Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 6
tölvumA TILLAGA UM NÝYRÐI Björn Gunnarsson, starfsmaÖur í Seölabanka íslards, sendir Tölvumálum eftirfarandi hugleiÖingar og tillögu um íslenskt orö yfir upplýsingamiöil sem nú er aÖ nema land hérlendis: Mikrofiche - ör - skyggna 1 síðasta tölublaði Tölvumála var að mestum hluta fjallað um apríl- fund Skýrslutæknifélagsins. Svo sem menn rekur minni til fjallaði hann um COM - tækni, sem nú er að halda innreið sína í tölvu- og skrifstofu- veröld okkar. í fréttum af þessum fundi í Tölvumálum keraur eðlilega oft fyri" þetta leiða og ljóta orð ..mikrofiche" og gerði ég mér ekki grein fyrir nauðsyn þess að finna því góða íslenska þýðingu fyrr en ég las fyrr- nefnt fróttablað. Eftir að hafa velt þessu örlítið fyrir mér, kom mér í huga oðið ..örskyggna” sem heppileg þýðing eða nafngift í stað orðsins „raikrofiche". Ég kynnti Orðanefnd þessa hugmynd og var þess óskac; að ág se’ i nokkrar línur á blað um hana. Við því er ljúft og skylt að veröa cg vona ég, að þótt hugmyndin teljist e.t.v. ekki góð og verði aldrei notuð, þá sé hér að minnsta kosti búið að hrinda af stað umræðu, sem gei.i orðið til góðs á þessum vettvangi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um orðskrípið. Fyrri hluti þess svarar til fyrri hluta orðsins örvera, en seinni hiutinn skyggna ei orð sem mjög ryður sér nú til rúms og kemur einmitt fram í upphaíi frétta af aprílfundinum, þar sem sagt er frá því að ákveðin litskyggnu,- sería hafi verið sýnd. í hópi tölvumanna eru skiptar skoðanir um það hvort eða hve mikið eigi að íslenska af tölvutadknimáli. Öllum sem ég hefi ræt't við ber þó saman um að hugtök, sem notuð eru utan þess, sem kalla metíi innri hring tölvumanna, verði að xslenska og að það verði ð gera það vel. Þessu er ég einnig sammála og er það von mín að svo verði gert. Um leiÖ og Birni er þakkaö fyrir þessa ágætu tillögu, er óskað eftir umræöu um hana hér í blaðinu, sem er vett- vangur oröanefndar félagsins. FróÖlegt er aÖ fá aÖ heyra hvaöa álit menn h'afa á tillögu Björns. Eru menn reiðubúnir til aö veröa við ábending- unni og taka orðiö í notkun, eða hafa menn aörar tillögur um íslenskt orð yfir þennan nýja miöil?

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.