Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. janúar 1962 V I S I R Leiðin Eftir l^iá Elísson hagfræðintg. Islendingar standa nú á krossgötum og er mik- ið í húfi hvaða leið þeir kjósa sér. Valið er um það hvort þeir vilja taka þátt í Efnahagsbandalagi Ev- rópu — og kemur þar til greina full aðild eða eitt hvert form aukaaðildar — eða standa utan þess. Hvorttveggja mun hafa víðtæk áhrif í för með sér fyrir lífsafkomu þjóðarinnar. Þessu máli er og þannig hátt- að, að við megum ekki tví- stíga öllu lengur — heldur hraða ákvörðunum eins og unnt er. Mest öll Vestur-Evrópa og fleiri ríki eru á hraðri leið með að sameinast efna- hagslega. Undirstaða þeirrar sameiningar er Efnahags- bandalag Evrópu, sem hóf starfsemi sína með gildis- töku Rómarsáttmálans 1. janúar 1958. Sáttmála þenn- an undirrituðu sex ríki, sem kunnugt mun vera, Benelux löndin þrjú, Frakkland, Ítalía og Sambandslýðveldið Þýzkaland. Reynt var að ná samkomulagi á grundvelli fríverzlunar um eitt mark- aðsbandalag þeirra þjóða, sem voru aðilar að Efnahags- samvinnustofnun Evrópu (O EEC). Þetta tókst ekki af ýmsum ástæðum og stofn- uðu þá sjö þjóðir — Austur- ríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð — til Fríverzlunar- bandalags Evrópu (EFTA) í Stokkhólmi á árinu 1959. ★ Æ fleiri sækja um aðild. Meginmarkmið Fríverzl- unarbandalags sjö-veldanna voru tvö — að hagnýta kosti þá, er stór markaður getur boðið iðnaði og verzlun — og að ná samkomulagi við Efnahagsbandalag sex-veld- anna um sameiginlegan Ev- rópumarkað. Nú er allt út- lit fyrir, að sú hugsjón ræt- ist og að flest ef ekki öll Evrópuríkin innan Efna- hags- og framfarastofnunar- innar (OECD), sem er arf- taki OEEC, sæki um aðild að Efnahagsbandalaginu að einhverju eða öllu leyti. — Bretland, Danmörk og ír- land hafa sótt um aðild og standa viðræður nú yfir milli þeirra og sex-veldanna. Grikkir, sem hafa allmikla sérstöðu efnahagslega, hafa þegar gert aukaaðildarsamn- ing, sem bíður staðfestingar og viðræður eru hafnar um aukaaðild Tyrkja. Svíþjóð, Már Elísson. Sviss og Austurríki, sem hafa nokkra sérstöðu í Ev- rópu sökum hlutleysisstefnu sinnar, hafa sótt um auka- aðild að bandalaginu. Þá er talið, að Norðmenn muni innan skamms sækja um fulla aðild. Áður en varir verður þannig kominn á laggirnar markaður 300 milljóna manna í Evrópu Verður hann fjölmennari — en þó ekki ríkari en Banda- ríkin, og álíka fjölmennur og markaður Efnahagsbanda- lags Austur-Evrópu (Come- con), en allmiklu ríkari en hann. Raunar má einnig hugsa sér, að innan tiltölu- lega skamms tíma takist á- kveðin efnahagsleg tengsl milli Efnahsgsbandalagsríkj- anna og ýmissa ríkja utan Evrópu. Má þar fyrst telja Bandaríkin og Kanada, sem eru aðilar að Efnahags- og framfarastofnuninni. Þá má benda á, að flest samveldis lönd Frakka eru þegar tengd bandalaginu. Einnig má búast við að allnáin tengsl skapist við Samveld- islönd Breta og ýmis van- þróuð lönd í ýmsum heims- álfum. Er það einmitt eitt af hlutverkum Efnahags- og framfarastofnunarinnar að hjálpa vanþróuðum ríkjum. Aður en lengra verður hald- ið vil ég með fáum orðum drepa á Efnahagsbandalagið sjálft — uppruna þess og meginmarkmið. ★ Tilgangur bandalagsins. Orsakirnar til stofnunar bandalagsins tel ég einkum þrjár. í fyrsta lagi að skapa möguleika til að bæta lífs- kjör íbúa bandalagsins með þeim tækifærum til fjölda- framleiðslu, sérgreiningar framleiðslunnar og til hag- nýtingar dýrra tækni- nýjunga, sem stór tollfrjáls markaður getur boðið. í öðru lagi er það óskin um frið. Menn skyldu hafa í huga, að stofnríki bandalags- ins hafa um aldaraðir háð styrjaldir hvert við annað í ýmsum hernaðarbandalög- um. Frumkvöðula þessarar samvinnu er að finna í öll- um meðlimaríkiunum og hún á sér sterka áhangendur i mörgum öðrum ríkjum Ev- rópu. Það sem einvaldsherr- um og hershöfðingjum mis- tókst, er nú að gerast á frið- samlegan hátt með sam- þykki mikils meginhluta í- búa viðkomandi þjóða, en í blóra við ýmsa annarlega þenkjandi menn. í þriðja lagi er óttinn við útþenslu- og heimsveldis- stefnu Sovétríkjanna. En ó- þarfi er að rekja hana frek- ar hér. Mikilvægasta ákvæði Rómarsáttmálans — a. m. k. þegar skemmra er litið — fjallar um stofnun tollabanda lags með öllum þeim skil- yrðum, er slíkri stofnun fylgja. Þýðingarmest þeirra eru ákvæðin um afnám tolla og hafta á viðskiptum milli aðildarríkja, setning sam- eiginlegra ytri tolla og frjáls- ar hreyfingar fjármagns og vinnuafls. Samkvssmt Róm- arsáttmálanuin á þetta að gerast á aðlögunartímabili, sem spannar 12—15 ár frá gildistöku hans. Aðalmark- miðið með ákvæðunum um aðlögunartímabil er að gefa fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum í aðildarríkj- unum tækifæri til að laga sig að þeim breyttu aðstæð- . um, sem skapazt munu. ★ Víðtæk samvinna. En sáttmálinn um efna- hagsbandalagið gerir ráð fyrir víðtækari samvinnu en að ofan greinir. Má þar til nefna, að í lok fyrrgreinds aðlögunartímabilsins á einn- ig að vera komin á laggirn- ar sameiginleg stefna aðild- arríkjanna í félagsmálum, samgöngumálum, landbún- aðarmálum, fjárfestingar- málum, viðskiptamálum út á við o. fl. o. fl., auk þess sem samvinna skal vera um ýmis önnur mikilvæg mál efnahagslegs eðlis. Hins veg- ar verður í þessu sem öðru aðgera greinarmun á þeim á- kvæðum Rómarsáttmálans, sem kveða beint á um stefnu Efnahagsbandalagsins, svo sem afnám viðskiptahafta og tolla, og þeirra ákvæða hans, sem cinungis segja til um þau markmið, sem stefna ber að, en skilgreina ekki leiðirnar eða aðferðirnar til að ná þeim markmiðum. Undir þennan flokk falla að verulegu leyti sjávarútvegur og landbúnaður. Stjórn og stofnanir Bandalagsins, sem sæti eiga í Briissel hafa að verulegu leyti það hlutverk með höndum að móta stefn- una í þessum málum. Stofn- ununum er þar með veitt all- víðtækt vald. Ekki má þó gleyma þeirri staðreynd, að í hinum ýmsu stofnunum eiga sæti fulltrúar frá aðild- arríkjunum, þannig að raun- verulega verður um viðræð- ur og samninga milli ríkja að ræða, sem svipar að því leytinu til þess fyrirkomu- lags, sem ríkti hjá Efnahags- samvinnustofnun Evrópu og ríkir nú hjá OECD. Þar á móti vegur samt, að í mörg- um veigamiklum málum ■ræður meirihluti atkvæða í stofnununum. í framkvæmd hefur reynslan þó orðið sú, að ávallt er reynt að finna Framn á Dls 5 Uppdráttur þessi sýnir EfnahagsbandaJag Evrópu og þau lönd, sem óskað hafa viðræðna um tengsl við bandalagið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.