Vísir - 24.10.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 24.10.1961, Blaðsíða 2
2 yisiB Þrdðjudagur 24. október 1961 Fimm lenda í a!i miklum slysum. Sjú En-Læ í ræðustól á þinginu. Deilur koma í Ijós milli Rússa oq Kína. Á flokksþingi kommúnista í Moskvu hefur orðið opinbcr og mjög ábcrandi deila milli Rússa og Kínverja út af af- stöðunni til albanskra komm- únista. Réðist Krúsév í fyrstu ræðu sinni harkalcga á al- banska kommúnista fyrir það, að þeir fylgdu kenningum Stalins. — Forsætisráðherra Rauða-Kína, Sjú En-læ, flutti skömmu síðar ræðu, þar sem hann ámælti Krúsév fyrir að Brotizt inn í sumarbústaói. Hafnarfjarðarlögreglan skýrði blaðinu svo frá í gær að að- faranótt sunnudagsins hefðu skemmdarvargar verið á ferð- inni í sumarbústaðalöndum Hafnfirðinga og farið þar um eyðileggjandi og stelandi. Var brotizt í marga bústaði í Sléttu- hlíð, á leiðinni í Kaldársel og í bústaði við Urriðavatn. Riffli var stolið í einum bústaðanna, vindsæng í öðrum og fleira smá- vegis. Það eru vinsamleg til- mæli lögreglunnar til þeirra, er kynnu að hafa orðið varir við ferðir þessara manna, að gera aðvart. Aðfaranótt laugardagsins var innbrot framið í sundhöll Hafn- firðinga. Þjófurinn sprengdi upp skúffu, og fann þar pen- ingakassa, sem í voru ca 3000 krónur í peningum, en auk þoss bankabók með 8000 kr. inn- stæðu, svo og tékkahefti. Var kassanum stolið með öllu sam- an. láta koma opinberlega í Ijós á- greining innan kommúnista- ríkjanna. Virtist hann vera Krúsév hinn rciðasti yfir þessu og sagði bað hað væri hin vcrsti óvinafagnaður að hefja slíkar deilur á opinbcrum vettvangi. skoraði Sjú á Krúsév að lcysa slíkar deilur á iokuðum fund- um. Sjú gekk út. Nokkru síðar flutti Krúsév aðra ræðu, sem fjallaði um hina nýju stefnuskrá kommún- ista. Gerðist það oftsinnis undir ræðu hans, að allur þingheim- ur klappaði honum lof í lófa. Vakti þá ekki litla athygli og furðu, að Sjú klappaði ekki fyrir honum, heldur sat allan tímann með hendur í vösum. Er Krjúsév hafði loklð ræðu sinni, gekk hann til hinna er- lendu gesta og tók í hendur þeirra. Þá gerðist það, að Sjú En-læ stóð upp og strunsaði út úr salnum eins og hann vildi ekki heilsa Krúsév. Beinist gegn Kína. En þegar fundur hófst næst gengu þeir þó saman inn í sal- inn Sjú og Krúsév og höfðu þeir verið á fundi saman. Virt- ist þá gott samkomulag með þeim. Þó hafa væringarnar haldið áfram. Deilurnar stand.a um kommúnistaflokk Aibaníu, en talið er að árás Krúsévs á hann beinist fyrst og fremst að kinverska flokknurrt, sem helci- ur enn við Stalinismann líkt og Albanir. Járnbrautarslys varð nálægt Kalkutta sl. föstudag og meiddust á annað hundrað manns, en 20 biðu bana. Mikið var um slys hér í bæn- um um helgina og hafði lög- reglan bókað slys á þrcm drengjum og tveim fullorðnum, sem allir voru fluttir til Iæknis- aðgcrða í slysavarðstofunni. Meðal hinna slösuðu voru tveir þriggja ára drengir, sem báðir voru fyrir bílum. Annar þeirra varð fyrir bíl á laugar- daginn kl. 5 síðdegis á Snorra- braut. Hann slasaðist talsvert, en læknar héldu við fyrstu at- hugun að meiðslin væru ekki alvarlegs eðlis. Hinn drengur- inn var fyrir bíl í Steinagerði í gærdag. Meiðsli hans voru lítil talin. Þá var bifhjóli ekið á hjól- ríðandi dreng, 8 ára gemlan í fyrrakvöld um áttaleytið. Drengurinn meiddist á höfði og hjólið stórskemmdist. Maður- inn á bifhjólinu, sem ók á drenginn, fór sína leið án þess að stanza eða skýra frá at- burðum. í fyrrinótt um eitt leytið datt maður við Menntaskólann. Hann rotaðist við fallið og skrámaðist auk þess á höfði. sömu nótt lenti maður utan í bifreið á Grensásvegi og meidd- ist á hendi. f gærmorgun, um sexleytið, datt maður í Reykjavíkurhöfn. Menn komu honum strax til bjargar og honum mun ekki hafa orðið meint af volkinu. Penmgum stolið. Á föstudaginn var stolið hér í íbúð í bænum 6000 krónum í peningum. Hafði eigandi pen- inganna skilið veski sitt eftir í yfirhöfn í forstofu. Grunur féll á mann, sem kom- ið hafði í húsið. Hann náðist í leigubíl á laugardaginn með þrjár flöskur af brennivíni og sjálfur fullur eins og í hann komst. Á sunnudaginn viður- kenndi hann að hafa stolið pen- inn peningalítill og drykkjar- föng á þrotum. Hann hafði ekki eytt öllum peningunum, og gat greitt að nokkru það, sem á vantaði, en 100 kr. varð hann að fá greiðslufrest á. Enskur bóka- klúbbur Mr. Donald Brander, M. A., sendikennari við Háskóla fs- lands og Snæbjörn Jónsson & Co. h.f., The English Bookshop hafa í hyggju að stofna í Reykja vík bókaklúbb til þess að kynna enskar bókmenntir. Meðlimir klúbbsins kaupa eina ákveðna bók í byrjun hvers mánaðar. lesa hana og hittast svo í lok mánaðarins og ræða innihald hennar. í vetur yrðu lesnar 3 vasabrotsbækur og 3 nýjar hún Morðmál, sem vekur mikla athygli, fyrir rétti í Sviss. í Geneve eru hafin réttar- liöld í morðmáli, sem vakið hef- ir mikla athygli, því að annar hinna ákærðu e: sakaður um föðurmorð Þannig er mál með vexti, að Richard og Josette Bauer eru ákærð fyrir að hafa myrt föður Josette í nóvember 1957. Ástæð- an fyrir morðinu var sú, að fað- ir Josette var maður auðugur, en skötuhjúin töldu, að þau hefðu ekki nægt fé handa í milli og hafði Richard Bauer pó góða atvinnu. Lögðu þau því á ráðin um að myrða föður Josette og vann maður hennar ódæðið, barði tengdaföður sinn fyrst í höfuðið með barefli en stakk hann síðan með hníf sjö sinnum, unz hann var dauður. í fyrstu beindist grunur ekki að dóttur hins myrta eða manni hennar, svo að þau fengu sitt fram — þeim var greiddur arf- ur eftir hinn myrta, 3.5 millj. króna. En illur fengur illa for- gengur og að hálfu öðru ári liðnu höfðu þau sólundað hverjum eyri í glæstar flíkur og skemmtanir. Richard Bauer hefir játað á sig morðið, en kona hans neitar að hafa átt nokkurn þátt í því og bendir á, að hún hafi verið víðs fjarri, er það var framið. Richard hefir hinsvegar sagt, að hún sé ekki síður sek en hann, þótt hún hafi ekki haldið á neinu morðtóli. bækur og umræðu-kaffifundir haldnir sex sinnum, en bækurn- ar munu meðlimir klúbbsins fá með 10% afslætj:i hjá Bóka- verzlun Snæbjai,nar. Nóvember- b.ók klúbbsins verður „Eating People is Wrong“ eftir Malcolm Bradbury. Gert er ráð fyrir að 20 manns verði í flokki og mun Mr. Brander verða formaður klúbbsins og stjórnar umræðu- kaffifundunum og fara umræð- ur fram á ensku. Gagarin ©B veikur. Brezk blöð birta fréttir um það frá Moskvu, að ekk- ert verði af Indlandsför geimfarans Yuri Gagarins, vegna veikinda hans. Áður hafði verið frestað fyr- irhuga&ri Ítalíuför hans og þeg- ar flokksingið var sett í vik- unni sem leið var þess sérstak- lega getið í fréttum frá Moskvu, að hann hefði ekki get- að verið viðstaddur vegna veik- inda sinna. Ekkert hefir verið látið uppi um, hvað gangi að Yuri Gaga- rin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.