Vísir - 08.09.1961, Síða 9

Vísir - 08.09.1961, Síða 9
Föstudagur 8. september 1961 VlSIB 9 Unnið í verkfalli. Þegar þetta er ritað Kefur sáttasemjari ríkis- ins nýlega boðað sátta- fund í verkfræðinga- vinnudeilunni. Þá voru liðnar fáeinar vikur síð- an síðasti fundur hafði verið haldinn. Það er ekki vitað hver verður niðurstaða fundar- ins og sennilega verður hún orðin heyrinkunn áður en þessi skrif birtast, ef um ein- hverja niðurstöðu verður þá að ræða. En úr því að verk- fallið hefur nú staðið svo langan tíma, og lítið um verkfræðinga heyrist þá er er varla úr vegi að reyna að komast að því hvað þessi bráðnauðsynlega stétt hefur með höndum ef hún hefur þá ekki alveg haldið þeim að sér. Svo er nú ekki. Það verð- ur strax ljóst af viðtali við Hinrik Guðmundsson fram- kvæmdastjóra Verkfræðinga félagsins. Hann tjáði frétta- nianni Vísis að nú ynnu 20% allra verkfræðinga eftir sér- stökum ráðningarskilmálum. Skilmálarnir. eru byggðir á kröfum verkfræðinganna sjálfra. — Hvaða fyrirtæki eru það einkum, sem ráðið hafa verkfræðingana upp á þessi kjör? — Það eru verkfræðinga- fyrirtæki í einkaeign. Opin- berar verkfræðiskrifstofur hafa engan ráðið. — Hvað hafa þessir verk- fræðingar í laun? — Eins og við gerum kröfu til með verkfallinu. Byrjun- arlaun eru 9 þúsund krón- ur á mánuði, en þeir sem hafa starfað í 13 ár fá 17 þúsund. Það eru hámarks- laun, samkvæmt gjaidskrá. — Hvað gera hinir, sem ekki vinna upp á ráðningar- skilmálana? — Sumir vinna heima- vinnu í sinni grein fyrir þá, sem verkfailið beinist ekki gegn. En svo eru þeir annars að margvíslegum störfum. Nokkrir hafa farið til sjós, einn vinnur við rafvirkjun, annar við bókhald og svo eru margir í húsbygeineum fyrir sjálfa sig og aðra. — Eru margir farnir utan? — Ég veit um sjö. Þeir fóru um það bil er verkfallið hófst. Og það er ofarlega í mörgum að fara, vegna þess að þeir eru óánægðir með kjörin og svo finnst þeim ó- tækt að sitja hér í aðgerðar- leysi. þetta sagði Hinrik Guð- mundsson. Þá var að finna einn vinnandi og varð fyrir valinu Gunnar Sigurðs- son, sem hefur unnið hjá byggingarfulltrúa Reykja- víkurbæjar. Gunnar ' var önnum kafinn við að teikna miðstöðvarkerfi, þegar fréttamaðurinn birtist. — Þetta er nú hálfgert fjölskyldufyrirtæki, sagði hann og brosti. Ég er að vinna þetta fyrir einn úr fjölskyldunni. — Þú mátt gera þetta? — Já, okkur er leyfilegt að vinna, eins og við gerðum í aukavinnunni. Hinrik Guðmundsson. — Var mikil aukavinna með fastavinnunni? — Já, við lifðum á henni. — Er þá ekki allt í lagi úr því nóg er að gera? — Það má segja það. En á það er að líta, að þegar við þurfum að vinna svona mikla aukavinnu, þá höfum við ekki tíma til að halda okkur við í faginu, kynnast nýjungum o. s. frv. Svo hlýt- ur það alltaf að koma niður á vinnuveitandanum, ef við getum ekki gefið okkur alla að þeim verkefnum, sem þar liggja fyrir okkur. Við unn- um flest kvöld og helgar, svo að tími var lítill aflögu og hugurinn dreifðist milli aukaverkefna og aðalverk- efna. — Hvað gerið þið ef þið fáið ekki kauphækkun? — Margir fara eflaust til útlanda, einkum þeir yngri. — Ert þú að hugsa um að fara út? ,— Ég hef ekki velt því al- varlega fyrir mér. Nú en ef Gunnar Sigurðsson við vinnuborð á heimili sínu. þetta verkfall stendur langan tíma, þá er aldrei að vita hvað ég geri. Fyrr í viðtalinu lýsti Gunnar þeirri skoðun sinni að launajöfnuður á íslandi væri of mikill. Hann kvað þetta reyndar skoðun margra annarra. Því til sönnunar sagði Gunnar að búið væri að reikna út ævilaun verk- fræðinga, en þá er tekið til- lit til námstíma og kostnað- ar o. s. frv. og sú niðurstaða er ekki hagstæð fyrir okkur frekar en aðra háskólaborg- ara. Þegar fréttamaðurinn spurði Hinrik Guðmundsson um þetta atriði sagði hann: — Ég reiknaði þetta út á sínum tíma og þá kom í ljós, að ævilaun verkfr. voru lægri en verkamanna. Þeg- ar verkfræðingar voru að byrja störf, höfðu margir verkamenn, sem byrjuðu vinnu strax eftir að skóla- skyldu var lokið, komið sér upp eigin húsnæði. Þá var verkfræðingurinn með stóra skuldabagga á bakinu. Enda þótt hann fengi svo hærri mánaðarlaun, en verkamað- urinn eftir þetta, þá verður að hafa í huga um leið, að það er ekki sama hvenær mönnum fara að berast pen- ingar upp í hendurnar. Svona er þetta enn þann dag í dag, og á raunar við alla háskólaborgara. komin. Ragnar Guðlaugsson veit- ingamaður, sem hefir haft um- sjón með rekstri Valhallar und- anfarin ár, sagði við fréttamann Vísis í morgun, að hann hafði mikinn áhuga á að fá að byggja fullkomið gisti- og veitingahús að ÞingvöIIum, en leyfi til þess hefði ekki enn fengizt. í tilefni af fregn um að gest- ir í Valhöll hefðu stigið niður úr gólfinu í veitingasalnum þar í sumar, snéri fréttamaður Vísis sér til Ragnars Guðlaugssonar veitingamanns, sem hefir haft á höndum rekstur „gisti- og veitingahúss“ þar síðan 1944. Ragnar sagði það rétt vera, að gólfið væri ónýtt, — og hefði verið allt frá fyrstu tíð. Ýmislegt annað — raunar flest annað — væri ónýtt eða lélegt þar í sambandi við húsið, enda væri það orðinn hreinasti forn- gripur. Mikill hluti gistihússins hefði þegar veriðorðinn gamall árið 1930, þegar það var flutt frá þeim stað, er það var á áð- ur, rétt við vegamótin þar sem vegirnir kvíslast í norður og suður þegar komið er niður í Almannagjá. Um sama leyti var núverandi veitingasalur byggður, og átti þá aðeins að vera til bráðabirgða yfir Al- þingishátíðina, og eru undir- stöður allar lélegar úr hófi. Síð- an hefir verið klastrað upp á húsið þegar „gestir hafa dottið niður um gólfið* og reynt að halda í horfinu, en tilgangslaust að bæta við þessa gömlu hjalla eða kosta upp á dýrar endur- bætur, því eins og áður er sagt, er þetta „aðeins bráðabirgða- bygging“, þótt hún sé nú orðin rúmlega 30 ára. Eldri hluti gistihússis er þó töluvert eldri, því hann var þegar gamall, þegar Jón heit- inn Guðmundsson á Brúsastöð- um flutti hann 1930. Einangrun er þar t. d. svo ábótavant að í hráslagaveðri „vaknar maður um fjögurleytið“ að nóttu ef slökkt er á Ijósavélinni kl. 1. Þar eru rúmin einnig úr hófi stutt og allur aðbúnaður hinn frumlegasti. Eitthvað á þessa leið fórust Ragnari orð í morgun. Hann hefir, eins og áður er sagt, fyrir löngú síðan farið fram á að fá að byggja þarna fullkomið hús, en svar hefir ekki fengizt ennþá. Neyðarsenditæki í vasa. Þið ættuð að benda á það, að f í her á landi eru til sjalfvirk i neyðarsenditæki, sem henta munu vel í gúmbátum, sagði \ Kristján Júlíusson, yfirloft- skeytamaður hjá Landhelgis- gæzlunni í símtali við blaðið í gær. Það kom fram í sam- tali við Lárus Þorsteinsson skip- herra, að nauðsynlegt sé að búa gúmbj örgunarbát na út með neyðarsendi. Það er Friðrik Jónsson út- varpsvirki, sem umboð hefur fyrir slík tæki, en þau eru ensk og heita SARA. í símtali við Friðrik Jónsson í morgun, kvað hann þessi tæki vera mjög að ryðja sér til rúms. Það fer ekki meira fyrir þeim en svo, að hægt er að hafa þau í vasan- um. Þau geta dregið óraleiðir og senda sjálfkrafa í 24 klukku- stundir látlaust, eftir að kippt hefur verið í takka og opnað fyrir sendinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.