Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 2
2 V í S I R Mánudagur 16. október 1961 Dregur til úrslita í haustmótum Góður árangur Austurríkis. Knattspymwmni fer nu senn aö liwíka. í gærdag voru háðir nokkrir leikir í yngri flokkunum, og eru nú úrslit kunn í flestuní mótunum en línurnar skýrar í þcim sem eftir eru. í II. flokki A sigraði Fram Víking í gær og tryggði sér þar með sigurinn í mótinu. Fram sigraði alla andstæðinga sína þ. á. m. Þrótt sem í sumar hefir verið með sterkasta liðið í þessum flokki. í III, flokki A er aðeins einn leikur eftir, úrslitaleikurinn milli K.R. og Vals, en hann var ekki leikinn nú. Mun þar beð- ið eftir úrskurði knattspyrnu- dómsíóls Í3R, varðandi leið- indaatvik sem fyrir kom í fyrri leik þessara félaga, en það leiddi til þess að leiknum var flautað af, áður en fullur leiktími var kominn. í III. flokki B urðu Fram, Valur og K.R. jöfn að stigum eftir fulla umferð, og þurftu því að leika sín á milli á ný. Tveir leikir-eru búnir, og hafa Fram og KR bæði unnið Val 3—2. Verður því úrslitaleikur- inn milli Fram og KR og fer Og enn eru úrslitin milli KR og Akraness A.kranes swgraöi Keflavík Ef Akrancs á eftir að bera j sigurorðið í Bikarkeppni KSÍ, þá verður varla hægt að segja að knattspyrnan á íslandi sé á háu stigi. Allir þeir sem sáu leik þeirra við Keflvíkinga í gærdag, hljóta að vera sam- mála um þá niðurstöðu. I allt- of mörgum stöðum Akranes- liðsins eru menn sem ekki eiga hcima í meistaraflokksliði og jafnvel gamalrcyndar kempur eins og Jón Leósson og Sveinn Teitsson, geta þar cngu úr bætt. Allir eða flestir leikmenn Iiðsins virðast með öllu æfinga lausir og heildarsvipurinn verð ur átakanlega bágborinn — ekki þá síður þegar litið cr á, að við II. deildarlið var að ctja. Keflvíkingarnir fá vart betri einkunnir, en baráttan var þó þeirra — og tækifærin einnig. Þeir gerðu oft harða hríð að marki Skagamanna. sér í lagi í byrjun leiks, svo og undir lok in. Þá fékk miðframherjinn Jón Jóhannesson gullið tækifæri, er leikar stóðu 1:1. en mistókst illilega. Eins og svo oft áður kom það í hlut Þórðar Jónsson ar að skora úrslitamarkið fyrir lið sitt. Hvað sem um Þórð verð ur annars sagt sem knattspyrnu jmann þá er eitt víst, að ófeim- inn er hann við að skjóta, enda með markheppnustu framherj- , um okkar. Þórður skoraði reyndar bæði mörk Akraness. Það fyrra rétt fyrir hálfleiks- lok, þegar hann afgreiddi góða sendingu Jóhannesar snaggara lega framhjá hinum unga mark verði Keflvíkinga. Keflvíkingar jöfnuðu seint í siðarÞ hálfleik, eftir nokkra pressu. Tókst þá Hólmbert að senda knöttinn framhjá Helga úr þröngri stöðu. Þetta færði líf í leikinn og nýju blóði í Skagamenn, því þeir sóttu sig mjög undir lokin. Bar það þann árangur að Þórður skoraði aft- ur með hörkuskoti, allsendis ó- verjandi. Þannig endaði leikurinn, þótt jafntefli hefði ef til vill verið sanngjarnari úrslit. Keflvíking arnir áttu sízt minna í leikn- um og börðust af krafti allan leikinn. Lið þeirra er skipað að mestu ungum mönnum (vörn- in) sterkum leikmönnum en ekki liprum. Þctta mun vera í fyrsta skipti sem tvö utanbæjarlið leiða sam an hesta sína hér : Reykjavík. Vart verður þessi leikur minn- isstæður á annan hátt. Nýtt úrval af Hollenzkum vetrarkápum BER-NHARD LAXDAL Kjörgarði. hann væntanlega fram um næstu helgi. IV. flokksmótunum er lokið, en V. flokkur er enn að. Fram og Víkingur urðu jöfn að stig- um í V. fl. A, og þurftu því að leika aukaleik. Fór sá leikur fram í gær en hann endaði jafn 1—1, og verður þau því enn að leika um næstu helgi. í V. fl. C sigraði K.R. Víking 1— 0, og sigraði þar með í mót- inu. í 1. flokki sigraði KR Val 2— 0, og munu því KR og Fram leika þar tíl úrslita, svo fram- arlega sem Fram sigrar Þrótt. Sigurvegarar í þeim haust- mótum sem lokið er,. eru ann- ars þessir: II. fl. A Fram II. fl. B Valur IV. fl. A KR IV. fl. B Valur V. fl. B Fram V. fl. C KR Aðeins þrjú lönd t Evrópu taka ekki þátt í yfirstandandi undankeppni heimsmeistara- kcppninnar í knattspyrnu, Alb- anía, ísland og Austurríki. Albanía vegna getuleysis, Is- land vegna óyfirstíganlegs kostnaðar (að sagt er), en Austurríki vegna slælegrar frammistöðu landsliðs síns í síðustu heimsmeistarakcppni. Þá lenti Austurríki í riðli með þrem sterkustu liðum keppn- innar, Englandi, Rússlandi og Brasilíu, og vann engan leik. Fannst forráðamönnum knattspyrnunnar þar í landi tími til kominn að endurskipu- leggja landslið’ Austurríkis og gerbreyta öllu þar að lútandi. Núna, þrem árum seinna, sjá Austurríkismenn uppskeruna af þessum ráðstöfunum sínum, því lið þeirra er orðið.eitt það allra sterkasta í álfunni og trú- lega hafa þeir einhverja eftir- sjá af því að hafa ekki tilkynntí þátttöku í fyrrnefnda heims-| meistar akeppni. Austurríska landsliðinu er, líkt við þýzka liðið sem sigraði heimsmeistarakeppninni í Sviss 1954, óendanlegt úthald og lík- amstyrkur. Úrslit 10 síðustu landsleika Austurríkis tala sínu máli um baráttu- og sigurvilja liðsins Austurríki/— Skotland 4—4. ---- — Noregur 2—1. ---- — Rússland 3—-1. ---- — Spánn 3—0. ---- — Ungverjal. 0—2. ---- —Ítalía 2—1. ---- — England 3—1. ---- — Ungverjal. 2—1. ---- — Rússland 1—0. ---- — Ungverjal. 2—1. KR — Innanfélagsmót í köst- um kl. 5.30 í dag. LOFTLEIÐIS LANDA MILLI \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.