Vísir - 26.09.1961, Page 7
Þrdðjudagur 26. september 1961
VÍSIK
7
MYNDLIST
Hópur kringum Ásmund Sveinsson, þegar sýningin var opnuð. Talið frá vinstri: Kristján Frið-
riksson forstjóri, Jóhannes úr Kötlum skáld, Ásmundur myndhöggvari og Guðlaugur Rósen-
kranz Þjóðleikhússtjóri. Ekki veit ég nöfn tveggja ungu mannanna til hægri. —
Á afmæli Mynistarskólans.
Undanfarið hefir staðið yfir af-
mælissýning í Ásmundarsal við
Freyjugötu, teikningar, mál-
verk og höggmyndir eftir nem-
endur Myndlistarskólans í
Re.vkjavík á liðnum árum, í til-
efni 15 ára afmælis skólans,
sem er um þessar mundir. (Því
miður hefir orðið dráttur á
birtingu þessa viðtals og mun
sýningunni ljúka í kvöld.)
Salurinn á efrihæðinni var
troðfullur af gestum, þegar
formaður skólanefndar, Sæ-
mundur Sigurðsson málara-
meistari, opnaði sýninguna með
stuttri ræðu. Og eftir á hitti
fréttamaður Vísis þá að máli,
Sæmund, sem var einn af stofn-
endum skólans og Ásmund
Sveinsson myndhöggvara, þann
eina, sem kennt. hefir í skólan-
um frá upphafi.
— í hvaða skyni stofnuðu þið
þennan skóla, Sæmundur?
— Hann var fyrst og fremst
stofnaður til að gefa fólki af
ýmsum stéttum tækifæri til að
læra stafróf myndlistarinnar og
vinna að þeim hugðarefnum í
tómstundunum. Árin, sem ég
hef verið hér, hafa gefið mér
innsýn í það, hvað er list, og
hvað gervilist. Hér hafa verið
nemendur á öllum aldri, frá
barnsaldri og upp yfir sjötugt.
T. d. er elzti þátttakandinn á
Afir.ríi.
60 ára er í dag
Halla Markúsdóttir, Mela-
braut 67, Seltjarnarnesi.
þessari sýningu, kominn um
sjötugt, Kristján Sigurðsson
póstfulltrúi. Hingað hefir komið
fólk úr mörgum stéttum, hús-
mæður, verkamenn, læknar og
prófessorar. Kennarar fyrsta ár-
ið voru Ásmundur Sveinsson og
skozki málarinn Waistel. Eg
gerðist ekki nemandi fyrr en á
þriðja ári skólans, og þá var
Þorvaldur Skúlason korninn að
skólanum og lærði ég fyrst hjá
honum. Þá 2 vetur, sem hann
kenndi við skólann, var mikið
líf í kennslunni og skemmtilegt
andrúmsloft sem fylgdi Þor-
valdi. Hvort sem nemendur
standa við hér lengur eða
skemur, þá verður dvölin til
að opna þeim meiri innsýn í
listina. S.l. vetur voru hér um
80 fullorðnir nemendur í kvöld-
deildum, en 200 börn í dagskól-
anum. Það hefir ekki alltaf blás-
ið byrlega hjá okkur, og reynd-
ar höfum við stundum verið að
því komnir að gefast upp. T.
d. þegar brann ofan af skólan-
um í húsinu. þar sem hann var
lengst. að Laugavef'í 166. Þar
evðilögðust allar eigur skól-
ans og meira en það Þettá var
Kalli frændi
svo mikið áfall, að við vorum
að því komnir að leggja árar
í bát. En þá varð Ásmundur
okkar Sveinsson til að telja í
okkur kjark og bauð okkur
þetta hú'næði, sem við höfum
verið i siðan Við engan mann
stendur skólinn i eins mikilli
þakkarskuld eins og Ásmund.
Nokkurn stvrk hefir skólinn
frá bæ og ríki, en það hrekkur
ósköp skammt. Það þarf enn að
búa betur að skólánum. kennslu
gjöldin eru svo lág, að þetta
gerir ekki betur hrökkva
fyrir hinu allra nauðsynlegasta.
kennaralaunum o. s. frv. Á
þessu verður vonandi einhver
bót ráðin áður en langt um líð-
ur. Skólinn hefir begar sannað.
að við höfðum virkilega erindi
sem erfiði, sem komum skólan-
um á fót, tólf-menningarnir fyr-
ir 15 árum. Þess má geta, að í
þeim hópi okkar voru tvær
konur, Guðrún Svava Guð-
mund^dóttir og Helga Þórðar-
dóttir. Þær máluðu báðar, eink-
um hefir Guðrún Svava þó
nokkrum sinnum sýnt mvndir
sínar Og moðai s+ofnendanna
var líka aldursforsetinn á þess-
ari sýningu. viiourðs-
son, sem ég nefndi áðan.
Framh á 5
Það var 77
ára m a ð u r ,
sem flutti í
gærkvöldi
þ á 11 i nn um
daginn og veg
inn, S n o r r i
Sigfússon,
fyrrum skóla-
stjóri á Flateyri og síðan á Ak-
ureyri og lengi námsstjóri á
Norðurlandi. Og þessi hart nær
áttræði maður leyfði sér að
leggja fyrst og fremst áherzlu
á það hlutverk heimila og skóla
að ala upp kynslóð, sem við
mætti eiga það, sem Snorri
Sturluson segir, þegar hann
skilgreinir þýðingu orðsins
drengur, en svo kveður hann
mega kalla góða menn og batn
andi. Ójá, þetta lét hann sig
hafa hinn aldni fræðari á þess-
um tímum, þegar mann-
skemmdir eru orðnar ein hin
arðvænlegasta og að því er
virðist einna mest metna at-
vinnugrein á landi hér, þegar
einna vænlegast þykir til vel-
farnaðar að gefa út blöð, sem
leggja menn í einelti af sví-
virðilegri óskammfeilni, nota
hverskonar ýkjur, blekkingar
og lygar í nafni umvöndunar
og réttlætistilfinningar, — þeg
ar blöð valdamikilla stjórn-
málaflokka leyfa sér að gera að
aðalefni daglega fréttaflutning,
þar sem æsifikn hinna auð-
virðilegustu manna ræður frá-
sagnarhættinum og vegur sann
leikskornin — og í mikilvæg-
ustu og viðkvæmustu velferða-
og vandamálum þjóðarinnar er
allt ti) þess gert að blekkja
heilbrigða skynsemi þeirra,
sem með atkv'æði sínu eiga að
ráða því, hverjir fari líér með
völd og hvert stefnan sé mörk-
uð — þegar útgáfa blaða og
rita, sem flytja undir merki
sannleikans falskar æsifrásagn
ir um hermdarverk og hégóma
mál, eru eftirsóttur gróðaveg-
ur, — þegar illgresi er sáð í
þióðárakurinn meðal hveitisins
af meiri óskammfeilni en áður
hefur þekkzt í dansinum kring
um gullkálfinn. Og hinn ungi
maður í anda, en aldni að árum
flutti mál sitt af þeim eldlega
áhuga, sem einkennt hefur
hezt.u drengi hans kvnslóðar >"
starfi þeirra fyrir landstrú og
lífstrú. fyrir frelsi fslands og
frelsi og rétti hvérs einstaks
manns til að lifa og þroskast
sem góður maður og batnandi.
Sigurður Ólafsson er kunn-
astur sem söngvari dægurlaga-
og Ijóða, en í gærkvöldi söng
hann íslenzk lög, sem eru til
þess fallin að fá menn til að
leggja eyrun við tónrænni tján
ingu mannlegra tilfinninga og
hugmynda, sem ekki eru dæg-
urflugur kynórasamfunda á
i kvöldskröllum. Sigurður lagði
| sig fram um alvarlega túlkup
lags og Ijóðs, og til dæmis söng
ur hans á Kveldriðum Kalda-
lóns og Gríms Thomsens, lagi
Inga T. Lárussonar við átthaga
ljóð Einars E. Sæmundsens og
á Sjódraugum Sigurðar Þórðar
sonar og Davíðs var verulega
skemmtilegur.
Erlingur leikari Gíslason
flutti kafla úr bók eftir hinn
fræga franska rithöfund og
flugkappa Antoine de saint
Exuperry, sem lét líf sitt á
bezta aldri næstsíðasta ár
heimsstyrjaldarinnar seinni.
Erlingur E. Halldórsson hefur
þýtt kaflann, Bókarkaflinn var
vel fluttur, og virðist Erlingur
Gíslason yfirleitt leggja engu
síðri áherzlu á listrænan flutn
ing í útvarp en á leiksviði, og
er vert að vekja athygli á þessu
þvi að þetta verður ekki sagt
um surna mikilsháttar leikara.
Bókarkaflinn sjálfur var allsér
I stæður og athyglisverð hin
! skáldlega túlkun í niðurlagi
i hans á gildi þess að vera frjáls
maður — að þar er ekki aðal-
atriðið frelsið til að vinna sér
inn fé, heldur allt annað og er
þarna enn sýnt, að það er nú
síður en svo, að maðurinn lifi
á einu saman brauði. Því
gleyma þeir því miður löng-
um, sem berjast fyrir frelsi og
bættum kjörum hrjáðra og
þrælkaðra þjóða og stétta.
Á eftir þessum lestri var
fluttur unaðsfagur fiðlukonsert
eftir Paganini, ein af þeim dá-
samlegu tónsmíðum, sem eru
sérlega til þess fallnar að leiða
lítt þiáhaða inn í musteri fag-
urrar tónlistar. -
Loks hlýddi ég á látlausan,
skýran og röggsamlegan lestur
Kristmanns skálds Guðmunds-
sonar á sögunni Gyðjan og ux-
inn, sem skáidið mun hafa lagt
i meira af lífsreynslu og lífs-
viðhorfum sjálfs sín en ef til
vill nokkra aðra af skáldsög-
um sínum.
Guðmundur Gíslason Hagali”