Vísir - 08.09.1961, Page 8
8
VÍSIR
Föstudagur 8. september 1961
Ritstiórar: Hersteinn Pólsson, ^unnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór-
ar: Sverrir Þórðarson. Þorsteinn Ó Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45.00 á mónuði — I lausasölu krónur
3.00 eintakið. Sími 1 1660 (5 línur) — Félags-
prentsmiðjan h.f./ Steindórsprent h.f.# Edda h.f.
Skattarnir lækkaðir.
1 grein sinni hér í blaðinu í fyrradag gat Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra þess að jafnhliða endur-
skoðun tollamála hefði farið fram að undanförnu
gagnger endurskoðun á skatta- og útsvarslögunum.
I ráði er að framkvæmdar verði ýmsar breytingar á
skattalögunum, er varða atvinnufyrirtæki, þannig að
skattlagning komi ekki í veg fyrir eðlilega uppbygg-
ingu og þróun þeirra. Munu þessar fyrirhuguðu breyt-
ingar koma til meðferðar Alþingis í næsta mánuði, er
þing kemur saman.
Hér er um síðari þátt þeirra endurbóta á skatta-
löggjöfinni að ræða, sem núverandi ríkisstjórn hefir
gengizt fyrir. I fyrra var sem kunnugt er framkvæmd
stórfelld lækkun á tekjuskatti og útsvari einstaklinga.
Var sú lækkun opinberra gjalda það mikil að meðal-
fjölskylda með 100 þús. kr. árslaun greiðir nú til
dæmis' ekkert í tekjuskatt, en greiddi áður á sjötta
þúsund krónur. Utsvar hennar hefir stórlækkað að
sama skapi. Og meðal fjölskylda með 1 20 þús. krónur
árslaun greiðir nú aðeins um fimmtán hundruð króna
tekjuskatt, en greiddi áður nær ellefu þúsund krónur.
Mörgum mun ekki hafa verið ljóst hve stórfelld skatta-
lækkun átti sér stað, en þessi dæmi, sem fengin eru frá
sjálfri Skattstofunni, sýna svart á hvítu að hér er um
verulegar upphæðir að ræða.
Margar ríkisstjórnir hafa rætt um það að nauðsyn-
legt væri að færa skattamálin í réttlátara horf, en þær
hafa látið sitja við orðin tóm. Það er fyrst sú ríkisstjórn
sem nú situr, er hefir framkvæmt áætlanirnar — og
með stórlækkun opinberra gjalda fært allri þjóðinni
verulegar kjarabætur.
Ungir Sjálfstæðismenn.
I kvöld koma ungir Sjálfstæðismenn saman á þing
á Akureyri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir lengi átt því láni að
fagna að hin nýja kynslóð, sem upp vex í landinu hefir
skipað sér í raðir hans. Þar er að finna meginskýring-
una á því að hann er lang stærsti og áhrifamesti stjórn-
málaflokkur landsins. En það er heldur engin tilviljun
að æska þessa lands hefir fjölmennt undir fána Sjálf-
stæðisflokksins. Þar kemur til sú víðsýni og það frjáls-
lyndi, sem Sjálfstæðisflokknum er eiginlegt. Þar geta
ungir sem aldmr unnið að sameiginlegum verkefnum,
hvort sem þeir búa til sveita eða við sjó. Þar berst stétt
með stétt fyrir hagsmunamálum lands og þjóðar.
Það er eðlilegt að ungir menn marki stefnuna að
miklu leyti og svo mun verða um ályktanir þessa þings
ungra Sjálfstæðismanna. Framundan eru mikilsverðar
ákvarðanir í efnahags- og utanríkismálum. Þeim fram-
tíðar verkefnum munu ungir Sjálfstæðismenn reynast
vaxnir og vinna heilhuga að hag lands og þjóðar á
komandi árum.
■.V
Erikson á sundi yfir Michigan-vatn. Seinasta spölinn sótti svefninn á hann. —
Mesta
Það er talið mikið þrek-
virki fyrir sundmenn að
komast yfir Ermarsund. —
Fræknasi þolsundmaður ís-
lendinga fram til þessa, Eyj-
ólfur Jónsson, hefir gert
nokkrar tilraunir til að kom-
ast yfir, en þær hafíp aIlfl!Pí¥
mistekizt. Að miklu leyti
hefir þetta verið því að
kenna, að Eyjólfur hefir
ekki haft fjárráð til að ráða
hina hæfustu fylgdarmenn,
einhvern þeirra fáu báta-
formanna í Dover, sem bezt
þekkja sjólag og strauma
þarna. Að einhverju leyti er
þetta kannske því að kcnna,
að Eyjólfur er ekki nógu
hraðsyndur. Það skiptir t. d.
feikilega miklu máli að
komast nógu fljótt út frá
frönsku ströndinni áður en
aðfallið utan af Atlantshafi
kemur. Listin við að komast
yfir Ermarsund er þannig
fyrst og fremst í því fólgin,
að kunna að nota sér sjávar-
föllin. Kunni sundmaðurinn
eða fylgdarmaður hans á þau
geta þeir notað þau líkt og
seglbátur notar vindinn og
látið þau skila scr upp að
strönd Englands.
Erfiðar sundraunir.
Sundið yfir Ermarsund er
heimsfrægt, en víða annars
staðar í heiminum eru háð
löng og erfið þolsund, sum
þeirra miklu erfiðari en það.
T. d. eru háðar langar sund-
keppnir niður Nílarfljót, og
niður Missisippi, yfir St.
Lawrence flóa, yfir La Plata
flóa í S.-Ameríku og á fjölda
annarra staða.
^yrir nokkru var þó unnið
sundafrek, sem lengi verður
í minnum haft. Það er ein
hin allra mesta þraut á þessu
sviði sem vitað er um. Var
það að synda yfir Michigan-
vatn frá Chicago og þvert
yfir vatnið. Leið þessi er
hvoþki meira né minna en
58 km og þar er ekki um að
ræða að notfæra sér á neinn
hátt sjávarföllin.
100 dollarar fyrir míluna.
Ríkur Chicagóbúi hét
fyrir nokkrum árum hverj-
um þeim manni háum verð-
launum, sem gæti unnið það
afrek að synda yfir vatnið á
þessun. stað. Verðlaunin
skyldu vera 100 dollarar
fyrir hverja mílu eða 3.675
dollarar.
Það vantar ekki, að marg-
ir ' afa reynt þetta sund, en
jafnan hafa þeir gefizt upp
við það. Er þessu nú líkt far-
ið og með sund yfir Ermar-
sund, að haldin er árleg
keppni seint í ágústmánuði,
þegar vatnið er hlýjast.
í ár tóku sex þátt í keppn-
inni, þrír karlmenn og þrjár
konur. Var lagt af stað árla
morguns. Eini atvinnusund-
maðurinr. var 24 ára kona,
Mary Margaret Revell, en
ekki tókst betur hjá henni
en svo að hún varð að gef-
astu upp eftir fjórar mílur
vegna kuldakrampa.
36 klst. á sundi.
Hitt sundfólkið þoldi leng-
ur, tvö gáfust loks upp eftir
26 og 29 mílur. Sá síðasi, sem
lengst þraukaði og hafði það
loks yfir var 33 ára Banda-
ríkjamaður af sænskum ætt-
um, Ted Erikson að nafni.
Þykir hann hafa unnið
geysilegt afrek, svo að varla
mun nokkurt sund standast
samanburð við það. Hann
synti alla 58 kílómetrana, en
það tók hann hvorki meira
né minna en 36 klst. og 37
minútur. Er þetta alveg ó-
trúleg þolraun. Má geta
nærri, að sundmanninum
hafi þótt síðustu klukku-
stundirnar lengi að líða, þeg-
ar svefninn sótti á hann.
Léttist um 8 kg.
Til dæmis um áreynsluna
má geta þess, að Erikson
léttist um 8 kg, en það sak-
aði ekki svo mjög, því að
hann vó 100 kg. fyrir Áður
en hann lagði af stað í sund-
ið hafði hann æft sig í heilt
ár. Hann hafði hætt að
reykja og drekka. Upphaf-
lega hafði hann verið 80 kg,
en hafði þyngzt um 20 kg.
Er það mjög þýðingarmikið,
vegna þess að líkamsfita
skýlir manni fyrir kulda
vatnsins, gerir menn léttari í
sjónum og gefur manni nær-
ingarbirgðir.
Þegar Erikson var stiginn
á land var hann mjög mátt-
farinn. Fyrst þurfti hann að
fara í bað til að ná af sér ull-
arfitunni, sem sundmenn
bera á sig. Síðan lagðist
hann til svefns og svaf í tvo
sólarhringa samfleytt.
.V.V.V.V.'.WAW.V