Vísir - 24.01.1962, Page 1

Vísir - 24.01.1962, Page 1
Þilfarsplötur í Drangajökli sprungu ÓVENJULEGT atvik kom fyrir um borð í hinu nýja frysti- skipi Drangajökli, er hann var úti fyrir Norðurlandi á áramót- unum. Allt í einu kvað við brestur svo hár að skipið nötr- aði. — Á þessu fekkst ekki skýr- ing fyrr en skipið kom til meg- inlandsins og hafði losað farm sinn. Þegar hinn mikli brestúr kvað við héldu skipverjar, að skipið hefði rekizt utan í eitt- hvert rekald án þess þó að það hefði valdið neinum sjáanleg- um skemmdum. Þegar búið var að losa skip- ið, sem var með fullar lestar af fTyst.iim-f-iski.-til Rotterdam, kom skýringin á brestinum í ljós. Þrjár stálplötur í milli- dekki, lestarops og síðu höfðu sprungið. Við nánari athugun kom í ljós, að voldugur þilfars- biti þarna við lúguna hafði sprungið verulega, en þó ekki í sundur. Hann er eins og T í laginu, sem stendur á haus og hafði leggurin sprungið. Þetta mun mjög sjaldgæft fyrirbrigði, en er þó þekkt um borð í nýjum skipum sem raf- soðin eru. Getur þá myndazt staðbundin spenna í stálið og það brostið. Líklegt er og talið, að yfir 20 stiga frosts í lestinni hafi gætt hér. Ekki var skipið þó í hættu statt vegna þessa. þrotabú togara- á ísafiröi ekki hafa tekið á sig miklar skuldbindingar vegna togara- útgerðarinnar, sem er einka- fyrirtæki. Kátar hnátur Þær voru hressar í bragði þessar góðu vinkonur, sem Vísir hitti að máli í hinu íýja tómstundaheimili Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. — Það er rnunur að eiga svona húsnæði, sögðu þær allar í kór. (Ljósm. Vfsis I.M.) Lögfræðingar á vegum hins opinbera hafa verið á ferðinni vestur á Isafirði nú undanfarið. Þar er búizt við að hið mikla útgerðar- félag ísfirðingur h.f. verði teldð til gjaldþrotaskipta nú lun mánaðamótin. Grein f jármálaráð- herra er á bls. 9 Það liggja ekki fyrir öruggar upplýsingar um það hve kröf- ur á hendur útgerðarfélaginu, sem á sínum tíma var lífakkeri atvinnulífsins í bænum, nemi mörgum milljónum króna. En vitað er að þær skipta tugum milljóna og hafa heyrzt þar nefndar 50—60 milljónir kr. Uppboðið á eigum ísfirðings h.f. mun fara fram í þrennu lagi. Nú einhvern hinna næstu daga verða lausafjármunir fé- lagsins seldir, en ákveðið er að togararnir ísborg og Sólborg sem legið hafa við festar þar fyrir vestan verði boðnir upp, ásamt hinu mikla fiskiðjuveri, mánudaginn 29. janúar. Fisk- iðjuverið er nú starfrækt að miklu leyti og leggja þar upp 3 bátar. Þess skal að lokum getið, að bæjarsjóður ísafjarðar mun Verkfalli lokið Lokið er verkfalli vagnstjóra almenningsvagnanna á Suður- nesjaleið. Samningar tókust í fyrrinótt fyrir milligöngu sátta- semjara. Sveifarásinn óskemmdur. SVO slysalega tókst til fyrir nokkru, er setja skyldi aðalvél- ar togarans Sigurðar af stað að vélamönnum, sem eru starfs- menn hjá vélsmiðjunni Héðni, láðist að opna fyrir smurolíu- geymi inn á legur aðalvélar- innar. Gekk vélin í nokkrar mínútur áður en vélgæzlumenn- irnir áttuðu sig á þessum mis- tökum. Nú hefir vélin verið „opnuð“ og skemmdirnar á henni kann- aðar. Helzt var að óttast að sveifarás vélarinnar hefði orðið fyrir skemmdum. En athugun- in á honum hefir leitt í ljós að hann er með öllu óskemmdur. Verður því hægt að gera vél togarans jafngóða aftur að á- liti sérfræðinga. Fá verður að utan legur óg fleira, sem end- urnýja þarf. Hve langan tíma tekur að gera við togarann er ekki vitað, það fer eftir því hvenær vélahlutarnir áð' utan koma hingað. Gerist áskrifendur að Vísi sími 1-16-60

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.