Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 7
tölvumAl 7 Því má ef til vill bæta viö tillögu Björns, að þörf er á fleiri nýyrðum á sviði míkróf ilmutækni (örf ilmutækni? ) ; ■ en hann nefnir. Míkrofilmur eru gerðar með ýmsum hætti; £ rúllum, spjöldum (fiche) og a.m.k. tveimur gerðum spjalda eða umbúða sem heita á ensku microjackets og aperture cards. Þessi tvö síðastnefndu orð eða hugtök og e.t.v. fleiri, þarf að tengja við það sem þegár er til umræðu, þ.e. orðið örskyggna fyrir microfiche og e.t.v. örfilma fyrir orðið microfilm. Fyrst á a'nnað borð er farið að ræða um nýyrðasmíð, er freistandi að skjóta einu sviði til viðbótar inn í þær umræður: Til skamms tíma var gagnaskráning svo til eingöngu fólgin í götun.; Upplýsingar, sem teknar voru til meðferðar í gagnavinnsluvélum, voru gataðar, settar á gataspjöld. Nú er þetta að verða liðin saga; gataspjöldin eru á hröðu undanhaldi sem upplýsingamiðill, og okkur dagar uppi með ýmis orð sem hafa "götun" eða "spjald" að forlið. Það var kannske óheppni á sínum tíma, að við skyldum ekki lenda á hlutlausara orði en "götun" sem þýðingu á enska hugtakinu "key entry" sem leysti af hólmi orðin "punch" og "key punch". Nú eru því orð eins og götunarstúlka (sem raunar er af öðrum ástæðum orðið hálfgert bannorð eða feimnismál), spjaldritari, götunargögn, götunarstofa, götunardeild o.fl. orðin hálfgerð vandræðabörn £ máli gagnavinnslumanna, sem eru vanafastir eins og fleiri, og halda áfram að "gata", þótt um sé að ræða skráningu sem byggist á allt annarri tækni. Ýmis orð munu vera komin á flot, sem tilraun til að leysa þennan vanda. Meðal þeirra eru orð eins og "tölvuskráning" og "tölvuritari" og e.t.v. fleiri, en óv£st er um út- breiðslu þeirra og merkingarsvið. Hér þarf, eins^og v£ðar, að gera gangskör að þv£ að finna heppileg orð, £ takt við nýja tækni, og koma þeim á framfæri. - ók AÐSENT EFNI Skýrslutæknifélaginu hefur borist nokkuð af gögnum á sumrinu og verða þau látin liggja frammi á félagsfundinum 26.10. n.k. Meðal þess sem komið hefur nýlega er: IFIP NEWS No 2 - August 1978. Efni: IFIP and Education. Euro-IFIP79. Recent IFIP Publications. Forthcoming Events. DATA^MARKNADEN 1978. Útgefandi Svenska Dataföreningen. Upplysingar um sænska skyrslutæknifélagið, stjórn þess, lög og reglur. Félagatal 1.2.1978. Skrár um frámleiðendur og vörutegundir á sviði tölva og gagnavinnslu. Auglýsingar. Bókin er 212 bls. £ A5 broti.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.