Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 4
Snemma kom í ljós, að r'afmagnsverkfræðingar voru öðrum áhugasamari um íslenzkun fræðiheita. Rafyrði voru meðal viðfangsefna Orðanefndar verkfræðingafélagsins, og sat þá Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri fundi með orðanefndar- mönnum. Með því starfi var lagður grundvöllur að íslenzku rafmagnsmáli. Verkfræðingafélagi íslands var skipt í deildir 1941. Var þá stofnuð Orðanefnd Rafmagnsverkfræðingadeildar Verk- fræðingafélags Islands, og hefur hún starfað óslitið síðan undir forystu Jakobs Gíslasonar fyrrum orkumálastjóra., Nefndin heldur fundi einu sinni í viku. Hún er skipuð verkfræðingum eingöngu, en hefir málfræðing sér til að- stoðar. Orðanefnd RVFÍ hefir m.a. staðið að útgáfu Raf- tækni- og ljósorðasafns. Af því eru þegar komin út tvö væn bindi (1965 og 1973), og þriðja bindið er í undirbún- ingi. Ljóstæknifélag íslands hefir lagt drjúgan skerf til þessa orðasafns og jafnvel Kjarnfræðafélag Islands. Um það efni skal annars vísað til formála Eðvarðs Árnasonar fyrir fyrra bindinu, sem út er komið. Þar má einnig fá ýmsan fróðleik um nýyrðasmíð frá fyrri tíð. Um orðanefndina frá 1919 hefir meira verið ritað. Hér nægir að benda á íslenzka málrækt (1971) eftir Halldór Halldórsson og Mályrkju Guðmundar Finnbogasonar (1976) eftir Baldur Jónsson. Af öðrum félögum, sem mér er kunnugt um, að hafi haft orðanefndir innan sinna vébanda, kann ég að nefna Kjarn- fræðafélag íslands, Ljóstæknifélag íslands og Læknafélag íslands auk Skýrslutæknifélagsins. Ljóstæknifélagið gaf út Alþjóðlegt 1jóstækniorðasafn, fjölritað í tveimur heftum 1961, og lagði til efni i Raftækni- og ljósorðasafn eins og Kjarnfræðafélagið sem fyrr er sagtT Starf orðanefndar Læknafélagsins hefir legið niðri undanfarin ár, en eigi að síður hefir verið hreyfing á því innan félagsins síð- ustu misseri að gefa út læknisfræðilegt orðasafn. Þá er mér kunnugt um, að Islenzka stærðfræðafélagið hefir á sxnum vegum orðasöfnun að frumkvæði Reynis Axelssonar, sem hefir langmest unnið að henni sjálfur. Auk þess, sem félagsbundnar orðanefndir hafa komið til leiðar, hafa mörg sérhæfð orðasöfn verið tekin saman og gefin út, prentuð eða fjölrituð, að frumkvæði áhugasamra einstaklinga á ýmsum sviðum, t.d. í lækningsfræði, eðlis- fræði, viðra- og viðarlíffræði, svo að eitthvað sé nefnt, en ekki verður farið lengra út í þá sálma hér. Þess í stað skal að lokum vikið að þætti hins opinbera í nýyrða- starfi. í ársbyrjun 1951 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Akademíu Islands. Flutningsmaður þess var Björn ölafs- son, þá viðskipta- og menntamálaráðherra. Frumvarpið dag- aði uppi, en í staðinn veitti þingið nokkurt fé til nýyrða- söfnunar þegar á næsta ári. Orðabókanefnd háskólans var falið að hafa yfirumsjón með^því starfi. Formaður hennar var Alexander Jóhannesson prófessor. Næstu árin vann hún ötullega að söfnun nýyrða á ýmsum sviðum, m.a. um landbúnað sjómennsku og flug. Nefndin bjó söfn sín til prentunar, Nýyrði I-IV? en menntamálaráðuneytið gaf þau út, nema 2. hefti, a arunum 1953-56. Á svipaðan hátt var staðið að

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.