Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 2
Apríl 1979 Erindi og umræður um opinbera stefnumótun á sviði tölvumála. Maí 1979 Samræmdar kerfis- og forritalýsingar. Erindi og umræður. Fundirnir verða hver um sig kynntir nánar í fundarboði. FRA ORÐANEFND Á síðastliðnu^sumri skipaði stjórn Skýrslutæknifélagsins í orðanefnd félagsins. í nefndinni eru nú þessir: Baldur JÓnsson, Háskóla íslands Grétar^Snær Hjartarson, SKÝRR Jón Skúlason, Póst- og símamálastofnun Sigrún Helgadóttir, Reiknistofnun Háskólans, form. örn Kaldalons, IBM Nefndin mun koma saman einu sinni x viku £ vetur og stefnt er að því að gefa út stuttan orðalista vorið 1979. Nefndarmenn hafa komið sér saman um að fylgja alþjóðlegum staðli yfir tölvutæknimál - ISO 2382, Data Processing - Vocabulary -. Ekki verða öll orðin í þeim staðli þýdd, heldur verður reynt að velja út þau orð, sem mest eru notuð og þá einkum orð, sem koma fyrir almenningssjónir. Starf nefndarinnar í fyrstu verður þvx einkum folgið í því að reyna að staðla notkun á þýðingum sem til eru og þýða skilgreiningar. Orðanefndarmenn vænta góðs samstarfs við aðra félaga Skýrslutæknifélagsins. Orðanefndin fær fastan dálk í Tölvumálum og mun koma hugmyndum sínum þar á framfæri. Allar ábendingar, umræður um einstök orð og nýjar hug- myndir eru vel þegnar og geta menn snúið sér til einstakra nefndarmanna, ef þeim liggur eitthvað á hjarta. Er fram- lag Björns Gunnarssonar annars staðar í blaðinu mjög til fyrirmyndar í þessu sambandi. Sigrún Helgadóttir MAÍFUNDURINN Á fundinum 16. maí sl. flutti Þorvarður Jónsson, yfir- verkfræðingur hjá Pósti og síma, erindi unrmodem og gagnasendingar um símakerfið. Hann rakti ýtarlega þróun- ina á þessu sviði hérlendis og bar hana saman við gang mála í öðrum löndum. Hann fjallaði um tæknihlið þessara hluta, svo sem afköst modema og símalína, hvernig afköst eru mæld og hvaða ráðum er beitt til að auka þau. Hann lýsti nýjungum á þessu sviði og sagði frá hugmyndum manna um þroun þessara mála í framtíðinni. Góður rómur var gerður að erindi Þorvarðar og urðu fróð- legar umræður um efni þess. Fundinn sóttu um 50 manns.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.