Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.10.1978, Blaðsíða 5
tölvumAl 5 útgáfu Tækniorðasafns Sigurðar Guðmundssonar húsameistara 1959. Halldúr Halldórsson prófessor var ritstjóri allra þessara orðasafna nema Nýyrða I, sem Sveinn Bergsveinsson prófessor sá um. Nokkru síðar var sárstakri nefnd, sem kölluð var Nýyrða- nefnd, falið að annast nýyrðastarfsemina, en orðabókar- nefnd hélt áfram að vera stjórnarnefnd Orðabókar háskólans. Nýyrðanefndin undirbjó útgáfu nýyrða í hagfræði undir for- ystu Halldórs Halldórssonar, en af þeirri útgáfu hefir enn ekki orðið. Upp úr þessu var svo stofnuð Islenzk málnefnd að norrænni fyrirmynd og til þess m.a. að auðvelda íslend- ingum samstarf við aðrar norrænar málnefndir. Mefndin tók til starfa 1965' .og hélt áfram verki Nýyrðanefndar, enda skipuð sömu mönnum til loka þess árs, en þá .lét Halldór Halldórsson af störfum í nefndinni. íslenzk málnefnd var stofnuð með ráðherrabréfi, dags. 30. júlí 1964. I "Reglum", sem henni voru settar og mennta- málaráðherra staðfesti 10. marz 1965, segir svo m.a.: Islenzk málnefnd er ráðgjafarstofnun. Henni ber að veita opinberum stofnunum og almenningi4leið- beiningar um málleg efni á fræðilegum grundvelli. Meðal sérstakra verkefna, sem málnefndinni er ætlað að vinna að samkvæmt þessum reglum, má nefna söfnun og út- gáfu nýyrða og samvinnu við nýyrðanefndir, sem einstök félög eða stofnanir hafa sett á fót, og vera þéim til að- stoðar.^ En skemmst er frá því að segja, að nefndin hefir lítið látið að sér kveða og ekki haldið áfram því nýyrða- starfi, sem Orðabókarnefnd háskólans gekk svo vasklega að á, sjötta áratugnum. Ekki skal fjölyrt um ástæðurnar fyrir þessu hér, en svo mikið er víst, að fjárveitingar til málnefndarinnar hafa varla verið teljandi mörg undan- farin ár. Nú er unnið að því, að hún geti fengið fastan samastað og fastan starfsmann, því að án slxkrar fótfestu fær hún litlu áorkað. Sá,sem þetta.skrifar, tók við for- mennsku í Islenzkri málnefnd um síðastliðin áramót. Aðrir nefndarmenn eru Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður og Þórhallur Vilmundarson prófessor. Þeir hafa báðir setið £ nefndinni frá upphafi. Nýjasta orðanefndin, sem ég hefi haft spurnir af, er örða- nefnd Kennaraháskóla íslands. Hún var stofnuð fyrr á þessu ári og vinnur að söfnun nýyrða í sálarfræði, upp- eldis- og kennslufræði með útgáfu orðasafns í huga. ------------ AUGLÝSING UM SMATÖLVUSÝNINGU ------------- Skýrslutæknifélag íslands mun gangast fyrir sýningu á smátölvum og tengdum búnaði dagana 26.-28. janúar 1979. Sýningin verður opin almenningi. Þess er vænst, að sýnd verði smátölvukerfi, borðtölvur, tölvur til heimilisnota og örtölvur með fjölbreyttum tengibúnaði og hugbúnaði. Innf lyt j endur eða eigendur smátölva eru vinsamlegjást beðnir að hafa samband við Odd Bénediktsson, Pál Jensson eða Sigfús Björnsson, allir hjá Háskóla Islands , sími 25088.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.