Vísir - 25.09.1961, Síða 3
VÍSIR
J
Allar norrænu fegurðardísirnar með verðlaun, eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt í „Miss Norden“-
Kassarnir eru frá Sportveri, Álafossi og Belgjagerðinni, úlpa frá Belgjagerðinni og „anarakkur" frá
Álafossi.
keppninni. —
Sportveri og
Það ríkti mikil eftirvænt-
ing í sölum Hótel Borgar um
miðnætti á laugardagskvöld,
þegar tilkynnt var að nú
mundu úrslitin í fegurðar-
samkeppninni „Miss Nord-
en“ verða tilkynnt. Dísirnar
gengu allar fram og stilltu
sér upp við hl.jómsveitar-
pallinn. Einar Jónsson, sem
kynnti hina nýju fegurðar-
drottningu, gekk franf, tók
í hcndina á „Ungfrú Noreg-
ur“ og leiddi hana fram á
mitt dansgólfið. Þcssi stúlka
hafði verið kjörin „Ungfrú
Norðurlönd“ 1961. Fagnaðar-
læti áhorfenda glumdu í
salnum.
Fegurðardrottningin svar-
aði með fallegu brosi. Fagn-
aðarlætin mögnuðust enn.
I hanastélsboði í Naust-
inu á laugardag milli
kl. 16 og 18 hafði Einar Jóns-
son skyndilega birzt með
stórt umslag: „Hér eru úr-
slitin“, kallaði hann. Allir
áttu von á því að fá að heyra
stórfréttirnar, en Einar var
nú ekki á þeim buxunum.
Þau voru geymd innsigluð
hjá frú hans, þar til um
miðnætti. En þarna upphóf-
ust miklar umræður, hver
hafði hlotið titilinn, allt var
metið og vegið til að komast
að niðurstöðu, reynt að
„pumpa“ dómnefndina en
árangurslaust. Dómurinn
hafði verið kveðinn upp í
kóngabásnum á Nausti og
það voru allir í óvissunni
nema dómnefndin. En allir
voru mjög spenntir og eftir-
væntingarfullir, ekki sízt
fegurðardrottningarnar
sjálfar.
Þegar fegurðardrottningin hafði verið krýnd, gengu stúlkurnar í röð eftir sölum Hótel
Borgar og kynntu sig fyrir gestum hússins.
Fegurðardrottning íslands María Guðmundsdóttir (t.v. og
sænski þátttakandinn í keppninni, Inger Lundquist (t.h.)
óska Rigmor Trengreid til hamingju með sigurinn.