Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 1
c Útgefandi: Skýrslutæknifélag íslands, Reykjavík Ritnefnd: öttar Kjartansson, ábm. 6.tbl. 3.árg. október 1978 Oddur Benediktsson Grétar Snær Hjartarson Öll réttindi áskilin FÉLAGSFUNDUR Skýrslutæknifélagið efnir til félagsfundar í Norræna Húsinu fimmtudaginn 26. oktéber 1978, kl. 14,30. Efni fundarins verður: Tölvunotkun við stjórn fyrirtækja. Framsaga á fundinum verður í umsjón Páls Jenssonar, for- stöðumanns, og Halldórs Friðgeirssonar, verkfræðings. Að venju mun félagið bjóða fundargestum til kaffidrykkju í veitingastofu Norræna Hussins, í lok fundarins. Stj órnin AÆTLUN UM FÉLAGSSTÖRF Gerð héfur verið áætlun um félagsstörf Skýrslutæknifélags- ins næsta vetur, sem hér segir: Október 1978 Nóvember 1978 Janúar 1979 Febrúar 1979 Mars 1979 Kynning á tölvunotkun við stjórn fyrir- tækja, sbr. fundarboðið hér í blaðinu. Félagsfundur um "Frumvarp til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni". Smátölvusýningin. Félagsmönnum verður boðið að verða við opnun sýningarinnar. Sjá auglýsingu um sýninguna á bls. 5. Félagsfundur. Álit nefndar á vegun Skýrslu- tæknifélagsins um staðlað samningsuppkast við kaup og leigu á tölvubúnaði. I. Aðalfundur. II. Erindi og umræður um nýjan bókhaldslykil fyrir sveitarfélög.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.