Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 2
2 TÖLVUMÁL Tölvur eru sjálfvirkar vélar. En virkni þeirra fer eftir for- riti sem liggur í minni vélarinnar. Um forrit má svo skipta aó vild. Þannig mætti segja að ákveðin tölvusamstæða sé í rauninni jafn margar vélar og forritin eru mörg sem fylgja henni. Og með því aó skrifa ný forrit til þess aó leysa ný verkefni, hefur i rauninni veriö sköpuð ný sjálfvirk vél. Ljóst er þvi aó tölvusamstæða er í engu betri en forritin sem til staóar eru. Margháttuó vandræói hafa hlotist af því aó menn hafa trúaö því aó sem næst nakinn tölvuvélbúnaður dygöi til aö leysa hin ýmsu verkefni eöa þá aö enginn vandi væri aö setjast nióur og skrifa nokkur forrit sem leystu vandann. Tökum sem dæmi geró forritakerfis svo sem eins og lagerbókhald fyrir allstóran lager. Þetta gæti talist miölungs stórt verk- efni. Við nánari athugun koma ýmsar spurningar í ljós. Hvaöa markmiö á aö setja kerfinu? A aö minnka birgðir, auka þjónustu, létta vinnu, auövelda stjórnun eöa auka eftirlit. Hvernig breytast starfshættir? Á aö nota skerma í afgreiöslunni eöa fylla út í eyöublöð? Hvaöa listum á kerfiö aö skila og hvenær? Hvernig á aö kontrólera aö kerfið sé ekki notaö i annarlegum tilgangi? O.s.frv. Innleiösla tölvuvinnslu hefur allan jafnan í för meö sér aö öll störf viö vinnslu verkefnisins breytast meira og minna. Oftast þarf því að leysa ýmiss skipulagsmál í viökomandi starf- semi jafnframt og skrifuö eru eöa fengin eru hugbúnaöarkerfi og tölvur. Nú svo þegar kerfi er á annað borö komið upp, þá koma allan jafnan fram óskir um einhverjar brevtingar og lag- færingar. Eins leynast gallar í öllum flóknum kerfum, tölvu- kerfum jafnt og öörum. Löngu er ljóst að gerö og vióhald tölvuhugbúnaðar er takmarkandi þáttur i tölvuvæóingunni. Og það er kostnað varöar, þá hefur verö á vélbúnaöi farið hríölækkandi, en verð á hugbúnaói fariö eftir almennu kauplagi og þvi farið hækkandi. Margt hefur veriö gert til aö bæta þetta ástand. Nýjar fræöi- og kennslugreinar hafa sprottið upp. Forritunarmál hafa. veriö stöðluö og ýmis konar kerfisbundin vinnubrögö tekin upp. En meira má ef duga skal. Vélbúnaöur Þaö sem hér verður sagt miðast við tölvunotkun i almennri gagna- vinnslu, þ.e. tölvur i reiknisfærsluverkefnum og viö skráavinnslu. Annarra sjónarmiöa gætir sé fjallað um önnur verksviö svo sem tölvur i stýringu eöa tölvur sem notaöar eru sem kennslutæki eöa þær sem eru nánast til tómstundagamans. Tækjum i tölvukerfi er gjarnan skipt i tvo flokka. Annar nefnist miöstöö og hinn jaðartæki. I miðstöðinni er innra minni vélarinnar og stjórnstöö. Minnið geymir forritiö sem verið er aö vinna eftir i þaó og þaö skiptiö og viökomandi gögn. Stærö minnisins er gjarnan notað til að segja til um afl miöstöövarinnar. Oft er stærö minnisins gefiö upp i bætum (á ensku: "byte". Beygist eins og sæti). Gróft séö geymir bæti einn tölustaf eöa tákn.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.