Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. október 1961 VlSIR Mikil ólga hefur verið í Egyptalandi og Sýrlandi síðustu daga, vegna byltingarinnar gegn Nasser. Myndin hér var tekin á fjöldafundi í Kairo á laugardaginn. Sjást þeir hér á svölum forsetahallarinnar Nasser forseti t.h. og Gamal Faysal yfirmaður hersins í Sýrlandi, sem þá hafði verið rekinn úr landinu. — Fræðsla um störf IMATO veröi aukin* FYRSTI almenni fundur fél- agsins Varðberg var ha'ldinn í gærkvöldi í Tjarnarkaffi, og var hann mjög vel sóttur. Þrír þjóðkunnir stjómmálamenn ræddu um ísland og vestræna samvinnu, ráðherrarnir Emil Jónsson, Jóhann Hafstein og próf. Ólafur Jóhannesson alþm. Guðmundur Garðarsson, for- maður Varðbergs, setti fundinn og skipaði Dag Þorleifsson, fundarritara. Síðan gaf formað Jóhann Hafstein. urinn Emil Jónssyni orðið. í upphafi ræðu sinnar minnt ist ráðherrann atviks, sem gerð ist fyrir 13 árúm og hann kvað sér minnisstæðara en margt annað sem fyrir hann hefur borið, svo djúptæk áhrif hafði það. Hann var þá staddur í Khöfn, og ætlaði að nota naum an tíma sinn til að koma á fornar slóðir skólaáranna. Hann var á gangi eftir einni af götum borgarinnar, þegar hann sá álengdar mann, sem ráðherranum fannst hann kann ast við. Maðurinn var augsýni lega í þungum þönkum. Þegar þeir nálguðust hvorn annan, bar ráðherrann kennsl á mann inn. Hann var Hans Hedoft, þá- ver. forsætisráðh. Dan. Þekkt- ust þeir og tóku tal saman. Þar kom í samtali þeirra að Hed- toft tjáði hinum íslenzka ráð- herra hverjar væru orsakir fyr ir áhyggjum hans og einveru- göngu: Tékkóslóvakía var að falla undir járnhæl kommún- istaveldisins. Hedtoft var ný- kominn frá konungi, sem hann skýrði frá þessum tíðindum, eins og honum bar skylda til sem forsætisráðherra. Stuttu síðar var Tékkóslóvakía innlim uð í kommúnistablokkina. Hver verður næstur? spurði Hedtoft, og bar kvíðboga fyrir örlögum Danmerkur. Rússn- eski herinn var ekki langt und an. Eigum við að efla hervarnir okkar, eða eigum við að reyna að stofna varnarbandalag Norð urlanda? í byrjun marzmánaðar barst | svo þáverandi ríkisstjórn ís- lands frétt frá einum sendi- herra sínum að fyrirhuguð væri stofnun varnarbandalags lýðræðisríkja í Evrópu og Ameríku. íslendingum var boð in þátttaka og þeir tóku boð- inu, eftir að viðurkennd hafði verið sérstaða lands og þjóðar, sem ekki hafði her og ætlaði ekki að vígbúast. ísland var mikilvægt í varnartilliti. Það- an var hægt að ráða yfir skipa leiðinni milli Evrópu og Norð- ur Ameríku. Síðari heimsstyrj- Ólafur Jóhannesson öldin hafði unnizt fyrir aðstoð þá sem kom eftir þeirri skipa- leið frá Bandaríkjunum. Síðan hefur herstyrkur Rússa aukizt meira en búizt var við, en engu að síður varð útþennslustefna þeirra stöðvuð með stofnun At- lantshafsbandalagsins. Tékkó- slóvakía varð síðasta fórnar- lamb Rússa. Því næst tók til máls Jó- hann Hafstein ráðherra. Hann kvað starfið í NATO langsam- lega veigamesta þátt vestrænn ar samvinnu. Bandalagið hefði verið viðbúnaður til varnar, áð ur en árás væri gerð, til varn- ar helgustu dómum lýðræðis- ins, eins og komist var að orði. Ráðherrann vitnaði í þau orð Spaaks, fyrrv. framkvæmdast. NATO, að stofnun samtakanna væri vottur um trú á vestræna menningu. Síðan ræddi ráðherrann stutt lega um skipulag og starfsemi ’bandalagsins og um þingmanna fundi NATO og gildi þeirra, sem hann kvað hafa aukizt mik ið á þeim stutta tíma, sem lið- inn væri síðan tekið var að halda þá. Það hefði verið fyrir tilstilli ályktana þingmanna- funda að skipuð var nefnd til að gera tillögur um aukið efna hagslegt og stjórnmálalegt samstarf NATO-ríkjanna. Þingmannafundirnir hefðu einnig átt drjúgan þátt í far- sælli lausn Kýpurmálsins og landhelgisdeilu Breta og íslend inga, Þar hefðu einnig komið fram merkar tillögur um sam- eiginlegar vísindastofnanir fyr ir NATO-ríkin, til eflingar menntunar og vísindalegrar starfsemi þessarra ríkja. Taldi ráðherrann að þingmannafund- irnir hefðu haft mikil og hag- stæð áhrif í samstarfi NATO- ríkjanna, og ættu eftir að gera það í enn ríkari mæli. ★ Síðastur talaði próf. Ólafur J óhannesson. Pr óf essorinn kvað vissar forsendur vera til þess að bandalag sem NATO gæti staðizt, skyldleiki banda- lagsþjóða, sameiginlegar grund vallarhugsjónir o. fl. Þessar forsendur voru fyrir hendi, er NATO var stofnað svo og að gegn bandalagsríkjunum steðj- aði mikil og sameiginleg ógn úr austri. Prófessorinn taldi að rekja mætti sumar forsendur fyrir stofnun bandalagsins mun lengra aftur í tímann en til hættutímanna eftir síðari heimsstyrjöldina. Stærstu ríki NATO, Bandaríkin, Bretland og Frakkland hefðu þrátt fyr- ir gamlan ágreining skilið það smátt og smátt hvað sameinaði þau, fundið til skyldleika síns og tekið upp æ nánara sam- starf. Ræðumaður ræddi síðan ! um NATO-sáttmálann og bar hann saman við sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Kvað hann augljóst að NATO hefði verið neyðarúrræði eftir að SÞ brugð ust vonum manna um verndun friðarins. Spurði prófessorinn í lok ræðu sinnar hvort NATO hefði veikt starf Sameinuðu þjóðanna eða SÞ veikt starf NATO og gaf hann neitandi svar við báðum spurningunum. Allir töldu ræðumenn nauð synlegt að efla upplýsingastarf. semi um markmið og störf At- lantshafsbandalagsins og að vinna gegn þjóðhættulegum á- Emil Jónsson. róðri kommúnista um varnar- mál landsins. ★ Eftir ræðu frummælenda voru bornar fram veitingay en síðan hófust frjálsar umræður. Til máls tóku dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri, Jóhannes Sölvaspn, hagfræðingur og Þór Vilhjálmsson, lögfræðingur. Að lokum sagði formaður félagsins nokkur orð, þakkaði fundarmönnum komuna og sleit síðan fundi. Kanada vill Berlín undir alþjóða stjórn Howard Green, utanríkisráð- herra Kanada, lagði til í ræðu þeirri, sem hann flutti á AIIs- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í gær, að öll Berlínarborg yrði sameinuð undir alþjóðlegri yfirstjórn. Hann kvað vel geta komið til mála, að eftirlit þar yrði í hönd- um Sameinuðu þjóðanna, og einnig gæti komið til mála, að Listasafnið brezka hefur nú heitið sem svarar 14,000 dollara þóknun til þeirra, sem koma því til leiðar, að Goya-málverkinu að hertog- anum Wellington verði skil- að aftur. Sameinuðu þjóðunum yrði fal- ið eftirlit á samgönguleiðum milli Vestur-Berlínar og Vestur- Þýzkalands. Einnig væri athug- andi að flytja sumar stofnanir S.þj. til Berlínar. Þá sagði Green, að þegar um Berlín væri að ræða hvíldi á- byrgðin á friðsamlegri lausn vandamálsins fyrst og fremst á herðum Fjórveldanna, en Sameinuðu þjóðirnar ættu að leggja sitt lóð á vogarskálina. Hvatti hann eindregið til 'þess, að fulltrúar á Allsherjar- þinginu beittu sér fyrir því, að Sameinuðu þjóðirnar styddu eftir megni að farsællegri lausn málsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.