Vísir


Vísir - 25.09.1961, Qupperneq 8

Vísir - 25.09.1961, Qupperneq 8
VlSIR Mánudagur 25. september 1961 ö ÚTGEFANDI: BLADAÚ'GÁFAN VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram. ASstoSarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir ÞórSarson. Þorsteinn 6 Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegl 27. Auglýsingar og afgreiSsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 45.00 ó mónuSi — I lausasolu krónur 3.00 eintakiS. Sími I 1660 (5 llnur) — Félags- prentsmiSjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f. í sama fjölbýlishúsi. Þegar maður kemur frá stóru landi í lítið og af- skekkt ríki má vera að gesturinn haldi að óhætt sé að gefa yfirlýsingar, sem enga stoð eiga sér í veruleik- anum. Þannig fór skriffinninum Boris Polevoj og vin- um hans á blaðamannafundi með íslenzkum blaða- mönnum rétt fyrir helgina. Vísir rifjáði upp á laugar- daginn ummæli Polevoj þessa sem bandaríski rithöf- undurinn Howard Fast hafði eftir honum. Rússinn hafði tjáð að vini þeirra beggja, rússneskum rithöfundi einum liði vel og byggju þeir í sama fjölbýlishúsinu. Síðar komst Fast að því að hér sagði Polevoj ósatt. Rithöfundinn höfðu Rússar þá löngu tekið af lífi. Á fundinum með íslenzku blaðamönnunum sagði einn Rússinn, þegar hanri var spurður um rithöfund- inn Dudentzev: Hann hefir það ágætt. Við búum í sama f jölbýlishúsinu! Þetta getur þýtt að Dudentzev hafi þegar verið rutt úr vegi og þá væntanlega fyrir hinajágætu bók sína ,,Ekki af einu saman brauði. Vera má líka að Rússinn hafi í þetta sinn sagt satt: Dudentzev búi við beztu kjör. Það skiptir hér engu höfuðmáli. Hitt sýnir þessi saga, sem koma Rússanna hingað hefir gefið tilefni til þess að rifja upp, að í Rússlandi eru menn aflífaðir þegjandi og hljóðalaust fyrir það að rita bækur, sem ríkisvaldinu falla ekki í geð. Og ekki nóg með það. Menntaðir rithöfundar og blaðamenn víla það ekki fyrir sér að hilma yfir glæpinn og ljúga því umsvifalaust að erlendum kunningjum, að sá sem um ræðir búi við beztu heilsu í næstu íbúð, þótt hann sé löngu dysjaður í fjöldagröf kommúnista. Það er ekki slæmt hjartalagið hans Polevoj, vara- formannsins í íslenzk-rússneska félaginu í Moskvu. Gott er að eiga slíka drengskaparmenn að vinum fyrir einfalda smáþjóð sem okkur Islendinga. Erfiðleikarnir minnka. Greinargerðin um áhrif viðreisnarinnar hefir opnað augu margra fyrir því að efnahagsástandið hefir farið stórbatnandi, þrátt fyrir verkföll og annan mótbyr. Gjaldeyrisstaða landsins hefir færzt mjög í betra horf. Halli var jafnan á gjaldeyrisstöðinni en nú er hann loks horfinn. Sparifé er undirstaða fjárfestingar og verklegra framkvæmda. Það hefir stóraukizt í bönkum landsins eftir að ríkisstjórnin hækkaði vext- ina. Skattar voru stórlækkaðir og barnalífeyrir hækk- aður og þannig var þeim sem minnstar hafa tekjurnar veitt fjárhagsleg bót. Þrátt fyrir skattalækkunina voru fjárlög afgreidd greiðsluhallalaus. Flest ríki Evrópu hafa leyst sín efnahagsvandamál með hagfræðilegum ráðum. Þeim ráðum höfum við ekki viljað beita fyrr en nú, og árangurinn leynir sér ekki. Nauðungarflutningar | 1 Nýr þáttur hins mikla harmleiks á markalínu Austur- og Vestur- Berlínar er hafinn. Lög- reglumenn kommúnista- stjórnarinnar eru fam- ir að framkvæma útburð og nauðungarflutning fólks úr húsum þeim sem standa á markalín- gefið merki til nágrannanna sem bjuggu hinu megin við götuna í Vestur-Berlín. Voru því sóttir slökkviliðsmenn og stóðu þeir viðbúnir með segl til að taka á móti fólk- inu og gekk þetta vel. EyðusvæSi myndað. Það virðist vera ætlun kommúnista, að skapa al- gert eyðusvæði á um það bil 100 metra belti austan síðustu daga safnazt saman fyrir vestan múrvegginn til að horfa á hina hræðilegu nauðungarflutninga á fólki úr íbúðarhúsunum. Það er nú talið að um 80 flutninga- vagnar, — stórir, yfirbyggð- ir vörubílar hafi verið í notkun við þetta að imdan- förnu. Hefur það vakið reiði fólksins sem á horfir vestan megin. Það steytir hnefana 5 Flutningavagnar koma að. Vopnaðir lögreglumenn bera búslóð fólksins út, smala fólk- inu saman og svo er ekið brott. Myndin er tekin á mörkxun Austur- og Vestur-Berlínar. unni. Er ömurlegt að horfa á það, þegar hin- ir kommúnísku her- menn og lögreglumenn reka fjölskyldurnar kveinandi og grátandi út úr íbúðum sínum. Flutningabílarnir koma að og búslóðin er drifin upp á þá. Svo er öllu ekið brott, enginn veit hvert. Allar smugur notaðar. Ástæðan fyrir þessum flutningum er sú, að kommúnistunum hefur enn ekki tekizt að stöðva flótt- ann vestur á bóginn. Það hefur einkum verið nokkuð algengt að undanförnu, að fólk flýi gégnum þau hús, sem standa alveg á marka- línunni. Að vísu hafa komm- únistarnir múrað upp í glugga og dyr á neðstu hæð- um, en það hefur ekki nægt, flóttafólkið rennir sér í böndum niður ú r gluggum frá efri hæðum. Eina nóttina komst heil fjölskylda niður úr glugga á 3. hæð. Fólk þetta hafði við markalínuna. í þessum tilangi eru íbúðarhúsin miskunnarlaust rýmd og sum þeirra jafnvel rifin niður. Niðurrifssveitir kommúnista hafa t. d. verið að verki í garðhúsahverfi einu með- fram mörkunum í suður- hluta borgarinnar og hafa þær jafnað garðhúsin við jörðu, rifið niður tré og klippt burt runna. Samtímis þessu er mjög hert á umferðarbanni með- fram markalínunni. Hefur austur-þýzka 1 ögreglan nú ákveðnar skipanir um að skjóta hvern þann sem í ó- leyfi fer inn á eyðisvæðið. Ekki er vitað hve margir hafa verið skotnir á flótta á eyðusvæðinu, en víst er að þeir skipta nú þegar nokkr- um tugum. 80 flutningavagnar. íbúar Vestur-Berlínar hafa og kallar reiðiyrðum til hinna kommúnísku lög- reglumanna, og þeir þá stundum svarað með því að varpa táragasi og reyk- sprengjum vestur yfir marka línuna. Hjón aðskilin. Einn ömurlegasti at- burðurinn í sambandi við þessa nauðungarflutninga varð nú um helgina. Þá kast- aði kona sér af þriðju hæð út um glugga og kom niður á gangstéttina, sem tilheyrir Vestur-Berlín. Hún slasaðist mikið og var flutt á sjúkra- hús í borginni. Þó fór kann- ske verr fyrir eiginmanni hennar. Hann ætlaði að stökkva á eftir henni út um gluggann, ; en þá gripu sterkir armar í hann og drógu hann inn aftur. Lög- regla kommúnista hafði kom- ið inn í stofuna og hindraði flóttatilraunina á síðustu stundu. Þó að konan nái sér eftir siysið, mun áreiðanlega líða langur tími þangað til hún sér mann sinn aftur, ef það verður nokkru sinni framar. Þannig er eitt smá- atriði hins mikla harmleiks. rw^wwgTj^^vuwwwwwwj^ywwwuw^wwwyj ■wyywjwwwwwwwvwwwvwwwvwwwwwwi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.