Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 3
Fjanmtudatj}Ar 11. janúar 196.2 V 1 S 1 R < v ' * i,: m Franski tízkukongurinn Givenchy teiknaði allan tískufatnaðinn, sem Audrey Hepburii klæðist í kvik- myndinni „Breakfast at Tif- fany’s“. Kvikmyndin er byggð á sögu bandaríska rit- liöfundarins Truman Ca- pote, og leikur Hepburn þar aðalhlutverkið, léttlyndu New York-stúlkuna Holly Golightly. Og aldrei hefur heimurinn séð betur klædda stúlku úr hennar hópi. Audrey Hepburn jafnast líka á við beztu tízkusýning- ardömur Parísar, og hún er sú bezta, sem Givenchy hef- ur haft. Givenchy teiknar reyndar líka alla kjóla og hatta fyrir móðurina Audrey Hepburn, sem á 18 mánaða gamlan son. Auðvitað ráðfærir tízkukóng- urinn sig við leikkonuna, áðJ ur en hann gengur endanlega frá teikningum sínum fyrir hana, en hún ráðfærir sig aftur á móti við eiginmann sinn, lcikarann Mel Ferrer. ' Nýja Bíó sýn- ir núna þýzka mynd &r nefn- ist Stúlkan í Glerturninum. Gagnstætt því, sem gerist um þýzkar mynd- ir, er mynd þessi góð. Myndin fjallar um leikkonu, sem leitar öryggis, eftir hörmungar stríðsins, í ástlausu hjónabandi með rík- um iðjuhöldi. Býr hún í miklum og ósmekklegum lúxus á tutt- ugustu hæð í stórhýsi hans, og er íbúðin að mestu úr gleri. Ungur leikritahöfundur býður henni hlutverk, sem hún tekur, í fjarveru manns síns. Reynir hann allt hvað hann getur að fá hana til að hætta við það, en án árangurs. Er hún þá orðin ástfangin af höfundinum. Ekki er með góðu móti hægt að rekja söguna lengra, án þess að segja of mikið. Leikkonuna leikur Lilli Palmer af svo ein- stakri nærfæri, að unun er á að horfa. Höfundinn leikur Peter van Eyck, sem á það sammerkt með mörgum öðrum stjörnum, að leika alltaf sjálf- an sig, en gera það alltaf vel. O. E. Hasse leikur eiginmann- inn, einn þessara duglegu manna, sem ekkert fær staðizt, en leynir sínu veika geði undir yfirborði hörku og dugnaðar. Mynd, sem öllum er ráðlagt að sjá. ¥ Gamla Bíó er nú að hætta við sína ágætu jólamynd, Tuma Þumal, og eru umskiptin mjög til hins verra. Sýna þeir nú mynd með því fallega nafni „Borgin eilífa“. Mynd þessi er sniðin utan um öll tvö hundruð pund Mario Lansas og er fyrir- myndar skemmtun fyrir þá sem gaman hafa af þeim hljóðum, sem honum tekst að koma út úr öllum þessum massa. Leik- ur hann þarna þekktan amerísk- an söngvara, sem er strandaður í Róm. Syngur hann mikið illa. Sama er hversu létt lagið er, þau verða öll eins og þau séu sungin í gegnum þvottavindu. Það tvennt, sem mælir með myndinni er, að oft og vel er sýnt vaxtarlag Marisu Allasio og landslag Rómar. Fyrir þá sem hafa dálæti á Lanza er þetta afbragðs mynd, en varla fyrir nokkurn annan. Ó. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.