Tölvumál - 01.08.1982, Síða 6

Tölvumál - 01.08.1982, Síða 6
6 TÖLVUMÁL UTANÁSKRIFT PÓSTSENDINGA OG ÍSLENSKIR STAÐLAR Póst- og simamálastofnunin hefur sent frá sér auglýsingu (plaggat) um utanáskrift póstsendinga. Þar segir m.a.: 1. Utanáskrift sé samsiða langhlið sendingar. 2. Utanáskrift viðtakanda sé á hægri helmingi langhliðar. 3. Utanáskrift sendanda sé i efra vinstra horni (eða á bakhlió). 4. Frimerki sé i efra hægra horni. Póstur og sími Digranesvegi 9 200 KÓPAVOGUR Hr. Jón Jónsson Iralossi, Grímsneshreppi 801 SELFOSS Reglur um utanáskrift póstsendinga eru nánar skilgreindar i Reglugerð fyrir póstþjónustu, frá 6. ágúst 1976, kafla 4.1. Þá er póstáritun einnig útskýró i Simaskrá 1982, á bls. 293. í íslenskum staðli, IST 2, Umslög, útg. l./janúar 1972, fjallar 4. kafli um skiptingu framhliðar umslaga. Þessi kafli er ekki i samræmi við Reglugerð fyrir póstþjónustu. Byggi hann á eldri reglum, munu þær vera úr gildi fallnar. Þennan kafla i IST 2 hefði þurft að vera búið að lagfæra fyrir löngu, til samræmis við Reglugerð fyrir póstþónustu. Gagnavinnslufólk þarf að þekkja lög og reglur, sem varða starfssvið þess, og Reglugerð fyrir póstþjónustu er þar á meóal. Gagnavinnslufólk þarf einnig að þekkja islensku staólana um pappirsstæróir og prent- og skrifstofutækni, þ.e. staðlaröðina ÍST 1 - ÍST 8. Einn staðalinn, ÍST 5, sem er Kerfisbundin vélritun, vantar að visu inn i þá röó. Óttar Kjartansson

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.