Vísir - 24.10.1961, Blaðsíða 6
6
VISIR
Þriðjudagur 24. október 1961
fKmSTiLEfj AriADEIUIA
VERÐI I SKALHOLTI
Maðurinn, sem tók við völdum í Sýrlandi, þegar slitið
var sambandinu við Egyptaland, er Kuzbari, sem hér
sést vera að tala við blaðamenn á einum fyrsta fund-
inum, sem hann átti með þeim.
Fimm ára minning
ungversku bylt-
ingarinnar.
Á Hinum almenna kirkju-
fundi, sem hófst á sunnudag-
inn, flutti Páll V. G. Kolka
læknir, erindi um kirkjulega
menningu og framtíð Skál-
holts. Þar hreyfði hann hug-
myndinni að stofnun kristi-
legrar akademíu í Skálholti,
er hann ræddi um framtíð
þessa fomhelga staðar. Hér
á eftir fer útdráttur úr erindi
læknisins.
Kirkjan er móðir vestrænn-
ar menningar, því að á hinum
myrku miðöldum, eftir hrun
Rómaveldis varð hér ljós í
myrkrinu og við það ljós
lærðu barbararnir bókleg
fræði og betri siðu. Vér viss-
um lítið um fommenningu
Evrópu, ef kirkjan hefði ekki
varðveitt leifar hennar, m. a.
unum í Skálholti og á Hólum
og í klaustrum landsins. Á
síðustu tveimur öldum hafa
þrjár voldugar stefnur risið
gegn kirkjunni, skynsemistrú
arstefnan á 18. öld, efnis-
hyggjan og kommúnisminn á
19. öld. Þetta var kirkjunni
sjálfri að- kenna, hún varð
að spilltu ríkisvaldi á 18. öld,
stirðnuð í bókstafstrú á 19.
öld og vanrækti þá-það alda-
gamla hlutverk sitt að vera
líkn lítilmagnanum og mál-
svari undirokaðra stétta.
Fræðslukerfi nútímans er
reist á þeirri hjátrú 18. ald-
arinnar, að maðurinn sé í eðli
sínu svo góður, að þurfi að-
eins þurra fræðslu til þess að
verða sambúðarhæf félags-
vera. 20. öldin hefur afsannað
þetta áþreifanlega. Sú hug-
sjón að gera þjóðfélagið að
allsherjarmötuneyti, þar sem
steiktar gæsir fljúga í munn
manna um allar aldir, getur ef
til vill sameinað fátæka og
fmmstæða þjóð í bili, en þeg-
ar velmeguninni er náð,
grotnar slík menning án trú-
arlegs innihalds innanfrá,
eins og farið er að sýna sig
á Vesturlöndum og átakan-
Iega sýndi sig í Róm hinni
fomu, sem lagði undir sig all-
an hinn þekkta heim, en þjóð-
in glataði sál sinni. Aldrei
hefur þessu verið lýst snilld-
arlegar en í kvæði Einars
Benediktssonar: Kvöld í
Róm.
Þrátt fyrir alla storma og
eigin mistök hefur kirkjan
staðizt og aukizt að ytra áliti
og innra mætti á þessari öld,
því að mennimir hafa þörf
fyrir hana og þann boðskap,
sem hún flytur. Trúarþörfin
er ein af upprunalegustu þátt
um mannlegs eðlis, eins og
mannfræðin — authropotogi-
an — sýnir, og nútíma sálar-
fræði veit, að það táknræna
orkar miklu sterkar á breytni
manna en þurr fræðsla, en
trúarsetningar eru ekki ljós-
myndir eða línurit af sann-
leikanum, heldur táknrænar
myndir þess sannleika, sem
era æðri mannlegum skiln-
ingi.
Islendingar fálma milli
tveggja siða, milli trúar og
trúleysis í uppeldismálum,
milli austurs og vesturs í
stjómmálum, milli þjóðlegr-
ar meriningar og erlendra
engin útgjaldaukning nema
því aðeins, að gera eigi allt
fræðslukerfið að fabrikku,
sem skilar stajidard-pródúkti,
svo að allir verði sem mest
steyptir í sama móti eins og
einseyringar.
verðlaunar ökumenn
Sambandsþing Bindindisfé-
lags ökumanna var haldið í
3. sinn í Reykjavík 14.—15.
þ.m. með fulltrúum víða af
landinu.
Samþykkt var að ráða sér-
stakan svæðisstjóra fyrir
Norðurland til aðstoðar fram
kvæmdastjóra félagsins. Einn
ig var ákveðið að athuga og
undirbúa almenna keppni um
féíagaöflun og veita rífleg
verðlaun, efla blað félagsins,
stækka það og auka upplag,
kanna fjáröflunarleiðir, sjá
um þýðingu og útgáfu um-
ferðarbókar, taka upp góð-
akstra út um landið, og und-
irbúa 10 afmælishald félags-
ins 1963. Árstillag var ákveð-
ið 100 krónur frá næstu ára-
mótum. Formaður var endur-
kjörinn Sigurgeir Albertsson
svo og þeir, sem áttu að
ganga úr stjórn skv. lögum.
1 sambandi við þingið var
8 mönnum veitt verðlaun.
Þeir eru Geir Þorsteinsson,
forstj. Rv. 1. vl., Úlfar Svein-
Kirkjulegur skóli í Skál-
holti á að leggja áherzlu á
menntun hjartans með trúar-
legum áhrifum og á mennt-
un heilans með því að veita
yfirsýn yfir sögu kirkjunnar,
þróun menningarinnar og ný |
kristileg viðhorf í vísindum,
bókmenntum og list. Jafnvel I
með þeim húsakosti, sem þar i
er nú, má stofna vísi að
kristilegri akademíu, halda
þar námskeið í kennimann-
legri guðfræði, í kirkjulegri
hljómlist, ýmsu safnaðar-
starfi, svo sem sunnudaga-
skólahaldi, og í sálgæzlu og
geðvernd sameiginlega fyrir
kennara, presta og lækna. Þar
eiga síðar að koma aðrar
kirkjulegar stofnanir og leið-
ir þá biskupsstóll af sjálfu
sér.
Kirkjan á að vera sjálf-
stæð stofnun, vakandi sam-
vizka þjóðarinnar, en ekki
vera mýld af pólitískum vald-
höfum hverju sinni, því á rík-
ið að afhenda kirkjunni Skál-
holt'til fullrar eignar og um-
ráða og virða þannig minn-
ingu þeirra ágætu Haukdæla-
ættar, sem gaf staðinn kirkju
Krists, landi og lýð til bless-
unar, en Guði til dýrðar. —
Erinda Kolka mun verða
flutt í heilu lagi í Útvarpið í
kvöld.
bjarnarson magnaravörður
Rv. 2. vl., Kristiinn Snæland,
Selfossi, (kona hans tók við
verðlaunum hans), og Vilhj.
St. Vilhjálmsson verzl.m., Rv.
báðir með 3. verðl., Kristinn
Gíslason kennari, Rv. og Ing-
þór Haraldsson verzl.m., Rv.
báðir með 4 verðl., Jón Ingi-
marsson lögfr., Rv. 5. vl. og
Ólafur Guðmundsson ftr. Rv.
6. verðlaun.
Teikningar í
Bankastræti.
Undanfama daga hefur
Helgi M. S. Bergmann hald-
ið sýningu á teikningum eftir
sig í Bankastræti 7, uppi.
Eru þetta teikningar af
þekktum borguram, bfugðið
upp dálítið skringiiegri mynd
af sumum þeirra — ekki ó-
svipað þeim myndum, sem
Ungverjinn Strobl gerði af
I mörgum þekktum mönnum
' hér um árið. Aðsókn hefur
verið góð hjá Helga og á
sunnudag seldi hann 30 af
teikningunum. Sýningin verð-
ur senn á enda, en hún er op-
in kl. 2—4 síðdegis.
I gær voru 5 ár liðin frá
upphafi byltingarinnar í Ung-
verjalandi. Hingað er kominn
í tilefni þessa minningardags
á vegum Frjálsrar menning-
ar rithöfundurinn og blaða-
maðurinn Tibor Méray. Sátu
fréttamenn fund með honum
í gær ásamt stjóm Frjálsrar
menningar.
Kynnti Jóhannes Nordal
hann og boðaði, að hann
flytti erindi í kvöld á vegum
Frjálsrar menningar um
Ungverjaland og kommúnista
löndin 5 árum eftir bylting-
una. Á undan erindinu flytur
Páll Kolka læknir ávarp. Er-
indið verður í Tjarnarbíói og
hefst kl. 8.30. Öllum er frjáls
aðgangur.
Tibor Méray hefur verið bú
settur í París lengst af síðan
er hann flýði land, en hann
komst til Júgóslavíu 1956 og
svo til Frakklands 1957.
Hann tók mjög virkan þátt í
uppreisninni og var þar með-
limur í byltingarráði ung-
verskra menntamanna. Eftir
að hann komst til Parísar
hafa komið út eftir hann
fimm bækur og f jölda greina
hefur hann ritað í blöð og
tímarit. Hann er fæddur 1924.
Lauk háskólaprófi í ungversk
um og latneskum bókmennt-
um. Er fyrrverandi kommún-
isti, vann fyrir miðstjórn
kommúnistaflokksins 1946—
1955, var fréttaritari í Kóreu
1951—1953 og hefur ferðast
um Kína og mörg Evrópu-
lönd austan tjalds. Það var í
ársbyrjun 1955 sem hann var
rekinn frá blaði kommúnista-
flokksins vegna hægrivillu. —
Tibor Méray nýtur álits og
virðingar sem rithöfundur og
hefur m. a. hlotið hin frægu
Kossuth bókmenntaverðlaun.
Hánn kvaðst trúa því, á
þeim tímum örra breytinga,
sem nú væri í heiminum, að
sá dagur myndi öragglega
upp renna, er Ungverjaland
og önnur lönd austan tjalds
endurheimtu sjálfstæði sitt.
Bandaríkin
lána 14 herskip.
Kennedy forseti hefur fall-
ist á að lána nokkrum banda-
lagsríkjum Bandaríkjanna 14
herskip.
öll eru þessi herskip gerð
sérstaklega í þeim tilgangi,
að granda kafbátum. — Sex
þeirra fara til Danmerkur og
Grikklands, tvö til Pakistan,
og 6 til Formósu og Suður-
Kóreu. Öll skipin eru tekin
úr vara-flota Bandaríkjanna.
Áhafnir þeirra verða þjálfað-
ar í Bandaríkjunum.
gert latínuna að allsherjar- tízkuáhrifa í lífsskoðun, bók-
máli, sem gerði mönnum frá menntum og list. Vér þurfum
útkjálkum álfunnar fært að gróðrarstöð, þar sem ræktuð
sitja við beztu menntabrunna er kristileg og þjóðleg menn-
samtíðar sinnar. Fombók- °g hún á að vera í Skál-
menntir Islendinga hefðu ekki holti, hinu foma helgisetri og
orðið til, ef þjóðin hefði lært menntastöð. Þjóðinni fjölgar
að lesa og skrifa á bók i skól- sve ört, að reisa þarf f jöldá
skóla á næstu árum, að stofn-
un slíks skóla í Skálholti er
B. F. Ö