áttund fyrir sig, eins og venjulegt mun. Þetta tæki sýndi, eins og fyrr segir, að DC-6B vélarnar eru hávaðasamari en hinar tvær tegundirnar, Viscount og Cara- velle. Hins vegar er þess að geta, að þetta gefur ekki heild- arniðurstöðu um það hvort háv- aðinn frá D-6B er óþægilegri. Ef mæld er hver áttund fyrir sig, eins og gert hefur verið ytra,, kemur í Ijós, að sá. hávaði sem þoturnar gefa frá sér, mæl- ist aðallega á efstu áttundun- um. Af þessum orsökum eru þessar mælingar hér ekki sam- bærilegar við aðrar og þurfa því ekki að gefa rétta niður- stöðu, eins og áður segir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.