Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 1
VISIR Loftleiðum synjað um lækkun fargjalda. mwmwiE^aFiEíaasaBgaaB Loftleiðir fjölga áœtlunarferð- um sínum til Luxemborgar 1. apríl n.k. og úr því verður flog- ið þangað fjórum sinnum í hverri viku. Með hinum aukna flugvéla- kosti sínum hyggjast Loftleiðir fjölga vikulegum ferðum sínum frá s.l. sumri úr 8 upp í 11 fram og aftur yfir Atlantshafið, þ. e. milli Bandaríkjanna og Evrópu. í fjórum þeirra verður lent í Luxemborg, eins og að framan getur. Aði'ir viðkomustaðir í Evrópu verða þeir sömu og áð- ur, en það eru auk íslands, Staf- angur, He.lsingfors, Hamborg, Khöfn, Gautaborg, Osló, Am- sterdam, Londoi^ og Glasgow. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá skrifstófu Loft- leiða í morgun, hafði félagið farið fram á að mega lækka fargjöldin á leiðinni milli ís- Þessi mynd var tekin í morgun vestur við Grandagarð. Var þá einn síldarbátanna Víðir SÚ að koma að fullhlaðinn af síld, um 900 tunnur töldu þeir. Mjög fallegt veður var hér í bænum í morgun, og á slík- um góðviðrisdögum er fagurt við Reykjavíkurhöfn. lands og Luxemborgar úr 4814 krónum aðra leiðina niður í | 2882 krónur, eða úr 8665 krón- 1 um báðar leiðir niður í 5188 krónur. Þessa lækkun sam- þykktu flugmálayfirvöldin i Luxemborg fyrir sitt leyti, en þegar kom til kasta hinna ís- lenzku flugmálayfirvalda, var beiðninni um þessa lækkun synjað. Töldu Loftleiðir, að ef þær fengju að lækka fargjöld sin til meginlands Evrópu eins og að framan segir, þá gerði það fjölda manns kleift að ferðast þangað, sem ætti þess annars naumast kost. Nú sem stendur er vetrarfar- gjaldið milli New York og Lux- emborgar 320 dollarar, eða 13760 íslenzkar krónur fram og aftur, en sumarfargjaldið er lít- ið eitt hærra, eða 358,20 doll- arar. Kjaradeilo lyf inga leyst. Kjaradeila lyfjafræSínga I Apótekin gerðu sameiginleg- við eigendur lyfjabúðanna an vinnusamning við lyfjafræð- hefur nú veriS leyst á friS- ;ngana’ bar, ,seni vinnntími J þeirra var nokkuð styttur fra samlegan hátt og hún þar meS úr sögunni. því sem áður var, auk annarra lagfæringa. Kommúnistar töpuðu Kommúnistar töpuðu í Sjó-- mannafélagi Hafnarfjarðar við stjórnarkjör í gær. . Munaði fjórum atkvæðum. Hlaut listi lýðræðissinna 40 atkvæði og alla stjórnarmenn kjörna: Einar Jónsson, form., Sigurður Pétursson, Hannes Guðmundsson, Kristján Sig- urðsson, Björn Þorleifsson, Grétar Pálsson, Bjarni Her- mundarson. Listi kommúnista hlaut 36 atkvæði. Við síðustu kosningar í félaginu kærðu kommúnistar úrslitin til Alþýðusambandsins, sem dæmdi þeim stjórnina. Nú hafa félagsmenn hins vegar sagt álit sitt á þeirri stjórn. Aftur á móti var ekki gerður sameiginlegur kaupsamningur við lyfjafræðingana, heldur samdi hvert apótek við sitt I starfsfólk og munu þeir samn- j ingar nú allir vera komnir í ; kring, og deilan þar með úr j sögunni. 20 Eyja- bátar á linu. FORSTJÓRI Landhelgis- gæzlunnar, Pétur Sigurðsson, skýrði blaðinu svo frá ár- degis í dag, að gæzlunni væri kunnugt um, að úr hinni mestu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, væru 20 bátar komnir á veiðar, — byrjaðir róðra með línu. All- margir Vestmannaeyjabátar munu vera á síldveiðum. Þegar vetrarvertíð hefst hefir Landhelgisgæzlan jafn- an stórt skip til þess að vera hinum mikla fjölda báta til aðátoðar og svo verður einn- ig nú, sagði Pétur. mána Fyrirtæki dr. Magnúsar Z. Sigurðssonar Atlantor h.f. mun væntanlega skipa út fyrsta fiskfarmi sínum um næstu mánaðarmót. Fer farmurinn til Grimsby og er kaupandinn Ross fisksamsteypan, en aðal- sknfstofur hennar eru' í Grimsby. Dr. Magnús gaf hlaðinu þessar upplýsingar í morgun. Að undanförnu hefir hann leit- að fyrir sér um leigu á erlendu skipi til þess að annast fisk- flutningana, þar sem Eim- skipafélagið hefir ekki laust skip fyrir þessa afskipun. Fyrsti farmurinn verður að- allega hraðfryst þorsk og ýsu- flök, en þó einkum þorskur. Fleiri fisktegundir mun At- lantor flytja út til Ross þar sem fyrirtækið mun annast sölu á heildarframleiðslu þeirra fimm frystihúsa, sem fyrirtækið selur fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.