Tölvumál - 01.01.1979, Síða 3
TÖUVUMAL
3
Skýrslutæknifélagið fagnar því aö frumvarp um persónu-
gagnalöggjöf komist brátt til umfjöllunar Alþingis, enda
hefur félagiö á undanförnum árum hvatt til þess, aö lög
verði sett um verhd persónugagna. ..
Skýrslutæknifélagiö er samþykkt ákvæðum frumvarpsins í
mörgum megin atriöum en ósamþykkt í öörum svo sem aö
neðan greinir.
Aö neðan veröa gerðar almennar athugasemdir um þau ákvæöi
frumvarpsins, sem félagið telur aö þurfi breytinga viö.
Breytingatillögurnar eru ekki rökstuddar að neinu marki
en forsendur þeirra taldar augljósar, þeim er til þekkja.
Skýrslutæknifélagið telst í megin atriðum samþykkt þeim
ákvæöum frumvarpsins, sem ekki veröur getið sérstaklega um.
Almenn atriði
Unniö verði aö því að einfalda frumvarpið að því marki
að það nýtist skráningar- og úrvinnsluaöilum til leiðbein-
inga í starfi. Sumar neðangreindra tillagna mundu reyndar
veröa til styttingar og einföldunar. Lögin þurfa að mynda
einfaldan en sterkbyggðan ramma um meðferð persónugagna.
Helztu markmið löggjafarinnar þurfa að koma skýrar fram
en í frumvarp.inu. Þykir framsetning Youngernefndarinnar
bresku til fyrirmyndar (sbr. ' greinargerð III.,5):
Youngernefndin setti fram ýmsar ábendingar og meðmæli, sem
hafa haft mikil áhrif á tillögur víða um lönd. Hinar helstu þeirra eru þessar: 1.
Líta skal svo á, að upplýsinga sé aflað í tilteknum tilgangi, og skulil þær eigi not-
aðar í annars konar skyni án þess að leyfi sé til þess veitt af rétlum aðila. 2. Að-
gangur að upplýsingum á að vera einskörðaður við þá, sem heimild hafa til þess
að fá yitneskju um þær, og er þá hafður í huga sá tilgangur, sem réltlætti söfnun
upplýsinga í öndverðu. 3. Þesá skal jafnan gadt, að eigi sé safnað viðameiri upp-
lýsingum en tilgangur með söfnuninni í upphafi réttlætir. 4. Við söfnun upplýs-
inga í þágu tölfræðiskýrslna skal þess gælt, að halda aðskildum persónuauðkennum
fvá meginefniviðnum, sem til úrvinnslu er ætlaður. 5. Gera ber ráðstafanir til þess
að skráður aðili fái vitneskju um skráninguna. 6. Gæta skal öryggisráðstafana
eftir föngum af hálfu þess, sem til skráningar stofnar, gegn misnotkun skráðra
upplýsinga. öryggiskerfi skal prófað öðru hverju með hæfilegum úrræðum. 7. Gæta
skal þess, að uppiýsingar séu eigi geymdar lengur en um tiltekið tímabil, sem greint
skal við formun á vinnsluáætlun. 8. Kosta skal kapps um, að upplýsingar, sem
skráðar eru, sén réttar og traustar, og úrræði skulu tiltæk til leiðréttingar á rang-
hermi eða ónákvæmni í upplýsingum og til að lagfæra upplýsingar í samræmi við
breytingar í tímans rás; 9. Varað er við að skrá atriði, sem byggjast á gildismati. 11
Pers ónugagnaráð
OrðiÖ "persónugagnaráö" komi í staö orðsins "tölvunefnd"
(a.m.k. þar til betra orð finnst).
f'ellt veröi niður ákvæðið (sbr. 40. gr. 1. málsgr. ) um
að ráðið verði ríkisstjórninni til ráðuneytis um tölvu-
malefni önnur en þau er lúta að meðferð persónugagna.
Raöiö skal skipaö 5 mönnum kosnum til fjögurra ára £ senn.
Kjosi sameinað alþingi 3 þeirra en dómsmálaráöherra skipi
2 þar af annan að fengnum tillögum Skýrslutæknifélags íslands.