Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 3
TÖLVUMÁL 3 Baldur Jonsson: UM ORÐANEFNDIR Skömmu eftir að Skýrslutæknifélag íslands var stofnaÖ fyrir tíu árum, var sett á laggirnar orðanefnd innan fé- lagsins, og hefir Bjarni P. Jónasson lengst af veriö fór-. maÖur hennar eÖa þar til sl. haust, eins og skýrt hefir veriö frá hér í blaöinu. Eftir nefndina liggur "Skrá yfir orð og hugtök varðandi gagnavinnslu", tölvuprentuö sem handrit í 2. útgáfu 1974. Flettiorðin eru ensk meö ís- lenzkum þýðingum og síðan skýringar á ensku. Þetta er frumsmíð, sem stendur til bóta. Eins og lesendur Tölvumála vita, er óteljandi margt ógert á þessu s.viði og ræktunarstarfiö ekki alls kostar árenni- legt. En hrjóstrugt land má brjóta til ræktunar, ef vel er að unnið, og eins er því farið um ræktun málsins, jafn- vel á tæknilegum sviöum-, það hefur reynslan sýnt bæöi hérlendis og erlendis. Oröasmíð og málrækt eru nefnilega fjarri því aö vera séríslenzk fyrirbæri. Oröanefndir, eða jafnvel e.k. orðasmiöjur meö föstu starfsliði, eru starfandi’- með helztu menningarþjóðum og alþjóðlegar oröa- nefndir á ýmsum fræöasviöum. Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hefir haft hægt um sig nú um sinn, en fo.rystumenn félagsins hafa hug á aö ef.ía hana á nýjaleýk. Af því tilefni datt mér í hug aö segja stuttlega' frá orðanefndum, sem mér er kunnugt um, aö starf- aö hafi' hér á .landi, svo að sjá megi, hvað á undan er gengið’og í hvaöa félagsskap orðanefndin okkar er. En tekiö skal fram, að aldrei hefur verið aflað fullnægjandi yfirlits yfir íslenzk oröanefndarstörf, svo aÖ eitthvað vantar efalaust í þennan samtíning. Auk þess veröur þetta fremur upptalning en greinargerö, enda ekki ástæða til annars á þessum vettvangi. En satt aö segja er hér um að ræða hið mesta nytjastarf, sem hefur látið minna yfir sér en mörg önnur iðja, sem viö menningu er kennd, og er þó ekki síður í frásögur færandi. Ný orö hafa auövitaö verið mynduð á íslandi frá upphafi landsbyggðar, þótt skipulegt nýyrðastarf hafi ekki komizt á fyrr en á þessari öld. Fyrsti maðurinn, sem hr.eyföi þeirri hugmynd - svo vitaö sé - aö láta nefnd málfróöra manna vinna að myndun nýyrða, var skáldið Einar Benedikts- son. Þaö var í grein, sem birtist í Sunnanfara 1891 og nefndist "íslenzk orðmyndan". Slík nefnd varð þó ekki til fyrr en 1919. ÞaÖ var "Oröa- nefnd verkfræÖingafélagsins" eins og hún vildi sjálf heita, og er ekki annað vitaö en oröiö oröanefnd sé notaö þar í fyrsta sinn. Nefndin starfaöi af miklum dugnaöi til 1926 (hélt aðeins tvo fundi eftir það). Aðalmennirnir í þess- ari nefnd voru prófessorarnir Guðmundur Finnbogason og Sigurður Nordal. Hvorugur var tæknilega menntaöur, en báðir málfróöir og orÖhagir, og eru frá þeim komin mörg ágæt orö, sem nú eru á allra vörum. Meðal þeirra er orðiÖ tölva, sem Siguröur Nordal myndaöi reyndar á efri árum sínum í líkingu viö oröiö völva 'spákona'.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.