Vísir - 24.10.1961, Side 1
51. árg. Þriðjudagur 24. október 1961. — 244. tbl
ZtmlyS
Spitsierytn
VISIR
Bisasprengja Bússa var sprengd við Novaja Zemlya 2.500 km. fyrir austan ísland.
GEISLAVIRKT RYK YFIR
JAPAN EFTIR FJÓRA DAGA
Ljóst er nú orðið, að Rússar sprengdu í gærmorgun
öflugustu sprengju sem nokkru sinni hefur verið
sprengd. Um hitt geta menn ekki sagt með fullri vissu,
hve öflug sprengjan hefur verið.
Vísindamenn eru ekki í nokkrum vafa um það, að
mikið geislavirkt ryk muni falla út frá þessari stór-
sprengju, mun rykskýið færast austur á bóginn og
verða komið yfir Japan eftir þrjá til fjóra daga.
Glæpur
gegn mannkyninu.
Japanska stjórnin hefur
fyrirskipað sérstakar varúðar-
ráðstafánir, einkum í sambandi
við matvæli. Er líklegt talið að
geislunin verði svo mikil að
fleygja verð mjólk úr kúm í
nokkra daga og strangt eftirlit
verður haft með grænmeti,
framkvæmdar sífelldar geisl-
unarmælingar á því.
Japanska stjórnin hefur á-
kveðið að br^ im ströngustu
mótmæli vi< rn Sovétríkj-
anna vegna sprengingar þess-
arar, sem hún telur glæp gegn
mannkyninu.
Frá Japan mun hið geisla-
virka ryk frá stórsprengjunni
halda áfram að berast austur á
' t
bóginn og breiðast út. Eftir
um það bil 10 daga til hálfan
mánuð verður það komið
hringinn í kringum jörðina á
norðurslóðum.
I
Á jarðskjálftamælum.
Það var í gærmorgun, sem
fyrstu fregnirnar af stór-
sprengju Rússa bárust út frá
jarðfræðideild háskólans í
Uppsölum. Hafði þá kl. 7,36,
ísl. tíma, orðið vart jarðhrær-
inga á jarðskjálftamæli stofn-
unarinnar og bentu mælingarn-
ar til að hræringarnar hefðu
borizt frá Novaja Zemlja til-
raunasvæði Rússa. Voru hrær-
ingar þessar miklu öflugri en
frá nokkurri annarri sprengju
Rússa. Var sprengjan svo gíf-
urleg, að hennar varð vart á
jarðskjálftamæla víðsvegar í
heiminum, hvarvetna í Vestur-
Evrópu og jafnvel austur í
Japan.
30 megatonn.
Síðdegis í gær tilkynnti
Sendiráð Rússa
veit ekkert.
Vísir spurði rússneska
sendiráðið í morgun,
hvort það hefði fengið
nokkrar fréttír eða til-
kynningar um stór-
sprengju Rússa.
Blaðafulltrúi sendi-
raösms sagöi að þeir
vissu ekkert um málið,
hefðu ekkert skeyti
fengið frá Moskvu og
engar fréttir aðrar en
þær sem stæðu í íslenzku
blöðunum.
kjarnorkunefnd Bandaríkj-
anna, að nú væri fengin vissa
fyrdr því að Rússar hefðu
sprengt stórsprengju. Skýrði
nefndin frá því að þá um morg-
uninn hefðu Rússar sprengt
tvær sprengjur við Novaja
Zemlja. Hefði sú fyrri verið
sprengd í mikilli hæð og verið
gífurlega öflug, en hin hefðd
verið sprengd þegar á eftir neð-
ansjávar. Kjarnorkunefndin
kveðst ekki geta sagt um fyrdr
frá vetnissprengju Rússa í
gærmorgun, mun hafa náð
hingað til lands 3—4
klukkustundum eftir að
sprengjan var sprengd.
víst hvort risasprengjan hefði
verið 50 megatonn að styrk-
leika, en sennilegt teldi hún, að
sprengjan hefði verið í kring-
um 30 megatonn, en það er þó
lang stærsta kjarnorkusprengja
sem nokkru sinni hefur verið
sprengd. Neðansjávarsprengjan
hafði verið mdklu minni.
Fréttirnar af þessari stór-
sprengju Rússa hafa vakið
harm og reiði um gervallan
heim.
Hinn síritandi jarðskjálfta-
mælir Veðurstofunnar, sýndi
jarðhræringar og kemur tíma-
setningin heim við það sem
mældist í Uppsölum í Svíþjóð.
í morgun sagði prófessor Þor-
björn Sigurgeirsson forstöðu-
Framh. á 5. síðu.
frá heilbrigðissjónarmiði.
ÞRÝSTINGSBYLGJAN