Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 6
V1SIR Laugardagur 23. sept. 1961. Sjö nýjar bækur frá Leiftri y nýkomnar út. Nú haustar að og nýju bækumar fara að koma á markaðinn. Frá Leiftri h.f. eru nýkomnar í bókabúðim- ar 7 bækur, ný saga eftir Guðrúnu frá Lundi, skáld- konuna skagfirzku, sem á stöðugt við almennar vinsæld- ir að búa, en hinar eru bamabækur. Hefur Leiftur gefið út mikið af bamabók- um á undangengnum árum og hefur tekist vel til um val þeirra, vinsældir þeirra mikl- ar meðal hinna ungu lesenda og fleiri. Stýfðar f jaðrir. Helgi Kon- ráðsson skrifar fróðlegan og athyglisverðan formála um höfund þessarar nýju sögu og ritstörf hennar. Hann byrjar á því að minnast fyrstu bókarinnar hennar, Dalalífs, sem kom út fyrir jólin 1946, og varð mikið les- in — varð metsölubók. Marg- ir héldu að Guðrún frá Lundi væri dulnefni. Fæstir vissu, að hún væri frá Lundi í Fljót- um. Hún hafði þá flutzt til Sauðárkróks. „Margir þekktu hana naumast í sjón. Hún var hlédræg og fremur fálát... Nú stóð þessi fátæka kona allt í einu ským ljósi frammi fyrir alþjóð. Þetta var líkast ævintýri“. Og ævintýrið hélt áfram að gerast — hver bókin rak aðra og þeim var vel tekið og að verðleikum. 1 formála er rétti lega á það bent, að þótt Guð- rún hafi sætt gagnrýni og verið borin saman við aðra höfunda, þoli hún enn betur samanburðinn ,,séu aðstæður hennar og lífsskilyrði borin saman við menntaferil og tæknilega þjálfun annarra rithöfunda". — Útgáfa Stýfðra fjaðra er vel vönduð í alla staði. Hún er 240 bls. í stóru broti. Hanna og hvíta kanínan. Hönnu-bækurnar svonefndu eftir Brittu Munk, eiga mikl- um vinsældum að fagna með- al ungra stúlkna og fleiri. Út em komnar hvorki fleiri né færri en 12 að þessari með- talinni og á næsta ári er von á þeirri þrettándu, sem nefn- ist Hanna I París. — Þessi nýja Hönnu-bók er rúmar 100 bls. Sagan er þýdd af Knúti Kristinssyni og verður vafalaust vinsælar sem allar hinar. Kim og dularfulla húsið. Kim-bækumar svonefndu eru einkum vinsælar meðal drengja, en vafalaust lesnar af stúlkunum líká. Allar era þessar sögur viðburðarikar og sneitt hjá því, sem ljótt er. 1 þessari sögu em drengirnir þrír, Kata, sem eru aðalper- sónur sögunnar, að aðstoða lögregluna — koma í veg fyr- ir óhappaverk og verða í sögulok „hetjur dagsins". — Bókin er 104 bls. Höfundur er Jens K. Holm. Græna vítið. Áður eru komnar 4 bækur í þessum flokki (Bob Moran- bækumar). — Þetta er spenn andi drengjabók um afreks- verk hetjunnar Bobs Morans. Höfundur Henri Vernes. Er 112 bls. Fríða, Iíútur og Kata í heimsókn hjá ömmu. Höfundur þessarar hugð- næmu bamabókar er Mari- anne Kaindi. Þýðandi Gunn- ar Sigurjónsson. — 76 bls. Matta-Maja í Menntaskóla. Þessi saga er í flokki „Möttu-Maju-bókanna“, hin áttunda í röðinni, en hin 9. er Matta-Maja verður stúdent. Á næsta ári eiga að koma tvær til viðbótar. Hér er sagt frá stallsystrunum Möttu og Mæju og Lóló, sem standa saman í blíðu og stríðu, leika báðar í kvikmjmd, æfa sig í íþróttum og lenda í mörgum spennandi ævintýrum. Kóbínson. Síðast en sannarlega ekki sízt er svo Róbínson. Krúsó, eftir Daniel Defore, í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Nú sem ávallt fyrr munu all- ir, ungir sem gamlir, lesa hana sér til óblandinnar á- nægju. Allar em bækur í bandi og hlífðarkápur litprentaðar. Símstöðvarstjórar ræða hags- munamál á fundi. FÉLAG símstöðvastjóra, sem er deild í Fél. ísl. síma- manna, hélt sinn árlega fund á Blönduósi, dagana 25. og 26. ágúst s. 1. Deildin, sem nær yfir allt land, heldur fundi sína til skiptis á hinum ýmsu stöðvum út um land. Að þessu sinni varð Blönduós fyr ir valinu, enda var þetta 20 ára afmælisfundur og hafði fyrsti fundur verið haldinn á þessum sama stað. í fyrstu vom samtök þessi sjálfstæð- ur félagsskapur, en með ná- inni samvinnu við Fél. ísl. símamanna. En fyrir 5 árum sameinaðist það aðalfélaginu og starfar nú sem deild í því. Fyrstu stjóm félagsins skip- uðu Karl Helgason á Blöndu- ósi, Hjálmar Halldórsson á Hólmavík og Þorkell Teitsson í Borgamesi. Núverandi stjóm skipa Jón Tómásson í Keflavík, Karl Helgason á Akranesi og Sigríður Páls- dóttir í Hveragerði. Á fund- inum mætti nær helmingur félagsmanna sem eru yfir 40 og má það teljast sérlega góð fundarsókn, miðað við hina dreifðu aðstöðu. Form. FlS, Sæmundur Símonarson í Rvík mætti á fundinum og gaf skýrslu um ýms mál, sem fé- lagið vinnur að fyrir deild- ina. Félagsdeildin hefur ætíð unnið bæði að hagsmunamál- um félagsmanna og einnig að bættum kjörum starfsfólks þessara stöðva. Ennfremur hefur hún látið sig varða skipulagsmál stofnunarinnar og sett fram sín sjónarmið á ýmsu er snert hefur rekst- ur hennar. Fundurinn gerði samþykkt ir um ýms mál, m. a. þessi: Fundurinn fagnar þeim stórhug sem lýsir sér í hinni yfirgripsmiklu framkvæmda- áætlun póst- og símamála- stjórnar, sem nú hefur ver- ið samin og þakkar þeim að- ilum er að henni hafa unnið. Félagið mun með samtökum sínum veita þessu' ‘störmáli stuðning sinn, eftir því sem unnt er, svo að áætlun þessi takist. Fundurinn lítur svo á, að til þess að opinber rekstur geti innt af hendi þá þjónustu sem honum er ætlað, þurfi hann að geta orðið sam- keppnisfær um beztu starfs- krafta við einkareksturinn. Því séu launamál starfsm. ríkisins ekki leyst með því einu að hækka laun þeirra um 13,8% svo langt sem þeir hafa dregist aftur úr, miðað við aðrar stéttir þjóðfélags- ins. Fundurinn telur núver- andi launalög algjörlega óvið- unandi og þar gæti einnig hins mesta ósamræmis. Sé því aðkallandi að taka þau nú þegar til endurskoðunar, þar sem fyllsta tillit sé tekið til hinna mismunandi ábyrgðar- starfa. Það verður að teljast óeðlilegt að ýmsar stofnanir í landinu, sem á beinan eða ó- beinan hátt heyra undir rík- isrekstur, eða njóta sérstakra fríðinda af opinberri hálfu, samræmi ekki launagreiðslur og rekstur hliðstætt því, sem ?ildir hjá opinberum aðilum. Telur fundurinn því eðlilegt að t. d. Hagstofa íslands safnaði launaskýrslum allra ríkisstofnana, með það fyrir augum að vinna úr þeim til launasamræmingar. Fundurinn leggur áherzlu á að stjórn B.S.R.B. beiti sér fyrir því, að viðurkenndur verði á næsta Alþingi samn- ingsréttur allra opinberra starfsmanna. Út af skrifum eins dagblað anna í Reykjavík á s. 1. vetri, samþykkti fundurinn svo- hljóðandi ályktun: Fundur símstöðvarstjóra á 1. fl. B. stöðvum vill enn á ný og að gefnu tilefni, víta harðlega þá blaðamennsku, sem enn hefur verið viðhöfð gagnvarst starfsmönnum þessarar stofnunar og fram kom í grein Alþýðublaðsins 10. marz s. 1. undir fyrirsögn- inni: Frumlegur fjárdráttur. Þar sem rakalausar dylgjur eru viðhafðar og sýnilega ein- ungis sem æsiefni á hinn til- litslausasta hátt. Það er lág- markskrafa til ritstjórna ís- lenzkra blaða, að þær kynni sér málin áður en slíkar frétt- ir eru birtar. Meira herlið til V-Berlínar. Lyndon B. Johnson vara- forseti Bandaríkjanna hefur stungið upp á, að Harold Macmillan og De Gaulle fari til Vestur-Berlínar, til þess að sannfæra íbúa borgarinnar enn betur um samhug og stuðning Vesturveldanna. Hann hefur einnig stungið upp á, að Bandaríkin sendi meira af herliði og skrið- drekum til Vestur-Berlínar, ef austur-þýzk stjórnanöld skyldu grípa til nýrra örvænt ingarráðstafana. V-þýzkar kjarnorku- sprengjur? Morgunblaðið AI Ahram i Kaíró er ekki í neinum vafa um hvers vegna Krúsév byrj aði kjamorkusprengingar á ný fyrir skemmstu. Blaðið segir orsökina þá, að í Vestur-Þýzkalandi séu menn komnir vel á veg með að framleiða kjamorku- sprengjur og muni hafa þær tilbúnar innan eins árs. Frá þessu er sagt í grein, sem undirrituð er af aðalritstjór- anum, Mohammed Hassanein Heikal, sem sat ráðstefnu hlutlausra þjóða í Belgrad. • Efnt verður til almennra þing- kosninga á Indlandi — hinna þriðju, síðan Indverjar urðu sjálfstæðir — og munu þær fara fram 23. febrúar til 1. marz n. k. Aftökur á Kúbu. Fimm Kúbumenn vom teknir af lífi fyrir skömmu. Þeir höfðu tekið þátt í inn- rásinni misheppnuðu 17. apríl. Einn þeirra, Ramon Calvino Inzua, var liðsforingi í Havanalögreglunni, þegar Batista var við völd, og var hann einnig sakaður um morð og pyndingar á föngum á þeim tíma. Bezt °ð ódýrast að auglýsa í VðSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.