Vísir


Vísir - 25.09.1961, Qupperneq 15

Vísir - 25.09.1961, Qupperneq 15
Mánudagur 25. sept. 1961 vrsiR 15 stutt. — Eigum við þá að fara, Erica? Þau fóru. Þau töluðu ekki orð sam- an í bílnum á heimleiðinni. Ó- veðrið byrjaði ekki fyrr en þau voru komin heim. Hann sneri sér að henni í forstof- unni og sagði: — Viltu koma inn í bóka- stofuna, ég þarf að segja dá- lítið við þig. Hann hélt dyrunum opnum fyrir henni. Erica fór inn og hneig niður í stól, því að í rauninni gat hún ekki staðið. — Kannske þú viljir segja mér nákvæmlega hvaða er- indi þú áttir til Dredu? — Nei. Bæði Eriea og Oliver urðu hissa á að svona einfalt svar var til. — En þú neyðist til að segja mér það, sagði hann og færði sig nær henni. — Dettur þér í hug að þú getir slett þér fram í mín einka- mál og neitað að gefa nokkra skýringu á því. — Er Dreda eitt af einka- málum þínum? Erica varð að láta gremjuna skína út úr röddinni, og nú kom svipur á hann. En hann jafnaði sig fljótt. — Ætlarðu þá að segja mér hvað þú gerðir hjá henni? Allt i einu missti Erica stjómina á sér. Hún spratt upp og hvessti augun á hann. — Nei, ég segi þér það ekki! Ég læt ekki hundsa mig svona og sneypa. Þú virð ist halda að þú hafir rétt til að rannsaka allar hugsanir mínar og gerðir, vegna þess að ég á heima undir þínu þaki. Þú sagðir forðum að faðir þinn reyndi að lifa lífi þínu fyrir þig. En þú ert tí- falt verri sjálfur . . . Hún þagnaði augnablik er hún sá undrunina og ömur- 'eikann sem breiddist yfir endlitið á honum. En nú hafði '•'stjórnleg gremja náð valdi á henni í fyrsta skipti á æv- ’nni, og hún gat ekki með nokkru móti stöðvað orða- clauminn, sem ruddist yfir arir hennar. — Þú ferð með mig eins og — eins og skepnu, sem á að bíða eftir því sem þér þókn ast í það skiptið. Ef þér þókn- ast að láta sem ég sé ekki til, þá verð ég að sætta mig við það. Og ef þér þóknast að kvelja mig þá verð ég að sætta mig við það líka. Þú byrjaðir með því að gera fyr- irlitlega verzlun hvað mig snerti — jú, ég veit að ég var svo heimsk að fallast á hana. Svo þetta er að nokkru leyti mér að kenna. En ég þoli ekki gremjuna sem þú lætur bitna á mér, ef ég held ekki hvert einasta smáatriði í þessum — verzlunarsamningi. Hún þagnaði aftur, fyrst og fremst til þess að draga andann. Hann var meira en forviða en vildi ekki gefast upp. — Og það var til þess að tala um allt þetta sem þú fórst til Dredu? sagði hann þurrlega, en. röddin var ekki örugg. — Nei, ekki var það. Eg fór til að biðja hana um að hætta að stela manninum mín um. Hver einasta kona mundi gera það sama gagnvart karl- mannatrylltri gálu, og reyna að afvopna hana. í — Erica! Fórstu til Dredu til að gera þetta? Prútta um mig eins og einhvern hlut í búð? SKYTTURIMAR ÞRJÁR 83 Mylady lék nú enn einu sinni vel hlutverk flóttakonunnar, að þessu sinni þóttist hún vera sann- trúuð kaþólsk kona, sem að ó- sekju hefði verið ofsótt af Richi- lieu kardínála. Príórinnan var ekki sérlega vinveitt kardínálan- um, — svo að hún sendi boð eftir annarri konu sem líkt var ástatt fyrir, og þó að þær hefðu 1 aldrei sézt fyrr varð Mylady það þegar ljóst, að hér stóð hún and- spænis frú Bonacieux. Veslings Konstansa hafði ekki getað trúað neinum fyrir áhyggj- um sínum i heilt misseri. Hún hafði verið lokuð hér inni allan tímann, og nú var hún glöð yfir að hitta konu, sem hún gat trú- að fyrir öllu. Hana/grunaði ekk- ert og hún sagði Mylady frá öllú, stöðu sinni við hirðina, sýndi henni bréf frá frú de Chevreuse, þar sem sagt var frá því að d’ Artagnan væri á leiðinni frá La Rochelle til að leysa hana úr haldi Þegar Mylady heyrði nafn hans nefnt hrökk hún við og tókst aðeins með herkjum að hafa hemil á sér. Daginn eftir tiikynnti príórinn- an að kominn væri sendimaður frá hans hátign tii Mylady. Hún gekk til móts við hann og lézt vera súr á svip. Þegar hún sá hann gat hún þó ekki að þvi gert að hrópa upp yfir sig af gleði Hér var kominn de Rochefort. Hún sagði honum i fáum orðum, að frú Bonacieux væri fundin og d’ Artagnan væri á leiðinni. Það yrði strax að handtaka hann og Athos og varpa þeim i Bastilluna. Skömmu síðar þeysti greifinn á fullri ferð til La Rochelle til að fá leyfi kardínálans til handtök- unnar. Þess vegna mætti d’Art- agnan honum í Arras eins og áð- ur var sagt frá. — Nei, í rauninni var það ekki þannig . . . Nú var eng- inn eldnr í Ericu lengur: hún var Jémagna af þreytu. — Hvernig gastu dirfzt að gera,- þetta ? SJtilurðu ekki að manni finnst þetta. bókstaf- lega óbolandi? — Jú, ég skil það og mér þyltir það leitt. sagði hún ró- lega. — Það va.r auðvitað eklti meiningin að þú ættir að vita um þetta. Svona atvik eru leyfileg ef þau verða ekki uppvís/ en ófyrirgefanleg ef þau komast upp. — Þú slenpur ekJti auðveld- lega frá þessu með því að segja þetta. sagði hann kulda lega en stillilega. en þó var auðséð að hann var miög reið ur ennþá. — Hvað ætlast þú til að ég geri. Kriúpi á kné fvrir þér? — Vitanlega ekki. sagði hann þurrlega. — Ég óska aðeins að þú skiljir í eitt skipti fyrir öll, að enginn hef- ur leyfi til að sletta sér fram í einkamáJ mín. Jafnvel þó hjónaband okkar hefði verið venjulegt, hefði ég ekki viljað þola að þú færi rað berjast við aðra konu um mig, aðeins út af því að þér fellur ekki að ég fari á opinbera skemmt un, sem hún tekur þátt í. Og eins og öllu er háttað milli okkar er þetta meira en ó- þolandi. — Það er margt sem er óþolandi, muldraði Erica, en hann lét sem hann heyrði það ekki. — Mér þykir leitt ef þú ert óánægð með samninginn sem við gerðum, en ég ætla ekki að gera breytingar á honum. — Þú átt við að þér sé leyfilegt að aðhafast hvað sem þú vilt með öðrum kon- um, án þess að mér leyfist að mæla á móti því? spurði Erica. — Ef þú hefur áhyggjur út af siðferðinu er þér óhætt að sleppa þeim, svaraði hann stutt. — Það er langt frá því að ég sé kvennamaður, eins og þú virðist. gefa í skyn. — Það er hægt að vera ó- trúr á annan hátt en að vera nætursakir hjá konum, sagði Erica og undraðist hve frökk hún var. Hann undraðist kannske líka. Að minnsta kosti varð þögn í svipinn. Svo sagði hann: — Hvar erum við eiginlega stödd núna ? — Hvað áttu við? — Get ég treyst því að þú látir mig einan gæta einka- mála minna framvegis? spurði hann. — Já, svaraði hún dræmt, í uppgjafartón sem beiskjan vár horfin úr. — Ég skal aldrei skipta mér af einka- málum þínum framar. Aldr- ei. Nema þú biðjir mig um það sjálfur. — Erica! sagði hann, for- viða yfir orðalagi hennar. En hún leit ekki á hann, hún var staðin upp og gekk út úr stof unni án þess að segja orð. Hún gekk hægt upp í her- bergið sitt. Hana sárlangaði til að. leggjast á rúmið og hvíla sig. Hún lá lengi þarna í myrkr inu en hvíld fékk hún enga. Hvað hafði hún gert fyrir sér, að lífið skyldi leika hana svona grátt? hugsaði hún með sér. Sumir héldu því fram að heimskan hlyti strangari refsingu en illmennskan, og ef svo var háttað þá kom þessi rifsing yfir hana fyrir það, að hún hafði verið svo heimsk að giftast Oliver, þó hún vissi að hann elskaði hana ekki. Auðvitað var það heimska. Flónska, hafði Carol kallað það. Dansskóli (Rignior cHanson í GT-húsinu. Samkvæmisdanskennsla hefst 8. október fyrir börn, unglinga, full- orðna, byrjendur og framhald. Kenndir m. a. nýjustu dansarnir: Pachanga, Sú- cu-Súcú, Bamba o. fl. — og vitanlega Vals, Tango, Foxtrott, Rúmba, Cha-Cha, Jive, Jitter- bug o. fl. — Upplýsingar og innritun daglega frá kl. 3 í síma 17882 og 37512. HEILSUVERIMD Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökun og önd- unaræfingum hefjast fyrst í október. Þeir, sem áður hafa sótt þessi námskeið, geta komist í hópkennslu í þessum greinum og leik- fimi, 1 tíma vikulega í vetur. Vinsamlegast hafið samband við mig sem fyrst. Sími: 12240 eftir kl. 20. VIGNIR ANDRÉSSON, íþróttakennari.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.