Vísir - 24.10.1961, Page 9

Vísir - 24.10.1961, Page 9
Þriðjudagur 24. október 1961 V ! S I R 9 Stórsprengjan. Allir góðir fslendingar styðja eindregið, að fsland hefir gerzt meðflytjandi að tillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um að skora á Rússa að hætta við að sprengja risaatómsprengju, sem jafngildir að sprengi- mætti 50 milljón tonnum af TNT sprengiefni. En búizt er við að við þessa einu sprengingu muni myndast næstum eins mikið -geisla- virkt ryk og af öllum kjarn- orkusprengingum í heimin- um fram til þessa. Það er ótrúlega að nokkr- um manni geti verið hlátur í hug, þegar fréttir berast af því næstum á hverjum degi, að nýjar og nýjar vetnis- sprengjutilraunir séu gerð- ar í íshafinu austur af fs- landi. f Að þesu sinni hefir enginn leyft sér að halda því opin- berlega fram, að sprenging- arnar séu aðdáunarvert skref í áttina að sigri sósíalismans. Þótt tveir fulltrúar Al- þýðubandalagsins sitji á flokksþingi austur í Moskvu og taki undir lófaklapp og fagnaðarlæti, er Krúsév boð- ar fyrirhugaða risasprengju, þá er hinum óbreyttu flokks- mönnum enginn hlátur í hug. Atómsprengingar Rússa hafa komið þeim í mikinn vanda og eru orðnar erfiðasta sam- vizkuspursmál þeirfa, jafn- vel erfiðara að kyngja því en Ungverjalandsmálinu á sínum tíma. Enn ein rottáríT sem stendur í hálsinuA, svo notað sér orðalag Krúsévs. Og við þetta opnast augu manna. Skilningurinn vax- andi á varnarmálunum. Ný- lega ákváðu stúdentar að gera stúdentadaginn 1. des- ember að baráttudegi fyrir vestrænni samvinnu. Var auðvitað kominn tími til að hætta að hafa varnarmálin sem feimnismál, sem ekki mætti ræða vegna misskildra hlutleysisreglna. Það er sjálf sagt að það fari að koma betur fram að ísland er ekki hlutlaust, heldur virkur að- ili í bandalagi vestrænna þjóða. Menn hafa spurt, hver sé eiginlega tilgangur Rússa með atómsprengjutilraunun- um. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um það, svo sem að þeir séu með því að reyna ný vopn. Sjálfsagt er það ein af ástæðunum. En full- nægjandi skýring eða til- gangur verður fundinn í því, hve Rússar hafa fram- kvæmt margar sprenging- ar, þar sem þær eru nú á IV2 mánuði farnar að nálg- ast 30. Er engu líkara en að Rúss- ar séu beinlínis að leika sér að þessu. Hver kjarnorkustrókurinn á fætur öðrum rís nú upp í háloftin yfir heimsskauts- eynni Novaja Zemlja og and- rúmsloftið heldur áfram að eitrast af þessum aðgerðum. Þannig er hinn óskemmtilegi strompleikur Rússa í heim- skautsauðnunum. Þó er kjarnorkustromp- leikur þeirra aðeins einn lið- urinn í miklu víðtækari stríðshótunum. í allt sumar hélt Krúsév uppi sífelldum hótunum í ræðum sínum um styrjöld og kjarnorkuárásir. Það sama fólst í flotaæfing- um Rússa við austurströnd fslands og flugsýningunni miklu í Moskvu. Allar þær hótanir hverfa þó í skuggann af þeirri ógnun sem fylgir undum frekar miðaður við að hlýða á, en að þeir geti tekið virkan þátt i ræðuhöid- um og áðrum þingstörfum. Annars er áberandi, hve Krúsév er orðinn allsráðandi Grein þessi er rituð, áður en fregnirnar bár- ust um stórsprengingu Rússa í gærmorgta, en verður engu að s'ður birt hér óbreytt, bar hún á erindi til roargra. Því meir er Krúsév lyft upp til skýjanna og vekur það ekki litla furðu, þegar svo skammur tími er liðinn frá því persónudýrkun var for- dæmd. Hin nýja persónu- dýrkun tekur á sig hinar hlægilegustu myndir. Ekki þorir t. d. einn einasti þing- fuiltrúi að lýsa hug sínum yfir stórsprengjunni. í stað þess að ræða efnislega um viðfangsefnin stendur röð ræðumanna upp á pallinn á flokksþinginu til að dásama hinn mikla foringja Krúsév með barnalegu þakkarkvaki. Allt á Krúsév að hafa leyst. Strompleikur Rússa atómsprengingunum. Þar hóta Rússar ekki aðeins kjarnorkustríði heldur með mögúleikanum á hægfara tortímingu mannkynsins án stríðs, en með síauknu geisla virku ryki í andrúmsloftinu. Eru sumir jafnvel farnir að óttast, að Rússar ætli í valda ' æði sínu, að setja umheim- *** inum úrslitakostina — dauð- ur eða rauður, — þ. e. að annað hvort skuli þjóðir heims falla fram og tilbiðja hinn rússneska herra, eða að þeir grípi til óyndisúrræða og kveiki í hvellhetfunni sem tortímir öllum. 6000 fulltrúar — og einn sem ræður. 22. flokksþing rússneska kommúnistaflokksins er hald ið um þessar mundir í nýju * söngleika og samkomuhúsi i Kreml, sem minnir að sumu leyti á Háskólabíó, nema hvað það tekur 6 sinnum fleiri í sæti. Þarna hafa nú um 6000 fulltrúar flokksdeildanna úr hverjum hreppi Sovétríkj- anna safnazt saman og var ætlunin að Ijúka þingstörf- um á þremur dögum. Á þing- inu á m. a. að samþykkja nýja stefnuskrá flokksins, þá þriðju síðan kommúnistar komust til valda 1917. Upp- kast að henni var lagt fram í byrjun ágúst. Er það geysi- mikið skjal, með greinar- gerðum nærri 200 vélritaðar blaðsíður. Má geta nærri að skalinu verður ekki breytt á þessu þingi. né vfirhöfuð nokkrar mikilvægar ákvarð anir teknar nema að frum kvæði eða samþykki Krú sévs. Er að því leytinu við eigandi. að halda þingið söngleikahúsi, að öll þing störfin eru eitt sjónarspil sem er sett á svið og fjöldi fulltrúanna sem skiptir þús- Nikita Krúsév. 1 Rússlandi. Þær hugmyndir, að hann þyrfti að óttast gamla Stalinista og herfor- ingja hafa reynzt rangar, eins og vænta mátti. Alræði sitt hefur hann byggt upp bæði á nokkrum vinsældum, sem hann hefur hlotið fyrir að slaka - svolítið til á hinni gömlu ógnarstjórn og með því að koma upp kringum sig sterku kerfi fylg'smanna í flokknum. Hann hefur upphækkað sjálfan sig með bvi að fordæma Stalin óg var þó sjálfur trúasti þjónn hans. Nú er Stalin ekki lengur til, nafn hans þurrkað út úr sögu Rússlands. Hann er hvergi nefndur í hinni nýju st^fnu- skrá. Erfið vandamál óleyst. í hinni nýju stefnuskrá lofar Krúsév mörgu fögru, svo sem að læknishjálp, raf- magn og einföldustu matvæli verði ókeypis. Allt er þetta óraunverulegt og laust við jörðina, enda gerir það ekk- ert til. Skjalið er ekki í eðli sínu nein' raunsæ fram- kvæmdaáætlun heldur áróð- ursplagg, þáttur í leiksýn- ingunni. Þar er meira að segja fals í falsinu. því að þegar Krúsév talar um að Rússar verði t. d. árið 1980 komnir fram úr Bandaríkja- mönnum, á hann oftast við, að þá verði þeir komnir fram úr því stigi sem Bandaríkja- menn eru á í dag. Tvö vandamál hafa reynzt Rússum svo erfið, að Krúsév hefur nokkrum sinnum feng- ið reiðiköst út af þeim opin- berlega, líkt og reiðiköst hans í New York og París. Vanda- mál þessi eru í fyrsta lagi siðspillingin, drykkuskapur- inn, sviksemin og þjófnaðir meðal hinna opinberu em- bættismanna og meðal stjórn enda fyrirtækja. Þessi spill- ing virðist nú jafnvel vera útbreiddari en á keisara- tímunum. Heimafyrir í Rúss landi er þetta nú talinn svart- asti blettur sósíalismanum. Margar ræður Krúsévs heima fyrir fjalla um þetta. Hitt vandamálið er land- búnaðurinn. Það hefur kost- að Krúsév margar áhyggju- stundir og andvökunætur. í fyrra stóðst hann ekki lengur mátið en fór eins og eldi- brandur suður um alla Ukra- inu, kornforðabúr Sovétríkj- anna. Þar skammaðist hann og reifst og rak menn um- vörpum úr stöðum fyrir svik, vesaldóm og þjófnaði, en allt kemur fyrir ekki. Nokkrum vikum síðan sleppti hann sér á fundi með bændum í Kas- akstan og hrópaði: „Getið þið ekki skilið það. að ef það er matvælaskortur, þá eigið þið að slátra hestunum, — hrossaket er bezta ket.“ Rússar tilkynna að upp- skeran verði sæmileg í Ukra- inu í ár og þó eru öli kurl ekki komin þar til grafar. Stundum hafa erfiðleikar rússneska landbúnaðarins verið skýrðir svo, að þeir stafi af því að við aukinn iðnað í borgunum hafi fækk- að svo fólki í landbúnaðin- um, að hann geti ekki lengur haft við. En þessi skýring fær ekki staðizt. Því að enn er svo ástatt í Sovétríkjunum, að 40% þjóðarinnar lifa af landbún- aði. Menn rekur og minni til þess að Þorsteinn í Vatns- leysu lýsti því eftir Rúss- landsferð, að nóg vinnuafl virtist í landbúnaðinum, þar sem fjósameistararnir austur þar héldu m. a. fjósaskóflu .undir kýrnar til þess, að flórinn óhreinkaðist ekki. Þessi 40% þjóðarinnar hafa ekki við að framleiða mat- væli í hin 60%. Með öðrum orðum, hver bóndi í Rúss- landi framleiðir aðeins mat- væli handa sjálfum sér og 1% manni til viðbótar. í Bandaríkjunum er þessu öðru vísi farið. Þar starfar aðeins 10% þjóðarinnar við landbúnað. Það er að segja, hver bóndi þar framleiðir matvæli handa sjálfum sér og 9 manns til viðbótar. Og meira en það, framleiðsla bandaríska landbúnaðarins er svo mikil, að þar eru Frh á 10. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.