Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.01.1981, Blaðsíða 6
6 TÖLVUMÁL framleiósluvöru. Varan er aö vísu fremur óeiginleg. Hún birtist i formi kerfislýsinga, leióbeininga og forrita. Hjá fyrirtæki sem vinnur að tilteknum hugbúnaði safnast þá hugbúnaöarforði. All flókin deilumál hafa risió um eignarétt hugbúnaöar. Nióurlag Vart fer milli mála aö ákvaröanir er lúta aö tölvuvæðingu fyrirtækis geta skipt sköpum. Velgengni margra fyrirtækja og stofnana byggist i vaxandi mæli á réttri tölvunotkun. Þess eru og dæmi að fyrirtæki hafi bein- linis fariö á hausinn vió aó innleiöa vanhönnuö tölvu- og hug- búnaöarkerfi. Eins eru nú mörg dæmi þess aö tölvuvæðing hafi leitt til ill- skeyttra deilna viö starfsfólkiö vegna þess aö ekki hafi verið tekiö tillit til sjónarmiða þess viö tölvuvæöinguna. Niöurstaöan er sú, aö ekki sé ofbrýnt fyrir stjórnendum aö fara með gát aö tölvuvæðingu. Venjulega er ekki aftur snúiö þegar rekstrinum hefur veriö breytt á annað borö. Og þar sannast vissulega þaö fornkveðna - aö lengi býr aö fyrstu gerö. BÆKUR OG GÖGN, SEM BORIST HAFA Borist hafa eftirtalin gögn og eru þau í vörslu ritara, Óttars Kjartanssonar, s. 86144. 1 TÖLVUKÖNNUN A TÍÐNI ORÐA OG STAFA í íSLENSKUM TEXTA, 148 bls. í A4-stærö, fjölrituö. Höfundar: Baldur Jónsson, Björn Ellertsson og Sven Þ. Sig- urðsson. Ötgefandi: Raunvísindastofnun Háskólans. 2 North-Holland COMPUTER PUBLICATIONS SURVEY 1980, "80 bls . Útgef andi : North-Holland Publishing Company. 3 IFIP PUBLICATIONS, 36 bls. Utgefandi: North-Holland Publishing Company. 4 Burroughs Users Report (International Group). Vol. 2, Nr. 2, Oktober 1980. Ötgefandi: Burroughs Corporation, USA. Umboðsaðili: ACO hf. 5 UTVIKLINGSPROGRAMMET VÁREN 1981. Ötgefandi: Den Norske Dataforening. 32 bls. Námsáætlun félagsins, sem samanstendur af rúmlega tuttugu námskeiðum og námstefnum, á fyrri hluta ársins 1981. 6 MOT EN BEDRE DATABEHANDLING: Kynning og pöntunar- seðill a namskeiði í tali og myndum. Ötgefandi: Den Norske Dataforening.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.