Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 4
V f S I R Fimmtudagur 11. janýar 1962 ' ' Skopteikningin í matsalnum á Þormóði goða. og íyllti mann þeirri fram- andi tilfinningu sem maður fann fyrst smástrákur um borð í strandferðaskipunum. Og vissulega eiga togara- sjómenn okkar skilið að-búa • við þessi fínheit, og ekki sízt þegar þeir þrífa skip sitt svo dásamlega til hátt og lágt sem þeir á Þormóði goða. Sama var hvar maður kom í híbýli, setsali eða vélar- rúm. „Það sér á að þar búa þrifnaðarmenn“. Og á veggn- um í matsalnum hékk skop- teikning sú, er fylgir þess- ari grein. Allir á myndinni eru á skipinu — nema sú á stuttpilsinu. Hún er þar að- eins í draumum skipverj- anna, hugmyndin, sem listamaðurinn bætti við svona eftir á, allt þó í gamni gert. „En hver er hinn elzti og stærsti maður á mynd- inni, með kaskeitið og hönd- ina á lifrartroginu?“ spurði eg. „Það er hann Guðmund- fór fyrst til sjós. Ætli það geri ekki 63 ár? — Hvar ýttir þú svo fyrst úr vör? — Það var fyrir vestan. Eg er Arnfirðingur, verð að segja sem er, þó að þú reiknir mér það til grobbs, að eg fæddist á Rafnseyri. í fyrsta róðurinn heima í Arnarfirði 12 ára gamall.Það var ekki nema sjálfsagt að venja okkur við sjóinn frá blautu barnsbeini. Jæja, ár- ið eftir, 13 ára ræð eg mig svo til Bíldudals á skútuna Marínu, Pétur Thorsteins- sonar. Svo fór eg á togara, fyrst árið 1914, það sögulega ár. — Hvaða skipstjórar eru þér minnisstæðastir, sem þú Þegar við komum inn í matsalinn á Þormóði goða, varð eg furðu lostinn. Önn- ur eins fínheit hafði eg aldrei séð um borð í togara. Enda þótt hann sé einna nýiastuir af togaraflota Reykjavíkur, átti eg ekki von á slíkum glæsibúnaði á fiskiskipi, harðviðarklæddir veggir rétt eins og á farþegaskipunum, þar sem lyktin kitlaði nefið Bjóðið Windolene velkomið og kveðjið vatnsfötuna! Húsmæður, sem fylgjast með tímanum, eru löngu hættar að nota vatnsfötu og kúst við gluggaþvottinn. Þær nota hið vinsæla Windolene. Windolene Rúðan verður hrein og fín með KRISTJÁN 0. SKAGFJÖRÐ R.F. ( Reykjavík ur H., aldui-sforsetinn okk- ar um borð og elzti maður- inn í togaraflotanum, er að verða hálfáttræður. Þú ættir að háfa viðtal við hann,“ svaraði yngsti hásetinn, bara 15 ára og var að koma að landi úr fyrsta túrnum á æv- inni. Þetta var sem sagt að- dragandinn að því, að eg hringdi í Guðmund H. Guð- mundsson sjómann og við mæltum okkur mót. — Yngsti skipsfélaginn þinn segir, að þú sért elztur starfandi togarasjómanna, svo að eg geri mér vonir um, að þú getir sagt okkur sitt af hverju af þér og sjónum. — Á dauða mínum átti eg von, en ekki því, að blaða- maður færi að rekja úr mér garnirnar. Blessaður vertu, hvað ætli hafi svo sem kom- ið fyrir mig, nema allt hefir verið í bezta gengi og hrukkulaust, eða svo til. Það er varla í frásögur færandi. Annars skal eg segja þér, að eg er ekki elztur á togurun- um. Það er annar aðeins eldri. — Og hvað hefirðu verið lengi á sjónum? — Við skulum sjá. Eg verð 75 ára í ár, og ekki var eg nú nema 12 ára þegar eg varst með, frá fyrri árum? — Eg man náttúrlega sér- staklega eftir þeim frægu aflamönnum Pétri Michael og Friðrik Ólafssyni. Þejr fundu það alltaf á sér, hvar þann gula var að finna, aða- kóngar síns tfma. T. d» Pétur eina vetrarverfSSna 1000 skippund og FríðrTk 900. Þeir áttu aflametin á þilskipunum. — Hefirðu verið á mörg- um skipum um dagana? — Nei, og t. d. um það skal eg segja þér, að eg var í 34 ár með aðeins 2 skipstjór- um á 3 skipum hjá Kveld- úlfi. Það voru þeir Sigurð- ur Guðjónsson og Sigurður Guðbrandsson. Eftir að Reykjavík hóf bæjarútgerð, fór eg þangað, var á Jóni Baldvinssyni og nú á Þor- móði goða siðan hann kom. — Hefirðu oft lent í sjáv- arháska? — Nei, eins og eg sagði þér áðan, hefir slíkt ekki hent oft á skipum, sem eg hefi verið á. Það var einu sinni, þegar eg var á Snorra goða, að mann tók út. Eg var staddur á bómuhnokkanum, þegar sjór reið yfir. Mér varð litið til hlés og sá, þeg- ar sjórinn tók manninn. Svo var það einu sinni, þeg- ar eg var á Skallagrími, eg var að taka trollið, komið vonzkuveður og haugasjór. Nú það skipti engum togum, að trollið reif út og eg hent- ist með í sjóinn. Eg hékk í trollinu, og það var nú held- ur ónotalegt í sjónum, en sem betur fór stóð það ekki Frh. á 10. síðu. Guðmundur H. á þilfari Þormóðs goða við Ingólfsgarð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.