Vísir - 24.10.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 24.10.1961, Blaðsíða 4
4 V í S I R t Þriðjudagur 24. október 1961 Sjúkraflugvél á Akureyrarflugvelli. Þessi vél er af Beechcraft Bonanza gerð, en vél ( Tryggva Helgasonar er hins vegar af gerðinni Piper Apache. Nýr flugskóli á Akureyri. Tryggvi Helgason, sjókrafktg- maður veitir honum forstöðu. Á Akureyri hefir verið stofnaður nýr flugskóli, sem Tryggvi Helgason flugmað- ur starfrœkir. Tíu nemend- ur hafa innritazt í skólann og tók hann til starfa um sl. mánaðamót. — Er þetta fyrsti flugskól- inn sem starfræktur hefir verið á Akur,eyri? spurði blaðamaður Vísis í stuttu símtali sem hann átti við Tryggva flugmann. — Nei. Það var stofnaður skóli hér nyrðra fljótlega eftir stríðið. Þeir stóðu að honum Árni Bjarnarson, Gísli ÓJafsson og Steindóí Hjaltalín. Þeir höfðu fimm flugvélar til umráða, en þá var flugvöllurinn á Melgerð- ismelum, langt inni í Eyja- firði, og það var miklum erfiðleikum bundið fyrir nemendur á Akureyri að stunda nám svo langt frá bænum. — Hvar hefir þú bækistöð' fyrir þinn nýja skóla? — í flugskýlinu sem eg hefi á Akureyrarflugvelli. En þangað er stutt fyrir nem- endur að fara frá Akureyr- arkaupstað. — Þú hefir nægan véla- kost til kennslunnar? — Eg hefi alls þrjár vélar til umráða. Þar af ein þejrra tveggja hreyfla sjúkravél og hún kemur ekki til greina við kennsluna. Hinar tvær eru báðar eins kreyfils vél- ar, og aðra þeirra nota eg til byrjunarkennslu. Hina svo aftur seinna þegar nem- endurnir eru búnir að læra undirstöðuatriðin. — Nokkurt bóklegt nám? — Kennslan er að lang- tún á landinu, en auk þess víða á eða við einkaheimili í sveitum. Eg hefi oftlega lent á stórum nýræktarsvæðum eða túnum, þar sem aldrei áður hefir verið lent á flug- vél. Það hefir heppnazt á- gætlega. — Heldurðu uppi nokkru áætlunarflugi? — Nei, það geri eg ekki. En -eg flýg hinsvegar mikið með farþega og vörur eftir mestu leyti verkleg. En það hefir komið til mála að halda bóklegt námsskeið seinna í vetur, ef nemendur verða nægilega margir. Það yrði þá haldið á kvöldin. — Er flugnám dýrt? — Eg tek 270 krónur fyr- ir hverja flugstund, en til að nemendur nái einkaflug- prófi þurfa þeir 40 flug- stundir. — Er mikið að gera í sjúkrafluginu? — Nokkuð mikið. Það læt- ur nærri að eg fari í 2—3 ferðir í viku til jafnaðar. Stundum þarf eg jafnvel að fara eina, tvær ferðir á dag, en í staðinn líður lengra á milli flugferða annað veifið. — Eru ekki víða erfið- leikar með lendingar? — Það get eg ekki sagt. Það er or|5ið svo mikið af merktum smávöllum, fyrst og fremst við hvert kaup- pöntun. Mest hefi eg flogið til Grímseyjar. Þar er góð- ur flugvöllur, en eyjar- skeggjar hinsvegar mjög af- skekktir og örðugt um sam- göngur þangað. Bátur hefir áætlun þangað á hálfs mán- aðar fresti og stuhdum falla þær með öllu niður. Nei, fólkinu þykir það borga sig að slá sér saman um flugvél- ina og fá hana til að flytja fólk og flutning milli lands og eyjar. Flugtíminn aðra leiðina er tæ'pur hálftími, en bátur er margar klukku- stundir. Eg gæti trúað að eg hafi flogið vikulega til jafn- aðar út. í Grímsey og jafnvel oftar á sumrin. Auk þess hefi eg flogið á fjölmarga aðra staði á land- inu, allt á milli ísafjarðar og Hornafjarðar, mest að sjálfsögðu norðanlands og austan, en líka stundum flogið suður á land. «» Stefán Rafn, ritar um ECrlstmann Guimuitdssoii, séxtugan. Kristmann Guðmundsson rit- höfundur er orðinn sextug- ur, svo hratt líður tímans þungi straumur. Mér finnst svo stutt síðan kynni okkar hófust, og þó munu vera tveir áratugir síðan. Hann var þá nýkominn heim frá Noregi eftir langa út- legð og mikinn frama. — Um Noregsdvöl Kristmanns má með sanni segja, að hann „kom, sá og sigraði“. f þessu greinarkorni verður ekki að ráði rakinn bókmennta- legur þróunarferill skáldsins. — Til þess þyrfti heila bók. — Þetta verður stutt afmælis- kveðja, einskonar rabb um dag- inn og veginn með meiru, hrip- að í flýti undan ,,setjaranum“ og við fremur óhæg skilyrði. Kristmann Guðmundsjon er einn af þessum frægu „grát- ljóðaskáldum“, er settu svip sinn á bæinn á árunum um og eftir 1920. Undirritaður var þá að vísu sveinstauli, og hefur ef- laust oft grátið á þeim árum, þó ekki væri það í kór með skáldunum. Auk Kristmanns má nefna eftirfarandi skáld, sem heyrir undir þetta tímabil íslenzkrar ljóðagerðar: Guð- mund Frímann, Sigurð Gríms- son og Steindór Sigurðsson. Þeir voru börn síns tíma, og miklar vonir voru bundnar við þessi verðandi skáld. Vonir, sem að minnsta kosti hvað Kristmann snertir, hafa rætzt. Ungur kváddi hann sér hljóðs með Ijóðabók er nefnist „Rökk- ursöngvar", útgefin í Reykja- vík árið 1922. Árið áður .en hann fórltil Noregs. Það var þó ekki ljóðagerð, sem átti eftir að gera Kristmann kunnan, heldur sagnagerð svo sem kunn- ugt er. Reykjavík reyndist hon- um sem fleiri skáldum þung í skauti. Það var engu sleppt en allt að vinna. Noregur var óska- landið, þangað skyldi haldið og’ leitað nýrra fanga. Stuttu eftir komu sína til Noregs hóf Kristmann að rita í óbundnu máli. — Fyrsta bók hans útgefin á norsku er smá- sagnasafn er ber heitið: Is- landsk kjærlighet ' (íslenzk ást) Oslo 1926. — Fallega út- gefin bók, og fyrir löngu orðin fáséð. — Bókin fékk góða dóma gagnrýnenda. Og nú snéri Kristmann sér fyrir alvöru að sagnaskáldskap. Hver skáld- sagan rak aðra, og Kristmann varð á skömmum tíma víðfræg- ur rithöfundur. „Livets morgen“ (Morgunn lífsins, — öðru nafni ,,Katanesfólkið“) átti sinn stóra þátt í því. Persónulega finnst mér hún með beztu bókum hans, ef ekki sú bezta. Bækur Kristmanns voru brátt þýddar á önnur mál og fyrir löngu er hann orðinn einn víð- frægasti rithöfundur íslenzkur, svo sem eru þeir „Nonni“ (Jón Sveinsson), Gunnar Gunn- arsson og Halldór Laxness. í persónulegri viðkynningu er Kristmann Guðmundsson skemmtilegur maður. Ávallt léttur í tali og viðræðugóður. Hann lætur ,,brandara‘“ óspart fjúka, og segir sína meiningu á mönnum og málefnum um- búðalaust, það fær ,hver sinn skammt, Hann er engi veifi- skati. Greiðvikinn maður er Krist- mann og minnist eg þess að er eg dvaldi vetrartíma í Hvera- gerði fyrir nokkrum árum. Hafði eg ætlað mér til Reykja- víkur hálfum mánuði fyrir jól m. a. til að sækja sparifötin mín, er eg átti þar geymd. En nú vildi svo til að Hellisheiði varð ófær bifreiðum og leið nú hver dagurinn svo að eigi gaf suður. Á aðfangadag jóla, þeg- ar útséð var að hríðinni linnti, fór eg í öngum mínum til Krist- manns að leita ráða hans. Það vildi svo til að hann átti þokka- lég föt, sem eg gat vel notazt við og voru þau mér góðfúslega heimil. Eg var svo í þessum fötum Kristmanns fram að ára- mótum, þá gaf loks til Reykja- víkur og sotti ég mín fö-t. En þegar ég skilaði-. honum sínum, —- mig minnir það væri á þrett- ándanum, — vildi hann endi- lega, gefa mér fötin, en eg vildi ekki þiggja, en söm var hans gerð! Þessi saga þykir kannske ekki merkileg, en hún lýsir manninum vel, og vildi eg mega nefna þetta drenglyndi. Kæri vinur Kristmann! Þú veizt, að eg fer mínar eigin leið- ir um flesfa hluti, — einnig hitt, að mig varðar ekkert um það, hvað aðrir segja. En eitt er víst, af þínum kunningsskap vil eg ekki missa. Lifðu svo heill og sæll, og skilaðu ást- arkveðju frá mér til frú Steinunnar og biddu hana um að spila niundu Symfóníu Beethovens; sannarlega 'er það sálarbót á þessum síðustu og verstu tímum efnishyggjunnar' í brjáluðum heimi. Með beztu kveðju. Stefán Rafn. Reykjavík. Vegna mistaka í prent- smiðju í gær, varð afmælis- grein Stefáns Rafns um Kristmann Guðmundsson að bíða dagsins í dag. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á því. Tuban forseti Líberíu var spurður að því í Washing- ton af hverju framfarir væru minni í landi hans en í Ghana og Nígeríu. „Það er af því að þessi lönd eru fyrrverandi brezkar nýlend- ur,“ svaraði Tuhman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.