Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. sept. 1961 VÍSIR 7 slandi! Jagúar nefnist bíll, enskrar ættar. Er hann með vönd- uðustu og hraðskreiðustu bílum sem Bretar framleiða. Sökum þess hve mikið er í hann borið og bifreiðin er einnig með fyrsta flokks vél, þá er verð hans mjög hátt. Er Jagúarinn með dýrustu bílum sem brczkar bifreiða- verksmiðjur búa til, þótt ekki jafnist hann alveg á við Rolls Royce eða Bentley. Helzt eru það auðmenn sem aka í Jagúar í Bretlandi, iðjuhöldar, stjórnarformenn risafyrirtækjanna og aðrir stórkapítalistar. Er það oft- ast fyrirtækið, sem borgar bílinn og úthald hans; ein- staklingar hafa varla efni á því. Þykir þar öruggt merki um að sá maður er vellauð- ugur, sem í Jagúar ekur. Jagúarinn er með betri út- flutningsbifreiðum Breta, og hefir skapað þeim allmikl- ar dollaratekjur, einkum í Bandaríkjunum, en þar eru Evrópubílar tiltölulega ó- dýrir sökum gengismunarins. Á Norðurlöndum sést Jagúar hinsvegar varla á götunum, því að þar eru ekki margir, Finnbogi Rútur Valdimarsson. sem hafa efni á því að eign- ast hann og reka. Auk þess er hér um raunverulegan sportbíl að ræða, sem aka má mjög hratt, en í því er einn höfuðkostur hans fólg- inn og gerir sá hann mjög eftirsóknarverðan í löndum Kona er ritstjóri. f sambandi við komu foresta íslands til Winnipeg, höfuð- borgar Vestur-íslendinga var gefið út vandað hátíðarblað af Lögbergi-Heimskringlu. Blaðið er 16 síður prentað á góðan pappír og í bláum lit. Ingibjörg Jónsson ritstjóri. Á forsíðu þess eru myndir af forsetahjónunum og kvæði sem néfnist „Hugsað til Ásgeirs forseta“, eftir Einar P. Jónsson fyrrum ritstjóra blaðsi.ns. Fréttamaður Vísis leit inn á ritstjórnárskrifstofu Lögbcrgs- Heimskringlu af þessu tilefni og hitti þar ritstjóra blaðsins, en það er kona, Ingibjörg Jóns- son, ekkja fyrrverandi ritstjóra blaðsins Einars P. Jónssonar. Er hún dóttir Vilhjálms Sigur- geirssonar. Er fréttamaðurinn kom inn sat Inibjörg þarna og var að ljúka við að senda nokkur ein- tök af hátíðarblaðinu til fylgd- arliðs forsetans. Hún skýrði frá því, að það hefði tekið nokkrar vikur að undirbúa hátíðarblaðið. Kvaðst hún hafa fengið ýmsa kunna landa til að • skrifa greinar í blaðið og þeir brugðizt vel við því. Síðan kvaðst hún hafa endurprentað grein og ræðu eft- ir forsetann. Tilangur blaðsins er að kynna íslendingum hér málefni gamla landsins. Meðal annars efnis í hátíða- blaðinu er bréf frá John Diefen- baker forsætisráðherra. For- sætisráðherra Manitoba skrifar grein um forsetann og vináttu- tengsl íslands og Kanada. Með- al íslendinga, sem skrifað hafa í blaðið má nefna dr. Rikharð Beck, Valdimar Björnsson, Björn Björnsson, Steindór Stein dórsson og próf. Harald Bessa- son. þar sem koma má viðhröðum akstri á löngum vegalengd- um. Hinsvegar nýtast kostir slíkra bíla miður í litlu og þéttbýlu landi eins og Dan- mörku. Auk þess er hann mjög lágur og þarf því mjög góða vegi, malbikaða, til þess að kostir hans nýtist.- pyrir alla þá, sem áhuga hafa á bílum hafa nú þau gleðilegu tíðindi gerzt, að einn íslendigur hefir ráðizt í 'það að fá sér Jagúar-bifreið, sem nýkomin er til landsins. Er það Finnbogi Rútur Valdi- marsson bankastjóri og þing- maður Sameiningarflokks al- þýðu Sósíalistaflokksins í Jaguar Finnboga — byggður fyrir 225 km. hraða. Reykjaneskjördæmi. Aflaði Finnbogi sér kjörgrips þessa fyrir skömmu og ber hann númerið Y—894. Jagúar Finnboga er rjómagulur að lit og allur hinn glæsilegasti. Tekur hann fimm í saéti og mun hafa kostað nær fjögur hundruð þúsund krónur. Segja má, að aðeins einn hængur sé á að aka Jagúar- bíl hér á landi. Hann er byggður fyrir 225 km. hraða og er það langstærsti kostur, en leyfilegur hámarkshraði á íslenzkum þjóðvegum er 70 km. — og aðeins 35 km. í bæjunum, eins og Kópavogi og Reykjavík. B.F.O. efnir til góðaksturs keppni í bænum. 'í Beverley Hills, Kaliforníu, var stolið nýlega 4 málverk- um að verðmæti 670 þúsund dollara. Þjófurinn knúði dyra með blómvönd í hendi, cr aðeins ein þerna var heima. Henni ógnaði hann með skammbyssu, er hann hafði falið milli blómanna og læsti stúlkuna svo inni í skáp, hirti málverkin og ók burt. FORRÁÐAMENN bindindisfél ags ökumanna ræddu við blaða menn í gær, um ýmis áform er félagíð hefur á prjónum, m. a. góðaksturskeppni, sem það hef ur ákveðið að taka upp á ný, | en þeir hafa legið niðri síðan ' 1956. Góðakstur sá, sem nú verður haldinn um n.k. mánaða mót, verður sennilega að ýmsu leyti sá stærsti og fjölbreyttasti sem félagið hefur enn haldið. Akstur þessi verður þó að mfestu leyti innanbæjart aðeins ekið stutt austur fyrir bæinn. Akstursleiðin heldur styttri en áður, eða ca. 26 km. Hinsvegar verða ökuraunir margar og sumar hafa ekki verið notaðar Háhýsin tízku- fyrirbrigði. Flestar umsóknir um lóðir eru nú fyrir eins—tveggja eða þriggja hæða hús, og er eftir- spurn eftir lóðum undir háhýsi farin að minnka töluvert, skv. upplýsingum, er Vísir hefur fengið hjá skrifstofu bæjar- verkfræðings. Umsóknir um lóðir eru fjöl- margar, en þær hafa ekki verið endurnýjaðar síðan úthlutað var síðast, og því ekki að marka fjöldann. Nú eru til lóðir undir há- hýsi, sem enginn virðist hafa áhuga á, en náesta úthlutun undir minni hús fer ekki fram á næstunni, en það verður sennilega í hverfinu fyrir aust- an Sjómannaskólann, — fram- hald af Bólstaðarhlíð og Há- teigsvegi. hér áður. Þungmiðjan er þó sjálfur innanbæjaraksturinn. Mest 30 bílar geta komizt að. Öllum er heimilt að keppa, er ökuleyfi hafa. í góðaksturs- nefnd eru m.a. þeir Sigurður E. Ágústsson, umferðarlög- regluþjónn og Gestur Ólafs- son, bifreiðaeftirlitsmaður. Tímaritið Umferð. Umferð er nú að koma út, 2. tbl. þessa árs, með breyttri for síðu og nokkuð breyttu efni. Er megin áherzla nú lögð á kynn- ingu nýrra bílagerða, tækni- nýjungar, fréttir o.þ.h. Er ætl- unin að gera blaðið að bíla- og tækniblaði. Bílakvöld og aukið almcnnt félagslíf. Sambandsstjórn BFÖ hefur nú gert umfangsmikla starfs- áætlun næstu ára. M.a. er a- kveðið að koma alm. félags- starfi í annað horf en verið hef ur, fræðslukvöld, skemmti- kvöld, spilakvöld, auknar kvik- myndasýningar, „bílakvöld", „ferðakvöld“ m.m, Mun fyrsta bílakvöldið með Volkswagen- umboðinu, verða haldið innan mjög skamms tíma og er öllum heimill aðgangur. Kvikmyndir. BFÖ hefur gert nokkuð að því hér til að sýna kvikmyndir á fundum, en ekki mikið, enda litlu að velja úr. Nú er þó að verða breyting á þessu, þar eð í undirbúningi er, að trygginga félagið Ábyrgð hf. geti eignazt úrval kvikmynda, sem Ansvar í Svíþjóð hefur látið gera. Er hin fyrsta „Promillen“ þegar á leiðinni til landsins. Munu, er til kemur, kvikmyndir þessar verða lánaðar BFÖ og öðrum aðilum, sem þess óska. Útgáfa umferðarbókar. BFÖ hefur náð sambandi við sænska útgáfufélagið „Natur och Kultur“ um útgáfurétt að bók Áke Carnelid, rektors, „Mánniskan bakom Ratten“. Fjallar bók þessi um sálfræði leg vandamál umferðarinnar, sem sé hið mikla en hér til vanrækta spursmál: hvers- vegna skeði slysið, en ekki fyrst og fremst: hvernig skeði það. Bók þessi hefur vakið geysimikla athygli í Svíþjóð og víðar. BFÖ hefur ákveðið að leita samvinnu við Slysavarna félag íslands um útgáfuna. Enda þótt það mál sé ekki enn endanlega ákveðið af hálfu Slysavarnafélagsins. á þó BFÖ aðeins von á góðum undirtekt- um úr þeirri átt, Að lokum var þess getið að sambandsþing, hið 3. frá stofnun, verður háð hér ’í höfuðstaðnum 14. okt. Sitja alls- I herjarþingið Sendinefnd íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum er öll komin til New York, nema Sigurður Bjarnason ritstjóri. Thor Thors ambassador er formaður nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn þeir Krist- ján Albertsson rithöfuhdur, Hannes Kjartansson aðalræðis- maður, og Birgir Finnsson al- þingismaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.