Vísir


Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 9

Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 9
Þriðjudagur 17. október 1961 V f S I R 3 En blöndun hefur stöðugt átt sér stað við utanaðkomandi menn af norskum og íslenzk- um skipum. Fólk í ýmsum afdölum Noregs hefur verið einangraðra en í Grænlandi og þó ekki úrkynjazt. Beina- grindur úr grænlenzkum gröfum benda til þess að stofninn hafi verið heil- brigður og vel vaxinn. Ekkert einsdæmi. Engin þessara kenninga ein út af fyrir sig virðist nægja. Varla hefur nokkur þjóð orðið að þola jafn mikl- ar hörmungar og fsiendingar og samt lifðu þeir af. Sterk rök mæla með því að byggðin í Grænlandi hafi lagzt niður af öðrum orsök- um. Telur Helge Ingstad að orsakirnar hafi verið sitt hvorar í Vestribyggð og Eystribyggð. Hann felur að íbúar Vestribyggðar hafi tek- ið sig upp með búslóð sína kringum 1350 og siglt til gróðursælli landa, hugsan- lega til Labrador. Ferðir Englendinga. Um aldamótin 1500 bjuggu Grænlendingar höfðu á boðstólum verzlunarvörur sem voru mjög eftirsóttar í Evrópu, loðfelda, skinn, dún og spik og vafalaust mikið af skreið. Fiskur var mjög eftirsótt vara meðal annars vegna á- hrifa frá kaþólsku kirkj- unni, sem bannaði kjötát á föstudögum. Næstum allur fiskur Norður-Evrópu var þá veiddur innan yfirráða- svæðis Dana og Noregsveldis og höfuðstöð fiskverzlunar- innar var Björgvin. Þar voru Bretar utan gátta. Þeir urðu því að leita nýrra leiða og var samkeppnin um fiskinn mjög hörð. Það hlýtur því að hafa verið talin hreinasta gullkista að komast í verzl- unarsamband við byggðirnar á Grænlandi. Seinni veiði- ferðir til Nýfundnalands sýna að leiðin til Grænlands var ekki of löng. Enskir sjóræningjar við ísland. En nú er að snúa að hinni hlið samskiptanna við Evr- ópuþjóðir. 15. og 16. öld var tímabil sjóræningjanna á öll- eyddu byggöina á Grænlandi norrænir menn, enn í Græn- landi, það er í Eystribyggð- inni, sem er suður undir suð- urodda Grænlands. Það hafði fækkað í þessu þjóðfélagi, en á Herjólfsnesi gengu menn enn í fötum af nýjustu tízku frá Evrópu. Einhvern veginn hafði sambandið haldizt við menningarheiminn. Það má vera, að norsk skip hafi heimsótt Grænlands- byggðir seinna en við vitum um. Ástæðan til þess að það er hvergj nefnt getur verið að slíkar Grænlandsferðir voru ólöglegar. Kringum aldamótin 1400 varð feikileg aukning á enskri verzlun og fiskveiðum við fsland. Enginn vafi er á að stundum hefur ensk skip hrakið til Grænlands. Lík- legt er að það hafi líka komið fyrir Hamborgara. Toldu í tízkunni. Hvaða þýðingu hafði það nú fyrir Grænlendingabyggð að ensk og þýzk skip fóru að koma þangað. Fyrst og fremst hafði það verzlunarþýðingu. Klæðnað- ur Grænlendinga sem fund- izt hefur við fornleifagröft sýnir að þeir fylgdust með evrópzku tízkunni. Það þýð- ir að skipin hafa haldið á- fram að koma þangað. um höfum. í sjórán lögðust óbótamenn úr öllum löndum frá Englandi, Þýzkalandi, Noregi, Danmörku, Portúgal og Spáni. Allsstaðar við- gengust rán og brennur, sem gáfu lítið eftir ránum vík- ingaaldar. fbúar Norður- Noregs, Færeyja og fslands fengu mjög að kenna á þessu. Sérstaka athygli munu vekja í þessu sambandi sjó- rán Englendinga á íslandi, árás þeirra á Bessastaði og brenndu kirkjuna, 1423 réðust þeir á Hrísey, Húsa- vík og Grímsey, rændu þar og rupluðu og brennduhús og kirkjur. Þannig héldu ránin áfram. Bretar drápu fólkið og tóku annað höndum og fluttu með sér mansali. Vafalaust hefur þetta sama gerzt a Grænlandi. Spurning- in er aðeins hvort hægt sé að finna nokkrar heimildir fyrir þessu. Páfabréfið frá 1448. Það er til ein slík heimild. Það er páfabréf Nikulásar páfa 5. til Marcellusar. í þvi bréfi er þessi lýsing á Græn- landi: til strandar þessa lands komu barbararnir fyrir þrjátíu árum með skipa- flota, réðust á fólkið sem bjó þarna með ægilegri grimmd og eyðilögðu þannig landið og hinar heilögu byggingar með eldi og verði. Hina aumkunarverðu íbúa af^ báðum kynjum fluttu þeir burt með sér sem fanga og þræla. Þessi heimild hefur verið dregin í efa, vegna þess að sögur meðal Eskimóa um að þeir hefðu eytt byggðina í Suður-Grænlandi. Það virðist svo sem hinir ensku ræningjar hafi hreins- að byggðirnar að mestu. Forn leifarannsóknir sýna ösku- leifar í fjölda húsarústa og margar helztu kirkjur Græn- lands hafa verið brenndar, Kenningar Heige Ingstad í umdeildu máli. bréfið er til Marcellusar fals- biskups yfir íslandi, en hann var svikari sem komst áfram með skjalafölsunum. En hér verður að gæta þess að í þessu tilfelli er ekki einu sinni um að ræða bréf sem Marcellus hefur skrifað, heldur bréf frá páfanum, sem sennilegt er að hafi fengið þessar upplýsingar annarsstaðar að. Staður eyddur af eldi. Helge Ingstad styður þess- ar hugmyndir sínar ýmsum fleiri rökum. Þegar Niels Egede kom tii Grænlands þekktu Eskimóarnir hina ensku sjóræningja sem enn voru á ferli og það gengu m. a. dómkirkjan í Görðum og kirkjan í Herjólfsnesi. Sama er að agja um kirkj- una á aðallandsnámsjörðinni í Bröttuhlíð. Eskimóarnir kalla Herjólfs nes Ikigait, en það þýðir „StaðurinnNsem er eyðilagð- ur af eldi“. Enn er athyglisvert að ekkert finnst í kirkjunum af dýrgripum þeirra. Þá hluti hafa ræningjarnir tekið fyrst. Og nú skulum við setja dæmið upp: — Það er ljóst að mikið af húsum og kirkjum Grænlend- inga hefur brunnið til ösku. Hvort haldið þér að sé nú líklegra að hér hafi verið að verki Eskimóarn- ir, sem voru búnir að lifa í friði í landinu með hin- um norrænu mönnum í fleiri aldir, — eða enskir ræningjar, sem við höfum greinilega sagnir af að fóru með báli og brandi á Islandi og voru einmitt um sama leyti að brenna kirkjur og hús á íslandi? Landið yfirgefið. Árásir ræningjanna hafa auðvitað ekki leitt til þess að Grænlendingunum yrði út- rýmt þegar í stað. Alltaf hafa einhverjir lifað af. En end- urteknar árásir ræningja hafa veikt þetta litla þjóðfé- lag. Það hlýtur t. d. að hafa verið geysilegt áfall fyrir byggðina þegar miðstöðvar og menntasetur eins og Garð- ar og Brattahlíð voru lagðar í rústir. Eftir það hafa hinir eftirlifandi vitað, að þetta þjóðfélag yrði ekki endur- reist og þeir hafa lifað við sífelldan ótta um að árásirn- ar kynnu að endurtaka sig. Þegar svo er komið, er það skiljanlegt, að fólkið hafi farið að hugsa sér til hreyf- ings. En hvert sigldu leifar þeirra. Það er hugsanlegt að nokkrir Grænlendingar hafi siglt til Noregs á 15. öld en ekki síðar en það. Það er og hugsanlegt að þeir hafi siglt til meginlands Ameríku eins og líklegt er að íbúar Vestribyggðar hafi gert áður. En ein nærtækasta skýr- ingin er þessi. Það voru ekki aðeins enskir ræningjar sem komu til Grænlands, heldur einnig friðsamir kaupmenn á kaupförum sínum. Ef slíkt skip hefur komið til Græn-1 lands er það ekki útilokað að það hafi getað tekið marga farþega ef þeir gátu greitt fargjaldið. Og Græn- lendingarnir hafa átt auðvelt með að semja við kaupmenn frá enskum útgerðarbæjum eins og Lynn. Grimsby og Bristol. Þessir kaupmenn og sæfarar voru einmitt margir af norskum ættum. Og hvað um hina þrjá frumstæðu menn sem Hak- ulyt segir að enski sæfarinn Sebastian Cabot hafi flutt með sér frá fjarlægri eyju. Þeir voru einkennilega klæddir í loðf^ldi og undar- legir í háttum. En er þeir höfðu verið í tvö ár við hirð Englakonungs gat sögumaður ekki aðgreint þá frá Eng- lendingunum við hirð Hin- riks VII. Þeir frumstæðu menn hafa hvorki verið Eskimóar né Indíánar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.