Vísir - 11.01.1962, Blaðsíða 6
6
V í S I K
Fimmtudagur 11. jan. 1962
Mörg undanfarin ár hefur
Islenzk-ameríska félagið haft
milligöngu um að aðstoða
unga menn og konur við að
komast til Bandaríkjanna til
starfsþjálfunar. Er þessi fyr-
irgreiðsla á vegum The Ame-
rican-Scandinavian Founda-
tion í New York. Hér er um
að ræða störf í ýmsum grein-
um, svo sem ýmiss konar
landbúnaðarstörf (á búgörð-
um, garðyrkjustöðvum o. s.
frv.), skrifstofu- 'og af-
greiðslustörf (í bönkum,
skipaafgreiðslum, verzlun-
um, einkum bókaverzlunum,
o. fl.), veitingastörf, störf á
smábamaheimilum (fyrir
bamfóstrur) o. m. fl. Starfs-
tíminn er 12—18 mánuðir. Fá
starfsmenn greidd laun, er
eiga að nægja fyrir dvatar-
kostnaði, en greiða sjálfir
ferðakostnað.
Nánari upplýsingar verða
veittar á skrifstofu íslenzk-
ameriska félagsins, Hafnar-
stræti 19, 2. hæð, alla þriðju-
daga kl. 6.30—7.00 e.h., og
þar verða afhent umsóknar-
eyðublöð. Þess skal sérstak-
lega getið, að einna auðveld-
ast mun verða að komast í
ýmis landbúnaðar- og garð-
yrkjustörf, einkum á vori
komanda, en umsóknir þurfa
að berast með nægum fyrir-
vara. Um flest önnur störf
gildir, að svipaðir möguleik-
ar eru á öllum tímum árs, en
sem stendur mun greiðastur
aðgangur að bókaverzlunar-
störfum og starfi á smábama
heimilum.
(Frá
Islenzk-ameríska
félaginu).
• 'í
'; V'.vv
Hiiiifín.
. ...
;/;//:://:v:y:^'::/:://::
'.V/;;/ • • •;•
liili
....
'/ •>
■u'- .•••-■-.
Vegna Aswan-stíflunnar í Egyptalandi vofir það yfir, að mörg hin frægustu listaverk
°g byggingar úr fomöld fari á kaf í vatni og hefur þetta valdið þungum áhyggjum. Til
þess að forða þessum fomu mannvirkjum undan glötun, hefur verið telíið til bragðs að
lyfta byggingunum það mikið, að þau standi ekki í vatni. Verður þetta gífurlega sein-
sótt og kostnaðarmikið verk. Myndin sýnir t\ær hinna fomfrægu bygginga, sem þegar
em umflotnar vatni á þessum slóðiun.
„IVIýtt og
úrelt“.
Út er kominn enn einn
bæklingur frá Neytendasam-
tökunum, og nefnist hann
nýtt og úrelt“. Er hér um að
ræða erindi það, er Sveinn Ás
geirsson, hagfræðingur, flutti
í útvarpið fyrir skömmu og
mikla athygli vakti. Þó má
ætla, að margir hafi af því
misst í jólaönmpium, en hér
er um svo veigamikið hags-
munamál neytenda að ræða,
að Neytendasamtökin vilja
leggja á það ríka áherzlu. Er-
indinu fylgir eftirmáli og við-
bót í bældingnum.
Nýlega kom út 21. bkling-
ur samtakanna, „Mælt og
vegið“. Hafa þessir tveir
bæklingar þegar verið sendir
meðlimum samtakanna.
5000 meðlimir.
Meðlimir Neytendasamtak-
anna eru nú um 5000. Af of-
annefndum bæklingum voru
prentuð 6500 eintök. — Ár-
gjald er kr. 45. Tekið verður
á móti nýjum meðlimum í
síma 19722.
Það skal tekið fram, að
þessir bæklingar eru þeir síð-
ustu, sem Neytendasamtökin
gefa út í þessu formi, þar sem
útgáfa samtakanna breytist
frá áramótum.
• Kvikmyndaleikararnir Brode-
rick Crawford og Joan Tabor
voru gefin saman í hjónaband
í Las Vegas, Nevada, fyrir
nokknim dögnm. BæSi hafa
verið gift áður. Broderick Craw
ford er 51 árs og Joan 28 ára.
Hann var áður giftur Kay
Griffith. Crawford hiaut verð-
laun 1949 fyrir leik sinn i kvik-
myndinni „The King’s Men“.
Fyrir nokkru var haldið
óvenjulegt þing í Hamborg
Þar komu saman fulltrú-
ar „Félags þýzkra tví-,
þrí- og f jórbura“, en í Vest
ur-Þýzkalandi eru nú alls
750.000 manns, sem heim-
ild hafa til að ganga í fé-
lag þetta. Þingið gerði m.
a. samþykktir um skatta-
ívilnanir fyrir fleirbura, að
komið verði á fataskiptum
milli þeirra og að aukið
verði kynningarstarf milli
þeirra. Myndin er tekin í
lokahófinu, þar sem nokkr-
ir tvíburar skála fyrir
framtíðinni.
byrjar í
drengjapeysur, gallabuxur á drengi,
drengjapeysur, gallbuxur á drengi, telpna-
líomið meðasi Érvalið
cj nóg.
ST A íí
Laugaveg 99
HIJSEIGENIÍIIJin Hrainsun á miðstöðvairkerfBnu.
Hitna sumir miðstöðvarofnar illa í húsi yðar? Ef svo er get ég lagfært það. — Tek að mér að hreinsa og lagfæra miðstöðvarkerfi hvort sem held
ur er á hitaveitusvæðinu eða utan þess. — Ábyrgist góðan árangur. — Hafið samband við mig og ég mun segja yður hvað verkið mun kosta. —
Ef verkið ber ekki árangur þurfið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. Ég get lánað rafmagnsofna á meðan á viðgerð stendur.
BALDUR KRISTIANSEN, pípulagningameistari. — Njálsgötu 29, ssmi 19131.
Að marggefnu tilefni vil ég taka það fram, að það hafa aldrei skemmst gólfteppi eða annað af okkar völdum.
' I
BALDUR KKISTIANSEN.