Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 8
8 V í S I R Mánudagur 16. október 1961 i UTGErANDI: BLADAUTGAFAN VISIR Ritstiórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel ihorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir Þórðarson. Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstiórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 45.00 á mánuðj — í lausasölu krónur 3.00 eintakio. Sími I 1660 (5 línur) — Félags- prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f. Hver er tilgangurinn? I ÞjóSviljanum birtast öðru hvoru greinargóðar frásagnir af því hve framarlega Rússar séu staddir á sviði geimfara. Gat aS líta slíka fregn á forsíSu blaSsins nú um helgina. Sízt skal úr því dregiS hér aS framfarir Rússa í geimfræSi séu miklar og stórstígar. Þeir voru fyrstir manna til þess aS senda mann út í geiminn og flytja hann heilu og höldnu aftur til jarSarinnar. StærS- fræSingar þeirra og eSlisfræSingar hafa um ára bil veriS meS hinum beztu í heiminum. En þaS er ekki sama í hvaSa tilgangi vísindaleg afrek eru unnin. Rannsóknir Rússa á möguleikunum á ferSum milli hinna ýmsu hnatta eru gerSar meS þaS fyrir augum aS efla hernaSaraSstöSu og árásarmátt Sovétríkjanna. ÞaS er í hernaSartilgangi sem Sovét- stjórnin eys fé í rannsóknir á geimferSum. Og hér verS- ur aS hafa þaS hugfast aS þessir fjármunir eru enginn yarasjóSur sem rússneska þjóSin hefir lagt til hliSar. aS láta sér nægja frumstæSari lífskjör og þægindaminni láta sér nægja frumstæSari lífskjör og þægindaminni tilveru. Um þaS efast enginn aS rússneska þjóSin er friS- söm þjóS, sem er jafn mótfallin styrjöld og allar aSrar þjóSir í veröldinni. ÞaS er ekki hennar sök aS þar hefir brotizt til valda óvenju samvizkulaus og harSsvíruS ofstækisklíka. Kjarnorkusprengingarnar sýna aS sú klíka vílar ekki fyrir sér aS stofna heimsfriSnum í hættu, ef hún fær meS því treyst völd sín. Á þaS hefir oft veriS minnzt hér í blaSinu hve þunga ábyrgS Sovét- ríkin hafa tekiS á sig meS því aS eitra andrúmsloftiS um gjörvallan heiminn. ÞaS skal ekki ítrekaS hér. En þaS er nauSsynlegt aS allir geri sér grein fyrir því aS þótt Sovétríkin sýni mikinn vísindaáhuga og vinni sigra á sviSi geimvísinda þá er tilgangurinn ekki sá aS efla þekkingu mannsins. Hann er sá aS hneppa sem stærstan hluta veraldar í viSjar hinnar rauSur stjörnu. Nýr framkvæmdastjóri. Loks hefir náSzt samkomulag meSal stórveldanna um eftirmann Hammarskjölds. Sendiherra Burma hjá SameinuSu þjóSunum U Thant hefir nú hlotiS sam- þykki bæSi Bandaríkjanna og Rússa og fullvíst má þá telja aS hann verSur samþykktur sem framkvæmdar- stjóri. Helzti kostur U. Thants í augum Rússa mun hafa veriS hlutleysiS. Þau ár sem hann hefir setiS á alls- herjarþinginu hefur sáralítiS á honum boriS. Þar hefir hann haft lítil umsvif og ekki er aS efa aS sú er ástæSan til þess aS Rússar telja sig geta veitt honum fylgi sitt. Rússar hefSu aldrei fallizt á mann meS stefnufestu og embeitni Hammarskjölds. Þess er því ekki aS vænta aS U Thant muni móta stefnuna jafnt sem Hammar- skjöld. ÞaS hlutverk hefir nú færzt yfir til stórveldanna. í lögreglu Ibúar í borginni Den- ver í Colorado-fylki í Bandaríkjunum hafa vaknaS upp viS vondan draum. Hefur komizt þar í borginni upp um eitt mesta lögreglu- hneyksli sem sögur fara af. ÞaS er uppvíst, aS stór hluti lögregluliSs borgarinnar hefur stofn- aS meS sér glæpahring Hann hefur starfaS í \4 ár. ÞaS er ekki furSa þó hrollur fari um íbúa borgarinnar, þegar þeir hugsa til þess aS hinir einkennisklæddu menn sem áttu aS vernda þá hafa sjálfir veriS verstu glæpamennirnir í borg inni. 150 sekir. Þegar lögreglumennirnir voru að varðgæzlu á götum borgarinnar að næturlagi, notuðu þeir oft tækifæri og brutust inn í banka og skrif- stofur. Þar læddust þeir um í einkennisbúningum sínum, brutu upp hurðir og sprengdu peningaskápa. í lögregluliði Denver-borg- ar eru 800 manns. Það er talið að 150 lögregluþjónar hafi verið viðriðnir þessa glæpi. Enginn furða, þótt íbúar borgarinnar hafi undr- azt hin tíðu innbrot á undan- förnum árum. Rannsókn þessa alvarlega máls er enn í fullum gangi. Er nú þegar búið að dæma 6 lögreglu- þjóna, 12 til viðbótar hafa játað sekt sína, 18 enn til við- bótar hafa verið ákærðir. En málið á eftir að verða miklu víðtækara. Stærstu innbrotin. Þeir lögregluþjónar, sem þegar hafa játað viðurkenna að þeir viti um 130 innbrot, sem gáfu af sér 150 þúsund dollara. En eins og annað i sambandi við þetta mál á þetta eftir að aukast stór- kostlega áður en ranpsókn lýkur. Glæpasaga lögregluliðsins náði hámarki í júlí 1960. þegar hópur ögreglumanna brauzt inn i skrifstofu og stai úr peningaskápum 40 þús- und dollurum. Það alvarlega í þessu málj er, að talsverðar grunsemdir hafa legið á lögreglunni. En svo virðist sem háttsettir menn i stjórn logreglunnar hafi verið viðriðnir glæpina, svo kærum var stungið und- ir stól. Til sálfræðings. Það gerðist t. d. fyrir nokkrum árum, að þjófa- bjalla fór að hringja í verzl- un einni í miðhluta Denver-. Það vildi svo til, að eigandi verzlunarinnar var nær- staddur og fór inn í búðina. Sá hann þá að tveir einkenn- isklæddir lögreglumenn voru í búðinni og voru að bera poka út. Eigandinn spurði, hvað þeir væru að gera þarna. Þeir svöruðu honum illu einu og sögðust skyldu skjóta hann ef hann steinþegði ekki. Maðurinn kærði þetta og lögreglumenn- irnir voru kallaðir fyrir. Þeir ^sneru sögunni við og sögðust aðeins hafa komið inn í búð- ina í leit að þjófum. Á s.l. ári kom heiðvirður' jögregluþjónn til eins af yf- irmönnum sínum og gaf hon- um alvarlega frásögn af glæpum starfsbræðra sinna. Hann var sendur til rann- sóknar hjá sálfræðingi. Sál- fræðingurinn gaf skýrslu um ..ð lögregluþjónninn væri sennilega að segja sannleik- ann. Undir merki lögreglunnar. Lögregluþjónarnir gátu framið innbrot sín á hag- kvæman hátt. í fyrsta lagi höfðu þeir fengið kennslu í lögregluskóla, þar sem þeim var sagt nákvæmlega á hverju innbrotsþjófar féllu oftast. Þeir höfðu aðgang að fullkomnustu innbrotstækj- um, sem höfðu verið gerð upptæk hjá öðrum innbrots- þjófum. Þeir vissu nákvæm- lega um starfsaferðir lög- reglunnar, um vaktaskipti hennar og eftirlitsferðir. Oft gátu þeir framið glæpina undir hlíf einkennisbúnings síns. Þess eru dæmi að eig- endur verzlana tilkynntu lögreglu, að þjófabjalla þeirra væri í ólagi og báðu lögregluna um að vera á verði. í staðinn fyrir það notuðu lögregluþjónarnir tækifærið og brutust inn. Oft notuðu lögregluþjónarnir bif reiðar lögreglunnar til að aka á innbrotsstað og koma ráns- fengnum undan. Það var loks um síðustu Frh. á 10. síðu. WWWWWV .---.---WW«-»'VrtWWVWWWWVWWWWWWWWWWWN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.