Tölvumál - 01.01.1979, Side 2

Tölvumál - 01.01.1979, Side 2
2 töl’v'umAl NÖVEMBERFUNDURINN Síðasta verkefni Skýrslutæknifélagsins á árinu 1978 var félagsfundurinn um "Frumvarp til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni", sem haldinn var 21.^nóvember í Norræna Húsinu. Fundinum stjórnaði dr. Jón Þór Þórhallsson, varaformaður Skýrslu- tæknifélagsins. Á fundinum flutti dr. Ármann Snævarr, hæstaréttardómari, yfirlitserindi um lagafrumvarpið. Ármann Snævarr er formaður nefndar þeirrar er dómsmálaráðherra skipaði 25. nóvember 1976 "til að vinna að undirbúningi löggjafar um meðferð efnis í tölvum, er varða einkahagi manna". Auk frummælanda töluðu á fundinum þeir Bjarni P. Jónasson, fyrrv. forstjóri, og Elías Davíðsson, kerfisfræðingur. Þeir gagnrýndu ýmis atriði í frumvarpinu og beindu spurn- ingum til frummælanda. Ármann Snævarr sv^raði síðan framkomnum spurningum og út- skýrði nánar ýmsar greinar frumvarpsins. Góður rómur var gerður að máli ræðumanna á fundinum. Fundinn sóttu um 30 manns, sem er í'færra lagi. í fundar- lok þakkaði fundarstjóri ræðumönnum fróðleg erindi og fundargestum áheyrnina, og bauð til hefðbundinnar kaffi-' drykkju x nafni félagsins. FRÁ GJALDKERANUM Gjaldkeri Skýrslutæknifélagsins biður þá fáu féla^smenn sem ekki hafa enn greitt félagsgjaldið fyrir árið 1978, að gera nú skil á því hið fyrsta. DRÖG AÐ UMSÖGN SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS UM FRUM- VARP TIL PERSONUGAGNALÖGGJAFAR . Dómsmálaráðherra hefur beðið Skýrslutæknifélagið um um- sögn um frumvarp það til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni, og lagt var fyrir Alþingi á lögg^afarþingi 1977-78. Löggjöf þessi verður hér nefnd persónugagnalöggjöf.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.