Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 16.10.1961, Blaðsíða 15
Mánudagur 16. október 1961 VtSIR Carol létti þegar hún sá hana og spurði hispurslaust: — Hvað gerðist, Erica? Er nú allt komið í lag? — Já. Allt eins og það á að vera, sagði Erica, en fann um leið að það var hæpin lýsing á því sem gerzt hafði um kvöldið. Carol settist. — Ég hef aldrei á ævi minni orðið jafn hissa og þeg- ar ég opnaði dymar og sá hann standa þarna hjá þér. Hvaðan úr veröldinni kom hann? Ég vissi ekki hvort ég ætti að fara eða ekki. En ég gerði ráð fyrir að þú vildir fremur tala við hann ein. — J% það var alveg eins gott að ‘þú fórst. Hann var •hérna nálægt — af tilviljun — ög ég rnætti honum. Hann gekk með mér og yfldi endi- 8S3HS lega fá að vita hvar ég ætti heima. Og svo kom hellirign- ing, og þess vegna neyddist ég til að bjóða honum inn. — Ég hefði nú heldur látið hann drukkna, tautaði Carol, og eftir augnablik sagði hún, talsvert hvöss: — Tókst þér að fela Bunny fyrir honum? — Nei. — Nei? Og hvað gerðist þá? Erica svaraði ekki strax. Nú fannst henni hún heyra í Bunny aftur og mundi hvern ig svipurinn á Oliyer hafði bréytzt. — Bunny vaknaði, sagði hún loksins. — Og Oliver vildi endilega fá að vita hver hann væri. — Og þú sagðir honum það? ICZLjl COPEHHfiGEH — Tókstu eftir augnaráðinu sem hún sendi þér? — Gat ég gert annað? — Þú hefðir getað sagt honum að grannkona þín ætti bamið — eða að ég hefði eignast barn í lausaleik - eða eitthvað annað, sagði Carol óþolinmóð. — Nei, Carol. Ég hefði ekki getað sagt neitt þess háttar við Oliver, svaraði Erica hægt. — Ég lét hann meira að segja koma inn til Bunnys, og þá var ekki um að villast að þetta var mitt bam. — Var hann ... leizt hon- um vel á hann? spurði Carol forvitin. Erica beit á vörina og kink- aði kolli. Hún hugsaði til þess hvemig Oliver hefði haldið á drengnum og kysst hann aft- ur og aftur. — Og hvað gerði Bunny? — Hann .. . Erica þagði en hélt svo áfram: — Hann klappaði meiddu hendinni á Oliver, alveg eins og hann vissi og skildi. .. — Ó! sagði Carol. — Og sagði Oliver nokkuð? — Já. Hann sagði að Bun- ny væri alveg eins og ég. En spurðu mig nú ekki meir, Carol! — Fyrirgefðu mér, Erica, ég skal ekki gera það, sagði Carol iðrandi. — En segðu mér bara hvort hann minnt- ist nokkuð á að hann vildi fá Bunny ? — Hann'sagði að Bunny væri mín eign. Að ég þyrfti ekki að óttast að hann gerði tilkall til hans. Og að ég skyldi bráðum fá orðsendingu frá málaflutningsmanni hans viðvíkjandi skilnaðinum. Eftir nokkra þögn sagði Carol: — Svo að þið töluðuð þá um skilnaðinn ... Jæja, þú kærir þig víst ekki um að tala um hann heldur, býst ég við. Og það er ekki nema eðli- legt. En reyndu að muna, Er- ica. að þegar fram í sækir er þetta betra en að draga allt á langinn. Erica kinkaði kolli. Ef til vill hafði Carol rétt fyrir sér. Hún vonaði að hún hefði rétt fyrir sér. Aftur varð þögn og Erica reyndi að hugsa um eitthvað annað. — Þá tölum við ekki meira um þetta, Carol. Segðu mér heldur eitthvað af sjálfri þér, góða . . . Hún varð hissa er hún fann að hún gat brosað. — Hvemig leið Chester. Var hann ekki hrifinn af,að hitta Þig? — Yfirmáta! Og hann bað ósköp mikið að heilsa þér og Bunny. — Þökk fyrir það. En ég held varla að hann geti hugs- að um annað en þig. Carol hló og roðnaði dálít- ið, en þáð gerði hún sjaldan, svo að Erica tók því betur eftir því. — Heyrðu Carol, gerðist nokkuð sérstakt hjá ykkur í kvöld ? — Já, ég held að maður verði að segja það, sagði Carol. — Æ, láttu ekki svona, Carol! Segðu mér hvað gerð- ist. Carol færði sig að Ericu og faðmaði hana að sér. — Mér finnst hálf hrotta- legt að segja þér frá þessu núna í kvöld, sagði hún. — En — við emm trúlofuð. Erica kyssti hana. — Mér þykir svo vænt um að heyra þetta, Carol, sagði hún. — Vemlega vænt. Þetta var það | bezt sem þú gazt sagt mér. Og hún hugsaði með sér: Nú hef ég misst Carol lika. Þetta gleður mig ósegjanlega mikið, hennpr vegna, en ég hef misst hana. Nú á ég að- eins Bunny eftir. En Carol mátti 'ekki gruna hvað hún hugsaði. Hún varð aðeins að sjá að Erica væri glöð yfir að hún og Chester höfðu fundið hvort annað. — Hvenær ætlið þið að gift ast, Carol? Og þú ert veru- lega hamingjusöm? — Mjög bráðlega og — já! svaraði Carol spekingslega. Erica hló. — Þú verður honum ágæt kona, sagði hún með áherzlu. — Ég vona að hann verði afbragðs eiginmaður, sagði Carol. — Ég lít svo á að það sé miklu meira virði. Erica svaraði því ekki, sumpart vegna þess- að hún hélt að Caról segði þetta ekki í fullri alvöru, og sumpart vegna þess að hennar eigin hugmyndir höfðu ekki reynzt vel í framkvæmdinni. \ Þær sátu lengi og skröfuðu, og þegaj- þær loks háttuðu virtist Erica ekki 'neitt föl or mædd lengur. Erica skrapp fyrst inn til Bunnys til að athuga hvort allt væri í lagi. Drengurinn steinsvaf og hafði ekki hug- mynd um að hann hafði vald- ið erfiðleikum milli foreldra sinna. Erica laut niður að honum og huggaði sig við að geta verið nærri drengnum sínum. Eins og svo oft áður. — Mér þykir svo vænt um að honum leizt vel á þig, sagði hún. — Og hann kyssti þig um leið og hann sagði að þú værir líkur mér. Það gerði hann þó. Og með þessa fátæklegu huggun í huga kyssti hún Bunny og fór að hátta. Næstu daga var ýmiskonar umstang í tilefni af trúlof- un Caroí. Þær sáu Chester oft og hann var hamingjan upp- máluð. Og þeir fáu, sem þau þekktu í London, fögnuðu trúlofuninni. — Jafnvel Madame varð nærri því mannleg þegar hún sá hringinn á mér, sagði Car- ol. — Kannske stafar það af því að hún geri sér von um að ég verði góður skiptavinur hennar í framtíðinni. — Heldurðu að þú verðir það? Sagði Erica og hló. — Líklega, sagði Carol. — Það verður gaman að geta keypt dýra og vandaða vöru, \! ■G'áZ Hann er ríkasti Arabahöfð- inginn sem ég þekki. Það fundust ekki aðeins olíuæðar í landi hans, heldur vatnsæð- ar. Halló, halló, ætla engir fleiri að fara upp með lyftunni? í stað þess að kaupa ódýrt kram. Ég verð líklega að spyrja Chester hvort hann sé sæmilega ríkur, áður en það er orðið of seint að draga sig í hlé. Sumir karlmenn hafa lag á því að sýnast ríkir, án þess að eiga bót fyrir rassinn á sér, og ef Chester er einn af því taginu . .. — Vertu ekki að þessu bulli, sagði Erica. — Þú veizt ofur vel að þú ert gengin Chester á vald án þess að hugsa um hvernig sparisjóðs- bókin hans lítur út. - En Carol var ekki af baki dottin. — Langt frá því. Ég hef enn nægilegt brjóstvit til að afþakka hreysi og hjarta, ef svo ber undir. — Ég býst e'kki við að um hreysi verði að ræða, sagði Erica hughreystandi. — Og ætlarðu að láta Madame, hús- móður þína, sauma brúðar- kjólinn ? — Já, var ég ekki búin að segja þér það ? Madame ætl- ar að gefa mér hann í brúð- kaupsgjöf. — Sú þykir mér rausnar- leg! sagði Erica. — Já, mér finnst það nærri því grunsamlega rausnarlegt,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.